Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2025 09:18 Mannfjöldaþróun á Íslandi næstu áratugina er talin líkleg til að gera landið betur í stakk búið en mörg árin til þess að takast á við fyrirséða öldrun þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Gangi ný mannfjöldaspá eftir eru líkur á að hlutfallslega fleiri landsmenn verði á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum. Því eru áskoranir sem tengjast öldrun þjóðarinnar taldar verða viðráðanlegri hér en víða annars staðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til næstu þrjátíu ára sem fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag. Í henni er meðal annars fjallað um áhrif lýðfræðilegra breytinga, heilsufars, gervigreindar, loftslagsbreytinga, breytinga í alþjóðakerfinu og uppbyggingar lífeyriskerfisins á lífskjör til langrar framtíðar. Horfurnar í opinberum fjármálum eru sagðar hafa batnað verulega frá því að fyrsta skýrsla þessarar tegundar kom út í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar árið 2021. Áskoranir séu þó enn til staðar sem geri það mikilvægt að styrkja stöðu opinberra fjármála til þess að búa í haginn fyrir bæði fyrirsjáanlegar lýðfræðilegar breytingar og ófyrirséð áföll. Hlutfallslega margir á vinnufærum aldri Óvissa er sögð ríkja um fólksfjölgun næstu þrjá áratugina. Flutningar fólks til og frá landinu hafi verið miklir og sveiflukenndir og erfitt sé að spá fyrir um þá til langrar framtíðar. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölgun fólks og hagstæðari lýðfræðilegri samsetningu í mannfjöldaspá sem var lögð til grundvallar skýrslunni nú en fyrir fjórum árum. Gangi spáin eftir verða hlutfallslega mun fleiri landsmenn á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum Íslands fram yfir miðja öldina. Það hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfur og horfur í opinberum fjármálum. Þó að eldra fólki eigi eftir að fjölga mikið næstu áratugina og hlutfallslega meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum eru áskoranir tengdar öldrun sagðar verða viðráðanlegri en í mörgum öðrum löndum ef yngra fólki fjölgar einnig. Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Skýslan fjallar ekki um nýjar ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum heldur byggir á framreikningi sem á að vera grundvöllur fyrir umræður og stefnumörkun til framtíðar.Vísir/Vilhelm Óvíst hversu mikið gervigreind gæti aukið framleiðni Gervigreind og áhrif hennar á hagkerfi og samfélög heimsins hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin. Í skýrslunni er búist við því að tæknibreytingar hafi veruleg eða að mörgu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagslífið næstu þrjá áratugina. Þannig gæti gervigreind aukið framleiðnivöxt en óljóst sé hversu mikið. Á móti því gæti vegið áhrif minni vaxtar alþjóðaviðskipta. Áfram er sagt mega búast við efnahagslegum áföllum líkum þeim sem hafa þegar dunið yfir á 21. öldinni. Stefnumörkunin í opinberum fjármálum þarf að ganga út frá því að viðlíka áföll geti orðið aftur á næstu áratugum, að mati skýrsluhöfundanna. Þá segja þeir að ekki sé hægt að ganga út frá því að lýðfræðileg þróun verði jafn hagstæð og í grunnspá mannfjöldaspár. Í þeim sviðsmyndum sem voru settar upp með áföllum og minni fólkfjölgun var þróun opinberra fjármála töluvert óhagstæðari en í sviðsmyndum án áfalla. Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til næstu þrjátíu ára sem fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag. Í henni er meðal annars fjallað um áhrif lýðfræðilegra breytinga, heilsufars, gervigreindar, loftslagsbreytinga, breytinga í alþjóðakerfinu og uppbyggingar lífeyriskerfisins á lífskjör til langrar framtíðar. Horfurnar í opinberum fjármálum eru sagðar hafa batnað verulega frá því að fyrsta skýrsla þessarar tegundar kom út í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar árið 2021. Áskoranir séu þó enn til staðar sem geri það mikilvægt að styrkja stöðu opinberra fjármála til þess að búa í haginn fyrir bæði fyrirsjáanlegar lýðfræðilegar breytingar og ófyrirséð áföll. Hlutfallslega margir á vinnufærum aldri Óvissa er sögð ríkja um fólksfjölgun næstu þrjá áratugina. Flutningar fólks til og frá landinu hafi verið miklir og sveiflukenndir og erfitt sé að spá fyrir um þá til langrar framtíðar. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölgun fólks og hagstæðari lýðfræðilegri samsetningu í mannfjöldaspá sem var lögð til grundvallar skýrslunni nú en fyrir fjórum árum. Gangi spáin eftir verða hlutfallslega mun fleiri landsmenn á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum Íslands fram yfir miðja öldina. Það hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfur og horfur í opinberum fjármálum. Þó að eldra fólki eigi eftir að fjölga mikið næstu áratugina og hlutfallslega meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum eru áskoranir tengdar öldrun sagðar verða viðráðanlegri en í mörgum öðrum löndum ef yngra fólki fjölgar einnig. Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Skýslan fjallar ekki um nýjar ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum heldur byggir á framreikningi sem á að vera grundvöllur fyrir umræður og stefnumörkun til framtíðar.Vísir/Vilhelm Óvíst hversu mikið gervigreind gæti aukið framleiðni Gervigreind og áhrif hennar á hagkerfi og samfélög heimsins hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin. Í skýrslunni er búist við því að tæknibreytingar hafi veruleg eða að mörgu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagslífið næstu þrjá áratugina. Þannig gæti gervigreind aukið framleiðnivöxt en óljóst sé hversu mikið. Á móti því gæti vegið áhrif minni vaxtar alþjóðaviðskipta. Áfram er sagt mega búast við efnahagslegum áföllum líkum þeim sem hafa þegar dunið yfir á 21. öldinni. Stefnumörkunin í opinberum fjármálum þarf að ganga út frá því að viðlíka áföll geti orðið aftur á næstu áratugum, að mati skýrsluhöfundanna. Þá segja þeir að ekki sé hægt að ganga út frá því að lýðfræðileg þróun verði jafn hagstæð og í grunnspá mannfjöldaspár. Í þeim sviðsmyndum sem voru settar upp með áföllum og minni fólkfjölgun var þróun opinberra fjármála töluvert óhagstæðari en í sviðsmyndum án áfalla.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira