Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir og Gunnar Ásgrímsson skrifa 8. mars 2025 15:30 Innan fárra daga munu starfsfólk og stúdentar kjósa sér nýjan leiðtoga til næstu fimm ára. Fyrir okkur er valið augljóst og einfalt: Við munum kjósa Kolbrúnu Pálsdóttur. Kolbrún hefur sýnt í verki hvernig leiðtogi hún er innan Háskólans. Við höfum bæði starfað með henni í stjórn Menntavísindasviðs og séð leiðtogahæfni hennar í verki. Hún er öflugur leiðtogi sem hlustar á mann, tekur málin föstum tökum og leggur áherslu á að stúdentar og starfsfólk fái rödd. Kolbrún ræðir ekki einungis um breytingar, heldur finnur hún leiðir til að koma þeim í framkvæmd. Það sem við viljum vekja sérstaka athygli á er að hve mikill árangur hefur náðst undir forystu Kolbrúnar í því að efla kennaramenntun og fjölga brautskráðum kennurum. Brautryðjandinn Kolbrún Háskóli Íslands stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum næstu árin, við þurfum rektor sem skilur Háskólann og hefur þegar sýnt að hann ræður við að stýra honum í átt að bjartri framtíð. Eitt af því sem einkennir Kolbrúnu er metnaður hennar fyrir því að Háskólinn nái árangri og það hefur nýst Menntavísindasviði ákaflega vel að hafa hana í forystu. Hún hefur ávallt stutt við og rutt veginn fyrir mikilvægum breytingum og nýjungum í kennaramenntun. Á meðal þess má nefna: - Fagháskólanám í leikskólafræðum eflt og boðið á landsvísu. - Raunfærnimat í leikskólakennaranámi innleitt 2021, gerir háskólanemum með starfsreynslu kleift að fá hæfni og þekkingu metna til háskólaeininga. -Breytt kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi í formi háskólamorgna til að auðvelda nám með starfi. -Master of Teaching (MT), nýtt meistaranám án rannsóknartengds lokaverkefnis, í boði frá 2021. -Íslenskubrú ætluð háskólanemum með annað heimamál en íslensku til að fjölga kennurum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Þá átti Kolbrún ríkan þátt í því að jafnréttis- og kynjafræðsla hefur verið fest í sessi í öllum deildum sviðsins. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem kemur breytingum í framkvæmd Við treystum Kolbrúnu því við vitum hvað hún stendur fyrir. Hún vinnur ekki í tómarúmi heldur hlustar hún á fólkið í kringum sig og tekur mið af þeirra ólíku sjónarmiðum og skoðunum. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem nýtir sér kraft fjöldans og lætur hlutina gerist. Kolbrún hefur sýnt að hún er hefur áræði til að hrinda breytingum í framkvæmd, hugmyndaflug til að búa til nýjar lausnir og tryggja að þær skili árangri. Háskólinn þarf rektor sem sér tækifærin og nýtir sér þau. Þess vegna ætlum við að kjósa hana og við hvetjum ykkur til að gera slíkt hið sama. Höfundar eru annars vegar kennaranemi og fyrrum meðlimur sviðsráðs Menntavísindasviðs og hins vegar kennaranemi og formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Innan fárra daga munu starfsfólk og stúdentar kjósa sér nýjan leiðtoga til næstu fimm ára. Fyrir okkur er valið augljóst og einfalt: Við munum kjósa Kolbrúnu Pálsdóttur. Kolbrún hefur sýnt í verki hvernig leiðtogi hún er innan Háskólans. Við höfum bæði starfað með henni í stjórn Menntavísindasviðs og séð leiðtogahæfni hennar í verki. Hún er öflugur leiðtogi sem hlustar á mann, tekur málin föstum tökum og leggur áherslu á að stúdentar og starfsfólk fái rödd. Kolbrún ræðir ekki einungis um breytingar, heldur finnur hún leiðir til að koma þeim í framkvæmd. Það sem við viljum vekja sérstaka athygli á er að hve mikill árangur hefur náðst undir forystu Kolbrúnar í því að efla kennaramenntun og fjölga brautskráðum kennurum. Brautryðjandinn Kolbrún Háskóli Íslands stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum næstu árin, við þurfum rektor sem skilur Háskólann og hefur þegar sýnt að hann ræður við að stýra honum í átt að bjartri framtíð. Eitt af því sem einkennir Kolbrúnu er metnaður hennar fyrir því að Háskólinn nái árangri og það hefur nýst Menntavísindasviði ákaflega vel að hafa hana í forystu. Hún hefur ávallt stutt við og rutt veginn fyrir mikilvægum breytingum og nýjungum í kennaramenntun. Á meðal þess má nefna: - Fagháskólanám í leikskólafræðum eflt og boðið á landsvísu. - Raunfærnimat í leikskólakennaranámi innleitt 2021, gerir háskólanemum með starfsreynslu kleift að fá hæfni og þekkingu metna til háskólaeininga. -Breytt kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi í formi háskólamorgna til að auðvelda nám með starfi. -Master of Teaching (MT), nýtt meistaranám án rannsóknartengds lokaverkefnis, í boði frá 2021. -Íslenskubrú ætluð háskólanemum með annað heimamál en íslensku til að fjölga kennurum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Þá átti Kolbrún ríkan þátt í því að jafnréttis- og kynjafræðsla hefur verið fest í sessi í öllum deildum sviðsins. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem kemur breytingum í framkvæmd Við treystum Kolbrúnu því við vitum hvað hún stendur fyrir. Hún vinnur ekki í tómarúmi heldur hlustar hún á fólkið í kringum sig og tekur mið af þeirra ólíku sjónarmiðum og skoðunum. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem nýtir sér kraft fjöldans og lætur hlutina gerist. Kolbrún hefur sýnt að hún er hefur áræði til að hrinda breytingum í framkvæmd, hugmyndaflug til að búa til nýjar lausnir og tryggja að þær skili árangri. Háskólinn þarf rektor sem sér tækifærin og nýtir sér þau. Þess vegna ætlum við að kjósa hana og við hvetjum ykkur til að gera slíkt hið sama. Höfundar eru annars vegar kennaranemi og fyrrum meðlimur sviðsráðs Menntavísindasviðs og hins vegar kennaranemi og formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar