Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar 8. mars 2025 14:01 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna síðustu 100 ár hafa baráttusamtök kvenna krafist friðar og jafnréttis. Barist hefur verið fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum samfélagsins og krafan um launajafnrétti kynja og að jafnverðmætum störfum skuli greidd jöfn laun, hefur verið hávær í gegnum áratugina. Undanfarnar vikur hefur farið nokkuð fyrir umfjöllun um virðismatskerfi einkum í tengslum við kjarasamninga kennara. Í því samhengi hefur verið lögð áhersla á að virðismatskerfi séu eða geti verið tæki til að ná fram launajafnrétti. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þessi virðismatskerfi og hvernig þau geti stuðlað að launajafnrétti. Launasetning á málefnalegum grunni Í launasetningu felst mat á virði starfs fyrir launagreiðanda. Slíkt mat getur byggt á alls kyns viðmiðum sem eru mismálefnaleg. Það er til dæmis ekki málefnalegt að ákveða laun fólks út frá því hvað liði í ensku deildinni það heldur með, frændsemi, hjúskaparstöðu eða öðrum breytum sem koma starfinu ekki við. Það er aftur á móti málefnalegt að líta til þeirrar þekkingar og færni sem starf gerir kröfu um, þeirrar ábyrgðar og því álagi sem það felur í sér og þess vinnuumhverfis sem starfið er unnið innan. Jafnréttislög og alþjóðlegar skuldbindingar gera kröfu um að þau viðmið sem launasetning byggir á séu málefnaleg, feli ekki í sér mismunun og séu til þess fallin að jafnverðmætum störfum fylgi jöfn laun og kjör. Virðismatskerfi Það má hugsa sér atvinnurekanda þar sem launaákvarðanir, og þar af leiðandi virðismat starfa, byggja á stjórnunarreynslu, ábyrgð á fjármunum og ábyrgð á eignum. Mat starfa út frá slíkum þáttum endurspegla störf í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð mun betur en störf í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu því horft er fram hjá mikilvægum matsþáttum eins og samskiptafærni, tilfinningalegu álagi og ábyrgð á velferð fólks. Virðismatskerfi eru í raun safn vel skilgreindra viðmiða sem endurspegla fjölbreytt störf, og hægt er að byggja heildstætt mat starfa á til grundvallar launasetningu. Það er í vali á matsþáttum sem galdurinn liggur. Viðmiðin eða matsþættirnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika starfa og endurspegla þætti í störfum í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu til jafns við þætti í störfum í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Ef það tekst fáum við virðismatskerfi sem stuðlar að sanngjarnri og málefnalegri launasetningu í þágu launajafnréttis. Virðismatskerfi til að leiðrétta vanmat hefðbundinna kvennastarfa Þessi aðferðafræði er ekki ný af nálinni. Grunnlaunasetning sveitarfélaga hefur byggt að stórum hluta á starfsmatskerfi (sem er virðismatskerfi) í um aldarfjórðung sem hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Rannsóknir sýna að launamunur kynja meðal starfsfólks sveitarfélaga er um helmingi minni en meðal starfsfólks ríkisins og þriðjungur af launamun starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar, til þess að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum og að hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en hefðbundin karlastörf. Virðismatskerfi eru notuð víða um heim til að jafna leikinn og leiðrétta vanmat starfa í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu. Með því að meta öll störf, bæði hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf, út frá sömu viðmiðum í vel útfærðu virðismatskerfi má leiðrétta vanmat kvennastarfa og stuðla þannig að sanngjarnri launasetningu í þágu launajafnréttis. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna. Framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna síðustu 100 ár hafa baráttusamtök kvenna krafist friðar og jafnréttis. Barist hefur verið fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum samfélagsins og krafan um launajafnrétti kynja og að jafnverðmætum störfum skuli greidd jöfn laun, hefur verið hávær í gegnum áratugina. Undanfarnar vikur hefur farið nokkuð fyrir umfjöllun um virðismatskerfi einkum í tengslum við kjarasamninga kennara. Í því samhengi hefur verið lögð áhersla á að virðismatskerfi séu eða geti verið tæki til að ná fram launajafnrétti. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þessi virðismatskerfi og hvernig þau geti stuðlað að launajafnrétti. Launasetning á málefnalegum grunni Í launasetningu felst mat á virði starfs fyrir launagreiðanda. Slíkt mat getur byggt á alls kyns viðmiðum sem eru mismálefnaleg. Það er til dæmis ekki málefnalegt að ákveða laun fólks út frá því hvað liði í ensku deildinni það heldur með, frændsemi, hjúskaparstöðu eða öðrum breytum sem koma starfinu ekki við. Það er aftur á móti málefnalegt að líta til þeirrar þekkingar og færni sem starf gerir kröfu um, þeirrar ábyrgðar og því álagi sem það felur í sér og þess vinnuumhverfis sem starfið er unnið innan. Jafnréttislög og alþjóðlegar skuldbindingar gera kröfu um að þau viðmið sem launasetning byggir á séu málefnaleg, feli ekki í sér mismunun og séu til þess fallin að jafnverðmætum störfum fylgi jöfn laun og kjör. Virðismatskerfi Það má hugsa sér atvinnurekanda þar sem launaákvarðanir, og þar af leiðandi virðismat starfa, byggja á stjórnunarreynslu, ábyrgð á fjármunum og ábyrgð á eignum. Mat starfa út frá slíkum þáttum endurspegla störf í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð mun betur en störf í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu því horft er fram hjá mikilvægum matsþáttum eins og samskiptafærni, tilfinningalegu álagi og ábyrgð á velferð fólks. Virðismatskerfi eru í raun safn vel skilgreindra viðmiða sem endurspegla fjölbreytt störf, og hægt er að byggja heildstætt mat starfa á til grundvallar launasetningu. Það er í vali á matsþáttum sem galdurinn liggur. Viðmiðin eða matsþættirnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika starfa og endurspegla þætti í störfum í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu til jafns við þætti í störfum í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Ef það tekst fáum við virðismatskerfi sem stuðlar að sanngjarnri og málefnalegri launasetningu í þágu launajafnréttis. Virðismatskerfi til að leiðrétta vanmat hefðbundinna kvennastarfa Þessi aðferðafræði er ekki ný af nálinni. Grunnlaunasetning sveitarfélaga hefur byggt að stórum hluta á starfsmatskerfi (sem er virðismatskerfi) í um aldarfjórðung sem hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Rannsóknir sýna að launamunur kynja meðal starfsfólks sveitarfélaga er um helmingi minni en meðal starfsfólks ríkisins og þriðjungur af launamun starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar, til þess að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum og að hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en hefðbundin karlastörf. Virðismatskerfi eru notuð víða um heim til að jafna leikinn og leiðrétta vanmat starfa í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu. Með því að meta öll störf, bæði hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf, út frá sömu viðmiðum í vel útfærðu virðismatskerfi má leiðrétta vanmat kvennastarfa og stuðla þannig að sanngjarnri launasetningu í þágu launajafnréttis. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna. Framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun