Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2025 20:06 Svavar G. Jónsson myndavélasafnari með meiru í Hafnarfirði á ótrúlega flott safn af myndavélum, sem eru til sýnis í sérstökum skápum á veitingastaðnum hans í Hafnarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem fólki dettur í hug þegar kemur að því að safna hlutum en gott dæmi um það er Hafnfirðingur, sem á vel yfir fimm hundruð filmu ljósmyndavélar. Elsta vélin er frá 1896 en uppáhalds myndavél safnarans er sú, sem hann fékk í fermingargjöf þegar hann var þrettán ára gamall. Á veitingastaðnum Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði, sem Svavar G. Jónsson á og rekur er hann með allar myndavélarnar sínar til sýnis í skápum en hann setti sýninguna upp á Safnanótt í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Það sem meira er, Svavar er með sérstaka möppu þar sem hægt er að lesa sig til hverja einustu myndavél, sem hann á. En hvað eru myndavélarnar margar? „525 stykki, þær voru 523 þegar ég opnaði sýninguna en svo bættust tvær við. Fólk er að koma með vélar til mín. Ég segi að þetta sé öldrunarstofnun fyrir myndavélar,” segir Svavar hlæjandi. Hvaðan hefur þú fengið allar þessar myndavélar? „Kúninn hefur verið ansi duglegur að hjálpa mér við þetta. Ég hef náttúrulega keypt eitthvað en byrjaði snemma að safna eða 13 ára gamall,” segir hann. Svavar segist hafa tekið myndir af öllu mögulegu í gegnum árin en hann missti svolítið áhugann þegar digital myndavélarnar komu á markað en hann tekur þó fram að enn sé verið að taka myndir á filmuvélar og það sé að aukast ef eitthvað er. Eigum við að halda upp á svona gamla muni eða hvað? „Já, ekki spurning, þetta er reyndar ekki það eina, sem ég safna af gömlu en þetta er mitt aðalsafn, aðaláhugamálið”, segir Svavar. Uppáhalds myndavél Svavar er vél, sem hann keypti þegar hann var 13 ára gamall. Vélin er í fullkomnu lagi og stefni Svavar á að vera duglegur að taka myndir á hana í sumar. Svo er önnu vél í miklu uppáhaldi hjá honum en sú vél er frá 1896, mjög sjaldgæf vél. Hér er Svavar að smella mynd á uppáhalds myndavélina sína, sem hann keypti 13 ára gamall.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svavar segist þiggja fleiri gamlar myndavélar ef einhverjir eiga í skúffunni eða geymslunni hjá sér en þá er best að koma með þær á Ban Kúnn veitingastaðinn hans á Völlunum í Hafnarfirði, sem er í sama húsnæði og Bónus. Allar myndavélarnar eru til sýnis á veitingastað Svavars í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Söfn Ljósmyndun Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Á veitingastaðnum Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði, sem Svavar G. Jónsson á og rekur er hann með allar myndavélarnar sínar til sýnis í skápum en hann setti sýninguna upp á Safnanótt í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Það sem meira er, Svavar er með sérstaka möppu þar sem hægt er að lesa sig til hverja einustu myndavél, sem hann á. En hvað eru myndavélarnar margar? „525 stykki, þær voru 523 þegar ég opnaði sýninguna en svo bættust tvær við. Fólk er að koma með vélar til mín. Ég segi að þetta sé öldrunarstofnun fyrir myndavélar,” segir Svavar hlæjandi. Hvaðan hefur þú fengið allar þessar myndavélar? „Kúninn hefur verið ansi duglegur að hjálpa mér við þetta. Ég hef náttúrulega keypt eitthvað en byrjaði snemma að safna eða 13 ára gamall,” segir hann. Svavar segist hafa tekið myndir af öllu mögulegu í gegnum árin en hann missti svolítið áhugann þegar digital myndavélarnar komu á markað en hann tekur þó fram að enn sé verið að taka myndir á filmuvélar og það sé að aukast ef eitthvað er. Eigum við að halda upp á svona gamla muni eða hvað? „Já, ekki spurning, þetta er reyndar ekki það eina, sem ég safna af gömlu en þetta er mitt aðalsafn, aðaláhugamálið”, segir Svavar. Uppáhalds myndavél Svavar er vél, sem hann keypti þegar hann var 13 ára gamall. Vélin er í fullkomnu lagi og stefni Svavar á að vera duglegur að taka myndir á hana í sumar. Svo er önnu vél í miklu uppáhaldi hjá honum en sú vél er frá 1896, mjög sjaldgæf vél. Hér er Svavar að smella mynd á uppáhalds myndavélina sína, sem hann keypti 13 ára gamall.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svavar segist þiggja fleiri gamlar myndavélar ef einhverjir eiga í skúffunni eða geymslunni hjá sér en þá er best að koma með þær á Ban Kúnn veitingastaðinn hans á Völlunum í Hafnarfirði, sem er í sama húsnæði og Bónus. Allar myndavélarnar eru til sýnis á veitingastað Svavars í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Söfn Ljósmyndun Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira