Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 19:28 Þórir Jóhann lagði upp sitt annað mark í Serie A á leiktíðinni í kvöld. Andrea Martini/Getty Images Lecce missti niður 2-0 forystu gegn AC Milan í Serie A, efstu deild karla í knattspyrnu á Ítalíu. Lokatölur 2-3 og Mílanó-liðið heldur í von um Meistaradeildarsæti á meðan Lecce er í bullandi fallbaráttu. Eftir að hafa ekki fengið nein tækifæri framan af leiktíð hefur Þórir Jóhann verið að fá fleiri tækifæri undanfarið og byrjað nær alla leiki ársins. Þar var engin breyting á þegar Lecce tók á móti stóriliði AC Milan í kvöld. Hvað leik kvöldsins varðar þá var mark dæmt af gestunum frá Mílanó á fyrstu mínútu leiksins og á þeirri 7. tók Lecce forystuna. Svartfellingurinn Nikola Krstović með markið en íslenski miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason með stoðsendinguna. Aftur tókst gestunum að koma boltanum í netið en aftur var markið dæmt af og staðan 1-0 í hálfleik. Krstović kom Lecce í 2-0 þegar rétt tæp klukkustund var liðin. Krstović again! It's two for Lecce! 🤯#LecceMilan 2-0 pic.twitter.com/1fk2bIEVR0— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 Eftir það vöknuðu gestirnir loksins. Á 68. mínútu var staðan orðin 2-1 eftir sjálfsmark heimamanna. Aðeins fimm mínútum síðar var vítaspyrna dæmd og Christian Pulisic jafnaði metin. Skömmu síðar var Þórir Jóhann tekinn af velli og Pulisic skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu eftir undirbúning Rafael Leão. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-3 á Stadio Via del Mare-vellinum. Milan come back from two down to claim victory! 🔴⚫#LecceMilan pic.twitter.com/HtQw3QKU37— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 AC Milan er í 8. sæti með 44 stig , átta minna en Juventus sem situr í 4. sætinu. Lecce er með 25 stig í 16. sæti, þremur fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Eftir að hafa ekki fengið nein tækifæri framan af leiktíð hefur Þórir Jóhann verið að fá fleiri tækifæri undanfarið og byrjað nær alla leiki ársins. Þar var engin breyting á þegar Lecce tók á móti stóriliði AC Milan í kvöld. Hvað leik kvöldsins varðar þá var mark dæmt af gestunum frá Mílanó á fyrstu mínútu leiksins og á þeirri 7. tók Lecce forystuna. Svartfellingurinn Nikola Krstović með markið en íslenski miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason með stoðsendinguna. Aftur tókst gestunum að koma boltanum í netið en aftur var markið dæmt af og staðan 1-0 í hálfleik. Krstović kom Lecce í 2-0 þegar rétt tæp klukkustund var liðin. Krstović again! It's two for Lecce! 🤯#LecceMilan 2-0 pic.twitter.com/1fk2bIEVR0— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 Eftir það vöknuðu gestirnir loksins. Á 68. mínútu var staðan orðin 2-1 eftir sjálfsmark heimamanna. Aðeins fimm mínútum síðar var vítaspyrna dæmd og Christian Pulisic jafnaði metin. Skömmu síðar var Þórir Jóhann tekinn af velli og Pulisic skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu eftir undirbúning Rafael Leão. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-3 á Stadio Via del Mare-vellinum. Milan come back from two down to claim victory! 🔴⚫#LecceMilan pic.twitter.com/HtQw3QKU37— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 AC Milan er í 8. sæti með 44 stig , átta minna en Juventus sem situr í 4. sætinu. Lecce er með 25 stig í 16. sæti, þremur fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira