Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar 10. mars 2025 12:02 Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust. Ekki í gegnum, útvarp, af plötum, geisladiskum eða neti, heldur bara beint frá hljóðfæri eða söngrödd inn í vitund hlustandans. Vitanlega eigum við nótnaskriftina, þetta magnaða kerfi til að skapa og varðveita tónlist en nótur á pappír, einar og sér, gera lítið. Þær þarf að túlka og lífga við með aðkomu og listfengi tónlistarmanna. Þann 9. mars 1950 sat lítil sinfóníuhljómsveit á sviðinu í salnum í Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Á svarthvítum ljósmyndum frá tónleikunum má sjá að yfir hljómsveitinni hékk risavaxinn íslenskur fáni. Þarna var nefnilega komin ný þjóðarhljómsveit okkar Íslendinga og stoltið vegna tilkomu hennar var skiljanlega mikið. Öflug og góð starfsemi Á sínum 75 árum hefur hljómsveitin okkar, sameign íslensku þjóðarinnar, vaxið að burðum og þrótti. Í dag heldur hún ríflega eitt hundrað tónleika og viðburði árlega og þá heimsækja um 80 þúsund gestir. Hún fer reglulega í tónleikaferðir, innanlands og utan, og ber hróður íslenskrar tónmenningar víða. Liður í því landnámi eru hljóðritanir sem hljómsveitin hefur gert tugum saman og vakið hafa góða og mikla athygli, margar með íslenskri samtímatónlist. Hryggjarstykkið í starfinu eru hefðbundnir sinfóníutónleikar sem hægt er að kaupa áskrift að, og þar sem fyrirtaks einleikarar og hljómsveitarstjórar koma til samstarfs við hljómsveitina. Auk þeirra heldur sveitin úti öflugu fræðslustarfi, tekur á móti stórum nemendahópum af öllum námstigum, bíður yngstu börnunum upp á Barnastundir og heilu fjölskyldurnar koma í heimsókn á tónleika í Litla tónsprotanum. Heimsóknir hljóðfæraleikara í stofnanir eru líka mikilvægur þáttur í starfseminni og í raun vill hljómsveitin eiga samstarf við sem flesta um framþróun innlendrar tónmenningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikilvægt að vera með opinn faðm og um það vitna til dæmis Ungsveit hljómsveitarinnar og einleikarakeppnin Ungir einleikarar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í gegnum þessi verkefni hafa nýjar kynslóðir tónlistarfólks stigið sín fyrstu ákveðnu skref inn í heim sígildrar tónlistar. Einnig má nefna akademíu fyrir unga vongóða hljómsveitarstjóra framtíðarinnar sem er nýlegur þáttur í starfseminni. Takk Þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika fyrir 75 árum voru hljóðfæraleikarnir á sviðinu rúmlega 40 talsins en í dag eru hljóðfæraleikarar í 88 stöðugildum starfandi við sveitina. Þess má geta að þjóðarhljómsveitir nágrannalandanna hafa yfirleitt á að skipa ríflega hundrað hljóðfæraleikurum. En framtíðin er björt og spennandi, sífellt bætist í þann hóp listamanna sem vilja koma til samstarfs við sveitina og full ástæða er til að fylgjast grannt með starfinu. Ekkert jafnast á við að fara á tónleika með góðri hljómsveit í fyrirtaks tónleikasal eins og Eldborg í Hörpu vissulega er. Fyrst og fremst er það þakklæti sem manni er efst í huga nú þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára. Meðlimum sveitarinnar í gegnum árin ber að þakka sitt þrotlausa uppbyggingarstarf í tónlistarlífi sem sífellt verður blómlegra hvert sem litið er. Að leggja á sig nám og starfsferil í sígildri tónlist er meira en að segja það, til þess þarf gríðarlegan aga og eljusemi. Áfram mun þér, lesandi góður, standa heimur tónlistarinnar opinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leyfðu þér að hrífast með og takk fyrir samfylgdina í 75 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust. Ekki í gegnum, útvarp, af plötum, geisladiskum eða neti, heldur bara beint frá hljóðfæri eða söngrödd inn í vitund hlustandans. Vitanlega eigum við nótnaskriftina, þetta magnaða kerfi til að skapa og varðveita tónlist en nótur á pappír, einar og sér, gera lítið. Þær þarf að túlka og lífga við með aðkomu og listfengi tónlistarmanna. Þann 9. mars 1950 sat lítil sinfóníuhljómsveit á sviðinu í salnum í Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Á svarthvítum ljósmyndum frá tónleikunum má sjá að yfir hljómsveitinni hékk risavaxinn íslenskur fáni. Þarna var nefnilega komin ný þjóðarhljómsveit okkar Íslendinga og stoltið vegna tilkomu hennar var skiljanlega mikið. Öflug og góð starfsemi Á sínum 75 árum hefur hljómsveitin okkar, sameign íslensku þjóðarinnar, vaxið að burðum og þrótti. Í dag heldur hún ríflega eitt hundrað tónleika og viðburði árlega og þá heimsækja um 80 þúsund gestir. Hún fer reglulega í tónleikaferðir, innanlands og utan, og ber hróður íslenskrar tónmenningar víða. Liður í því landnámi eru hljóðritanir sem hljómsveitin hefur gert tugum saman og vakið hafa góða og mikla athygli, margar með íslenskri samtímatónlist. Hryggjarstykkið í starfinu eru hefðbundnir sinfóníutónleikar sem hægt er að kaupa áskrift að, og þar sem fyrirtaks einleikarar og hljómsveitarstjórar koma til samstarfs við hljómsveitina. Auk þeirra heldur sveitin úti öflugu fræðslustarfi, tekur á móti stórum nemendahópum af öllum námstigum, bíður yngstu börnunum upp á Barnastundir og heilu fjölskyldurnar koma í heimsókn á tónleika í Litla tónsprotanum. Heimsóknir hljóðfæraleikara í stofnanir eru líka mikilvægur þáttur í starfseminni og í raun vill hljómsveitin eiga samstarf við sem flesta um framþróun innlendrar tónmenningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikilvægt að vera með opinn faðm og um það vitna til dæmis Ungsveit hljómsveitarinnar og einleikarakeppnin Ungir einleikarar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í gegnum þessi verkefni hafa nýjar kynslóðir tónlistarfólks stigið sín fyrstu ákveðnu skref inn í heim sígildrar tónlistar. Einnig má nefna akademíu fyrir unga vongóða hljómsveitarstjóra framtíðarinnar sem er nýlegur þáttur í starfseminni. Takk Þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika fyrir 75 árum voru hljóðfæraleikarnir á sviðinu rúmlega 40 talsins en í dag eru hljóðfæraleikarar í 88 stöðugildum starfandi við sveitina. Þess má geta að þjóðarhljómsveitir nágrannalandanna hafa yfirleitt á að skipa ríflega hundrað hljóðfæraleikurum. En framtíðin er björt og spennandi, sífellt bætist í þann hóp listamanna sem vilja koma til samstarfs við sveitina og full ástæða er til að fylgjast grannt með starfinu. Ekkert jafnast á við að fara á tónleika með góðri hljómsveit í fyrirtaks tónleikasal eins og Eldborg í Hörpu vissulega er. Fyrst og fremst er það þakklæti sem manni er efst í huga nú þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára. Meðlimum sveitarinnar í gegnum árin ber að þakka sitt þrotlausa uppbyggingarstarf í tónlistarlífi sem sífellt verður blómlegra hvert sem litið er. Að leggja á sig nám og starfsferil í sígildri tónlist er meira en að segja það, til þess þarf gríðarlegan aga og eljusemi. Áfram mun þér, lesandi góður, standa heimur tónlistarinnar opinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leyfðu þér að hrífast með og takk fyrir samfylgdina í 75 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun