Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 14:30 UN Women stendur fyrir herferðinn March Forward sem fer af stað með viðburði í Sjálfstæðissalnum klukkan 15 í dag. UN Women UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferðinni „March Forward“ til að hvetja fólk til að taka afstöðu til gegn bakslagi mannréttinda kvenna og hinsegin fólks. Herferðinni verður ýtt úr vör í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á viðburði í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Kynnar á viðburðinum verða Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson. Á dagskrá viðburðarins munu Domus Vox, Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavíkur og Skólakór Kársness syngja saman og hefur sérstakur tónlistargjörningur verið skapaður í tilefni dagsins. Erindi og hugvekjur verða fluttar og meðal ræðumanna verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka, Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundur og Grace Achieng athafnakona. Lesa má um dagskrána nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Viðburðurinn hefst klukkan 15, húsið opnar 14:30 og stendur dagskráin yfir til 17. Vísir verður með beint streymi frá viðburðinum sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Fimmtíu ár frá tímamótum „March Forward er alþjóðlegt átak sem leitt er af UN Women á Íslandi og er markmið þess að skapa hreyfingu sem sameinar fólk til að taka afstöðu gegn bakslaginu sem orðið hefur í jafnréttismálum á heimsvísu og þeirri alvarlegu afturför kynjajafnréttis sem á sér stað í heiminum,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Átakið fer fram á tímamótum í baráttu fyrir jafnrétti og er hluti af mikilvægu afmælisári þar sem fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975, þrjátíu ár eru frá samþykkt Peking-sáttmálans og fimmtán ár eru frá stofnun UN Women. Allar þrettán landsnefndir UN Women taka þátt í átakinu, sem og höfuðstöðvar UN Women í New York og landsskrifstofur UN Women um allan heim. „Ísland er það land í heiminum sem er næst því að ná fullkomnu kynjajafnrétti og það er okkar markmið að Ísland haldi þeirri vegferð áfram og verði fyrsta landið í sögu mannkyns þar sem konur og hinsegin fólk býr við jafnan rétt, öryggi og tækifæri. Þetta er ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi leiðir þessa heimsherferð og með stuðningi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í tilkynningu. Mannréttindi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kynnar á viðburðinum verða Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson. Á dagskrá viðburðarins munu Domus Vox, Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavíkur og Skólakór Kársness syngja saman og hefur sérstakur tónlistargjörningur verið skapaður í tilefni dagsins. Erindi og hugvekjur verða fluttar og meðal ræðumanna verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka, Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundur og Grace Achieng athafnakona. Lesa má um dagskrána nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Viðburðurinn hefst klukkan 15, húsið opnar 14:30 og stendur dagskráin yfir til 17. Vísir verður með beint streymi frá viðburðinum sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Fimmtíu ár frá tímamótum „March Forward er alþjóðlegt átak sem leitt er af UN Women á Íslandi og er markmið þess að skapa hreyfingu sem sameinar fólk til að taka afstöðu gegn bakslaginu sem orðið hefur í jafnréttismálum á heimsvísu og þeirri alvarlegu afturför kynjajafnréttis sem á sér stað í heiminum,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Átakið fer fram á tímamótum í baráttu fyrir jafnrétti og er hluti af mikilvægu afmælisári þar sem fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975, þrjátíu ár eru frá samþykkt Peking-sáttmálans og fimmtán ár eru frá stofnun UN Women. Allar þrettán landsnefndir UN Women taka þátt í átakinu, sem og höfuðstöðvar UN Women í New York og landsskrifstofur UN Women um allan heim. „Ísland er það land í heiminum sem er næst því að ná fullkomnu kynjajafnrétti og það er okkar markmið að Ísland haldi þeirri vegferð áfram og verði fyrsta landið í sögu mannkyns þar sem konur og hinsegin fólk býr við jafnan rétt, öryggi og tækifæri. Þetta er ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi leiðir þessa heimsherferð og með stuðningi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í tilkynningu.
Mannréttindi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira