Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 10. mars 2025 08:45 Það vakti nokkra athygli þegar nýja ríkisstjórnin lét þess getið á verkefnalista sínum að hún hygðist beita sér fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum, m.a. með því að „taka til“ í þeim stofnunum ríkisins sem hefðu vaxið um of. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sagði þannig: „Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils.“ Almenningur fagnaði þessari yfirlýsingu, enda er öllum ljóst að ríkisútgjöld hafa vaxið langt umfram þarfir. Settir voru sérfræðingar í að vinna tillögur um þennan sparnað. Þeir skiluðu tillögum 4. mars s.l. þar sem m.a. sagði svo: „Með stofnun Landsréttar hefur málum í Hæstarétti fækkað verlega svo ekki telst þörf á að fleiri en fimm dómarar sitji við réttinn.“ Nú hefur sitjandi dómsmálaráðherra lýst yfir að hún muni ekki beita sér fyrir þessari fækkun dómaranna. Samt er komið fram að við stofnun Landsréttar á árinu 2018 stóðu ekki efni til annars en að dómararnir yrðu fimm en ekki sjö. Svo er að sjá sem ráðherrann hafi ekki þurft að eyða miklum tíma í að kynna sér málið, áður en hún tók nú ákvörðun sína daginn eftir að hún birtist. Hún lét sér detta í hug að sparnaðurinn við þetta yrði ekki nægur, aðeins 100 milljónir króna næstu fimm árin! Hæstiréttur Íslands tók til starfa á árinu 1920. Fimm dómarar sátu í réttinum fyrstu áratugina að undanskildu tímabili á fyrri hluta 20. aldarinnar þegar þeim var fækkað í þrjá. Árið 1945 urðu þeir fimm á ný og hélst svo fram til ársins 1972, þegar tekið var að fjölga dómurum vegna vaxandi fjölda dómsmálanna sem rétturinn þurfti að sinna. Á árunum fyrir þá breytingu var rétturinn að dæma í 140-200 málum árlega. Málafjöldinn óx hratt á næstu árum og var dómurum við réttinn þá fjölgað nokkrum sinnum og urðu þeir flestir ellefu á tímabili. Þeir voru níu, þegar Landsréttur tók til starfa árið 2018. Dómararnir sjálfir í Hæstarétti vildu þá að fjöldi þeirra yrði sjö, þó að aðeins þrír eða fimm dómarar ættu að sitja í dómi í flestum tilvikum. Sýnt hefur verið fram á að eftir stofnun Landsréttar minnkaði starfsálag á hvern dómara Hæstaréttar niður í 20-25% af því sem verið hafði. Hafa á þessu tímabili verið kveðnir upp dómar í 30-60 málum á ári eða allt niður í fjórðung þess málafjölda sem dæmdur var meðan dómararnir voru fimm talsins fyrir árið 1972. Fjölgun dómaranna undanfarna áratugi hefur ávallt stafað af fjölgun málanna sem þurft hefur að dæma. Í ársskýrslum réttarins hefur komið í ljós að dæmd mál voru rúmlega 800 talsins á ári síðustu árin fyrir stofnun Landsréttar. Af þessum tölum sést að engin efni stóðu til þess að fleiri dómarar en fimm sætu í Hæstarétti eftir stofnun Landsréttarins. Slík breyting hefði dregið úr starfsönnum dómaranna að miklum mun. En þeir vildu meira. Fyrir þeirra tilverknað var þeim aðeins fækkað í sjö. Forseti Hæstaréttar hefur verið stóryrtur um fyrirætlanirnar nú um fækkun dómaranna. Hefur hann þá m.a. staðhæft að ekki megi fækka dómurunum því þá muni þurfa að kalla til varadómara í of mörgum málum. Virðist hann telja það óheppilegt því það ógni samræmi í dómum. Varadómarar hafa nýst í marga áratugi og verður ekki séð að þeir hafi spillt fyrir störfum réttarins. En í tilefni af stóryrðum forsetans skal þess getið, að fram kemur í ársskýrslum réttarins eftir breytinguna 2018, að árlega hafa verið kvaddir fjölmargir varadómarar til starfa, þrátt fyrir að sjö dómarar hafi átt sæti í réttinum þennan tíma. Þetta er mikið og virðist forsetinn ekki óttast það. Þannig voru varadómarar 16 talsins árið 2023 og álíka margir árin á undan, en á þessum árum hefur málafjöldinn verið 30-60 mál eins og áður sagði. Þetta er því bara fyrirsláttur hjá forsetanum sem sýnir ekki annað en ákafa hans í að andmæla hugmyndunum um að fækka dómurum réttarins í fimm. Hann vill greinilega halda áfram að búa svo um hnútana að dómararnir hafi það náðugt og þá rúman tíma til að sinna öðru en dómsstörfunum við réttinn. Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið. Dómararnir eiga auðvitað að vera í fullu starfi, eins og verið hefur gegnum tíðina. Af yfirlýsingu dómsmálaráðherrans virðist mega ráða að ríkisstjórnin hafi ekki mikinn áhuga á að spara ríkisútgjöld eins og lofað var við stofnun hennar. Almenningur ætti því að hverfa frá fyrirætlunum um fagnaðarlæti. Þetta hefur sýnilega bara verið fagurgali sem engu máli mun skipta í reynd. Íslendingar kannast við slíkt hátterni stjórnmálamanna sem vilja fegra ásýnd sína. Jón Steinar Gunnlaugsson er fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti nokkra athygli þegar nýja ríkisstjórnin lét þess getið á verkefnalista sínum að hún hygðist beita sér fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum, m.a. með því að „taka til“ í þeim stofnunum ríkisins sem hefðu vaxið um of. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sagði þannig: „Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils.“ Almenningur fagnaði þessari yfirlýsingu, enda er öllum ljóst að ríkisútgjöld hafa vaxið langt umfram þarfir. Settir voru sérfræðingar í að vinna tillögur um þennan sparnað. Þeir skiluðu tillögum 4. mars s.l. þar sem m.a. sagði svo: „Með stofnun Landsréttar hefur málum í Hæstarétti fækkað verlega svo ekki telst þörf á að fleiri en fimm dómarar sitji við réttinn.“ Nú hefur sitjandi dómsmálaráðherra lýst yfir að hún muni ekki beita sér fyrir þessari fækkun dómaranna. Samt er komið fram að við stofnun Landsréttar á árinu 2018 stóðu ekki efni til annars en að dómararnir yrðu fimm en ekki sjö. Svo er að sjá sem ráðherrann hafi ekki þurft að eyða miklum tíma í að kynna sér málið, áður en hún tók nú ákvörðun sína daginn eftir að hún birtist. Hún lét sér detta í hug að sparnaðurinn við þetta yrði ekki nægur, aðeins 100 milljónir króna næstu fimm árin! Hæstiréttur Íslands tók til starfa á árinu 1920. Fimm dómarar sátu í réttinum fyrstu áratugina að undanskildu tímabili á fyrri hluta 20. aldarinnar þegar þeim var fækkað í þrjá. Árið 1945 urðu þeir fimm á ný og hélst svo fram til ársins 1972, þegar tekið var að fjölga dómurum vegna vaxandi fjölda dómsmálanna sem rétturinn þurfti að sinna. Á árunum fyrir þá breytingu var rétturinn að dæma í 140-200 málum árlega. Málafjöldinn óx hratt á næstu árum og var dómurum við réttinn þá fjölgað nokkrum sinnum og urðu þeir flestir ellefu á tímabili. Þeir voru níu, þegar Landsréttur tók til starfa árið 2018. Dómararnir sjálfir í Hæstarétti vildu þá að fjöldi þeirra yrði sjö, þó að aðeins þrír eða fimm dómarar ættu að sitja í dómi í flestum tilvikum. Sýnt hefur verið fram á að eftir stofnun Landsréttar minnkaði starfsálag á hvern dómara Hæstaréttar niður í 20-25% af því sem verið hafði. Hafa á þessu tímabili verið kveðnir upp dómar í 30-60 málum á ári eða allt niður í fjórðung þess málafjölda sem dæmdur var meðan dómararnir voru fimm talsins fyrir árið 1972. Fjölgun dómaranna undanfarna áratugi hefur ávallt stafað af fjölgun málanna sem þurft hefur að dæma. Í ársskýrslum réttarins hefur komið í ljós að dæmd mál voru rúmlega 800 talsins á ári síðustu árin fyrir stofnun Landsréttar. Af þessum tölum sést að engin efni stóðu til þess að fleiri dómarar en fimm sætu í Hæstarétti eftir stofnun Landsréttarins. Slík breyting hefði dregið úr starfsönnum dómaranna að miklum mun. En þeir vildu meira. Fyrir þeirra tilverknað var þeim aðeins fækkað í sjö. Forseti Hæstaréttar hefur verið stóryrtur um fyrirætlanirnar nú um fækkun dómaranna. Hefur hann þá m.a. staðhæft að ekki megi fækka dómurunum því þá muni þurfa að kalla til varadómara í of mörgum málum. Virðist hann telja það óheppilegt því það ógni samræmi í dómum. Varadómarar hafa nýst í marga áratugi og verður ekki séð að þeir hafi spillt fyrir störfum réttarins. En í tilefni af stóryrðum forsetans skal þess getið, að fram kemur í ársskýrslum réttarins eftir breytinguna 2018, að árlega hafa verið kvaddir fjölmargir varadómarar til starfa, þrátt fyrir að sjö dómarar hafi átt sæti í réttinum þennan tíma. Þetta er mikið og virðist forsetinn ekki óttast það. Þannig voru varadómarar 16 talsins árið 2023 og álíka margir árin á undan, en á þessum árum hefur málafjöldinn verið 30-60 mál eins og áður sagði. Þetta er því bara fyrirsláttur hjá forsetanum sem sýnir ekki annað en ákafa hans í að andmæla hugmyndunum um að fækka dómurum réttarins í fimm. Hann vill greinilega halda áfram að búa svo um hnútana að dómararnir hafi það náðugt og þá rúman tíma til að sinna öðru en dómsstörfunum við réttinn. Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið. Dómararnir eiga auðvitað að vera í fullu starfi, eins og verið hefur gegnum tíðina. Af yfirlýsingu dómsmálaráðherrans virðist mega ráða að ríkisstjórnin hafi ekki mikinn áhuga á að spara ríkisútgjöld eins og lofað var við stofnun hennar. Almenningur ætti því að hverfa frá fyrirætlunum um fagnaðarlæti. Þetta hefur sýnilega bara verið fagurgali sem engu máli mun skipta í reynd. Íslendingar kannast við slíkt hátterni stjórnmálamanna sem vilja fegra ásýnd sína. Jón Steinar Gunnlaugsson er fyrrverandi dómari við Hæstarétt.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun