Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 8. mars 2025 22:00 Jakob með viðurkenningarskjalið fyrir sigurinn í hönd. Með honum er Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Íslensks lambakjöts. Aðsend Jakob Leó Ægisson vann í dag lambakjötskeppni á Matarmarkaði Íslands. Keppnin snerist um að elda kvöldmat á korteri með íslensku lambi. Keppnin er fyrsta kokkakeppnin sem Jakob vinnur en hann er aðeins þrettán ára gamall. Bróðir hans, Markús Júlían, var aðstoðarkokkurinn hans. Jakob eldaði í keppninni lambasnitsel með kremuðu toppkáli og rabbabarasultu í brúnu smjöri á fimmtán mínútum. Hann eldaði svo réttinn aftur í kvöld fyrir fjölskyldu sína. Uppskriftina að sigurréttinum má finna neðst í greininni. „Við vorum að keppast um að elda góðan lambakjötsrétt á korteri, til að sýna að það er auðvelt að finna góðan og einfaldan lambarétt,“ segir Jakob í samtali við fréttastofu. Hann segir uppskriftina hafa verið afrakstur samvinnu hans og föður hans, kokksins Ægis Friðrikssonar, sem stakk upp á því í gær við Jakob að hann tæki þátt í keppninni. Byrjaði að baka fjögurra „Ég kom með hugmyndina að snitseli og pabbi stakk upp á því að hafa rabbabarasultu með. Hitt kom svo bara frá pabba. Það er eitthvað sem honum finnst gott þannig ég prófaði það. Pabbi er kokkur þannig hann veit hvað er gott. Hann er að kenna mér.“ Jakob er að fermast í vor og segir þetta fyrstu kokkakeppnina sína. Hann á von á því að fá jafnvel einhverjar kokkagræjur í fermingargjöf. Snitselið sem Jakob vann keppnina með.Aðsend Jakob byrjaði að baka fjögurra ára. „Þetta hefur bara verið mitt uppáhalds frá því þá,“ segir Jakob sem stefnir á að feta í fótspor föður síns og verða kokkur. „Það er hægt að gera allt. Það er hægt að gera kökur og hægt að gera eitthvað við hvaða tilefni sem er. Svo er það handavinnan sem ég er mikið fyrir,“ segir Jakob um það hvað honum finnst skemmtilegast við að elda. Hann segist elda eftir uppskrift en líka eftir tilfinningu. „Ég set stundum eitthvað út í sem ég veit að gæti verið gott en svo er ég með uppskriftir úr bókum og af netinu.“ Má gera mistök með lambakjöti Keppnin var haldin af Matarmarkaði Íslands, sem stendur yfir um helgina í Hörpu, og Íslensku lambakjöti. „Við viljum sýna að lambið er fljóteldað og auðvelt þegar réttir bitar eru í boði fyrir neytendur. Korter getur vel dugað til að framreiða hollan, fallegan og góðan lambarétt fyrir fjölskylduna og það má gera mistök - því íslenska lambakjötið fyrirgefur,“ sagði í auglýsingu fyrir keppnina. Reglurnar voru nokkuð einfaldar. Keppa mátti sem einstaklingur eða lið og átti hvert lið að leggja upp með að elda rétt sem passaði „uppteknu nútímafólki í dagsins önn“. Allir voru skyldaðir til að nota lamba„mínútusteik“ sem eru þunnar sneiðar úr innralæri lambsins. Elda mátti kjötið hvernig sem er. Keppnishaldari skaffaði áhöld og diska en keppendur áttu að koma með annað hráefni en lambið. Að eldun lokinni átti svo að setja þrjá skammta af lambakjöti á disk fyrir dómnefnd. Dómnefnd gaf svo stig fyrir vinnubrögð, útlit réttarins og bragð. Mesta vægi hafði það síðasta, eða 60 prósent. Uppskriftin að sigurréttinum: Lamba “schnitzel” með kremuðu hvítkáli, brúnuðu rósmarín-smjöri og rabbabarasultu Fyrir fjóra Lamba schnitzel: 500 gr lambamínútusteik (sneiðar úr innanlærisvöðva eða álíka) 2 stk. Egg 100 ml. Mjólk 100 gr. hveiti Olía til steikingar 50 gr. Smjör Salt og pipar eftir smekk Aðferð: 1. Leggðu lambamínútusteikurnar á skurðarbretti og skerðu í sneiðina en ekki alla leið og flettu þeim eins og bók svo þær verði þynnri, eða notaðu kjöthamar til að fletja sneiðarnar svo þær verði uþb. 1.5 cm. Þykkar. 2. Settu egg og mjólk í fat og krydfaðu með salt og pipar, þeyttu með gaffli svo eggin samlagist vel mjólkinni. 3. Settu hveiti og rasp í sitthvort fatið og leggðu fötin í röð þar sem hveiti er fyrst og enda á raspinum. 4. Leggðu lambakjötið í hveitið og svo í eggin og síðast í raspinn, endurtaktu þetta þar til allar sneiðarnar eru hjúpðar. 5. Hitaðu pönnu við miðlungshita og settu olíu á pönnuna og leggðu síðan sneiðarnar á pönnuna og steiktu þær þar til fallega brúnar. 6. Settu smá smjör á pönnuna í lokin og láttu það freyða aðeins. 7. Þerraðu sneiðarnar og geymdu þær á heitum stað þar til borðið fram. Kremað hvítkál: Innihald: 300 gr. Hvítkál eða toppkál 2 rif hvítlaukur 2 greinar timian 100 ml. Rjómi 30 gr. Smjör Salt og pipar Aðferð: 1. Saxaðu hvítlauk og timian og hitaðu smá smjör í potti og steiktu aðeins en gættu að brúna ekki laukinn um of. 2. Skerðu hvítkálið í strimla og settu bættu í pottinn og eldaðu aðeins, bættu rjóma og hækkaðu hitann að suðu og haltu suðunni þar til rjóminn þykknar, settu lok á pottinn og lækkaðu hitann og láttu krauma í 10 mínútur. Brúnað smjör með rabbabarasultu: 100 gr. Smjör 2 greinar rósmarín 100 gr. Rabbabara sulta 10 gr. Balsamik edik Aðferð: 1. Hitaðu pott og bræddu smjörið við vægan hita og láttu það krauma þar til að fer að freyða. 2. Pillaðu laufin af rósmarín greinunum og settu það saman við smjörið og leyfðu það steikjast þar til laufin verða stökk. 3. Bættu balsamik edikinu í pottinn ásamt sultunni. Berðu réttin fram með grænu salati eða sprettum. Matur Börn og uppeldi Landbúnaður Lambakjöt Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Jakob eldaði í keppninni lambasnitsel með kremuðu toppkáli og rabbabarasultu í brúnu smjöri á fimmtán mínútum. Hann eldaði svo réttinn aftur í kvöld fyrir fjölskyldu sína. Uppskriftina að sigurréttinum má finna neðst í greininni. „Við vorum að keppast um að elda góðan lambakjötsrétt á korteri, til að sýna að það er auðvelt að finna góðan og einfaldan lambarétt,“ segir Jakob í samtali við fréttastofu. Hann segir uppskriftina hafa verið afrakstur samvinnu hans og föður hans, kokksins Ægis Friðrikssonar, sem stakk upp á því í gær við Jakob að hann tæki þátt í keppninni. Byrjaði að baka fjögurra „Ég kom með hugmyndina að snitseli og pabbi stakk upp á því að hafa rabbabarasultu með. Hitt kom svo bara frá pabba. Það er eitthvað sem honum finnst gott þannig ég prófaði það. Pabbi er kokkur þannig hann veit hvað er gott. Hann er að kenna mér.“ Jakob er að fermast í vor og segir þetta fyrstu kokkakeppnina sína. Hann á von á því að fá jafnvel einhverjar kokkagræjur í fermingargjöf. Snitselið sem Jakob vann keppnina með.Aðsend Jakob byrjaði að baka fjögurra ára. „Þetta hefur bara verið mitt uppáhalds frá því þá,“ segir Jakob sem stefnir á að feta í fótspor föður síns og verða kokkur. „Það er hægt að gera allt. Það er hægt að gera kökur og hægt að gera eitthvað við hvaða tilefni sem er. Svo er það handavinnan sem ég er mikið fyrir,“ segir Jakob um það hvað honum finnst skemmtilegast við að elda. Hann segist elda eftir uppskrift en líka eftir tilfinningu. „Ég set stundum eitthvað út í sem ég veit að gæti verið gott en svo er ég með uppskriftir úr bókum og af netinu.“ Má gera mistök með lambakjöti Keppnin var haldin af Matarmarkaði Íslands, sem stendur yfir um helgina í Hörpu, og Íslensku lambakjöti. „Við viljum sýna að lambið er fljóteldað og auðvelt þegar réttir bitar eru í boði fyrir neytendur. Korter getur vel dugað til að framreiða hollan, fallegan og góðan lambarétt fyrir fjölskylduna og það má gera mistök - því íslenska lambakjötið fyrirgefur,“ sagði í auglýsingu fyrir keppnina. Reglurnar voru nokkuð einfaldar. Keppa mátti sem einstaklingur eða lið og átti hvert lið að leggja upp með að elda rétt sem passaði „uppteknu nútímafólki í dagsins önn“. Allir voru skyldaðir til að nota lamba„mínútusteik“ sem eru þunnar sneiðar úr innralæri lambsins. Elda mátti kjötið hvernig sem er. Keppnishaldari skaffaði áhöld og diska en keppendur áttu að koma með annað hráefni en lambið. Að eldun lokinni átti svo að setja þrjá skammta af lambakjöti á disk fyrir dómnefnd. Dómnefnd gaf svo stig fyrir vinnubrögð, útlit réttarins og bragð. Mesta vægi hafði það síðasta, eða 60 prósent. Uppskriftin að sigurréttinum: Lamba “schnitzel” með kremuðu hvítkáli, brúnuðu rósmarín-smjöri og rabbabarasultu Fyrir fjóra Lamba schnitzel: 500 gr lambamínútusteik (sneiðar úr innanlærisvöðva eða álíka) 2 stk. Egg 100 ml. Mjólk 100 gr. hveiti Olía til steikingar 50 gr. Smjör Salt og pipar eftir smekk Aðferð: 1. Leggðu lambamínútusteikurnar á skurðarbretti og skerðu í sneiðina en ekki alla leið og flettu þeim eins og bók svo þær verði þynnri, eða notaðu kjöthamar til að fletja sneiðarnar svo þær verði uþb. 1.5 cm. Þykkar. 2. Settu egg og mjólk í fat og krydfaðu með salt og pipar, þeyttu með gaffli svo eggin samlagist vel mjólkinni. 3. Settu hveiti og rasp í sitthvort fatið og leggðu fötin í röð þar sem hveiti er fyrst og enda á raspinum. 4. Leggðu lambakjötið í hveitið og svo í eggin og síðast í raspinn, endurtaktu þetta þar til allar sneiðarnar eru hjúpðar. 5. Hitaðu pönnu við miðlungshita og settu olíu á pönnuna og leggðu síðan sneiðarnar á pönnuna og steiktu þær þar til fallega brúnar. 6. Settu smá smjör á pönnuna í lokin og láttu það freyða aðeins. 7. Þerraðu sneiðarnar og geymdu þær á heitum stað þar til borðið fram. Kremað hvítkál: Innihald: 300 gr. Hvítkál eða toppkál 2 rif hvítlaukur 2 greinar timian 100 ml. Rjómi 30 gr. Smjör Salt og pipar Aðferð: 1. Saxaðu hvítlauk og timian og hitaðu smá smjör í potti og steiktu aðeins en gættu að brúna ekki laukinn um of. 2. Skerðu hvítkálið í strimla og settu bættu í pottinn og eldaðu aðeins, bættu rjóma og hækkaðu hitann að suðu og haltu suðunni þar til rjóminn þykknar, settu lok á pottinn og lækkaðu hitann og láttu krauma í 10 mínútur. Brúnað smjör með rabbabarasultu: 100 gr. Smjör 2 greinar rósmarín 100 gr. Rabbabara sulta 10 gr. Balsamik edik Aðferð: 1. Hitaðu pott og bræddu smjörið við vægan hita og láttu það krauma þar til að fer að freyða. 2. Pillaðu laufin af rósmarín greinunum og settu það saman við smjörið og leyfðu það steikjast þar til laufin verða stökk. 3. Bættu balsamik edikinu í pottinn ásamt sultunni. Berðu réttin fram með grænu salati eða sprettum.
Matur Börn og uppeldi Landbúnaður Lambakjöt Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira