Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Lillý Valgerður Pétursdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 7. mars 2025 18:57 Vísir/Lýður Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á sögulegum neyðarfundi í Brussel í gær til að ræða öryggis og varnarmál í Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eftir að hann tók við embætti gert ráðamönnum í Evrópu ljóst að þeir geti ekki reitt sig á sama hátt á Bandaríkin og áður þegar kemur að varnarmálum heldur þurfi að efla sínar varnir sjálfir. Vendingarnar hafa verið tíðar í heimsmálunum undanfarið og margir uggandi. Í vikunni frystu Bandaríkin alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna eftir hitafund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í vikunni áður. Í dag hótaði Trump svo Rússum bæði refsiaðgerðum og tollum eftir árásir þeirra á Úkraínu í nótt. Hann sagðist þó jafnframt trúa að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji frið. Evrópusambandið telur að bregðast þurfi breyttri stöðu og tilkynnti í gær að rúmir 118 þúsund milljarðar króna verði settir í varnarmál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í morgun fjarfund með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands þar sem farið var yfir hvernig þetta fjármagn verði notað. „Þetta eru auðvitað lönd sem eru í NATO líka og ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ segir Kristrún. Trump hefur sagt til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en 2 prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Varnarsamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld. Kristrún segir yfirlýsingar Trump undanfarið ekki hafa áhrif á hana. „Varnarsamningurinn stendur sterkt og við eigum í góðum samskiptum við Bandaríkin. Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ segir hún. Þá þurfi Íslendingar að vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað. Við höfum ákveðið verk að vinna. Við getum styrkt okkur. Við getum styrkt okkur í gegnum Landhelgisgæslunnar. Við getum styrkt okkur í gegnum lögregluna. Þannig það skiptir máli fyrir okkur að sýna að við töku stöðuna alvarlega,“ segir Kristrún. NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á sögulegum neyðarfundi í Brussel í gær til að ræða öryggis og varnarmál í Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eftir að hann tók við embætti gert ráðamönnum í Evrópu ljóst að þeir geti ekki reitt sig á sama hátt á Bandaríkin og áður þegar kemur að varnarmálum heldur þurfi að efla sínar varnir sjálfir. Vendingarnar hafa verið tíðar í heimsmálunum undanfarið og margir uggandi. Í vikunni frystu Bandaríkin alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna eftir hitafund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í vikunni áður. Í dag hótaði Trump svo Rússum bæði refsiaðgerðum og tollum eftir árásir þeirra á Úkraínu í nótt. Hann sagðist þó jafnframt trúa að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji frið. Evrópusambandið telur að bregðast þurfi breyttri stöðu og tilkynnti í gær að rúmir 118 þúsund milljarðar króna verði settir í varnarmál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í morgun fjarfund með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands þar sem farið var yfir hvernig þetta fjármagn verði notað. „Þetta eru auðvitað lönd sem eru í NATO líka og ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ segir Kristrún. Trump hefur sagt til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en 2 prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Varnarsamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld. Kristrún segir yfirlýsingar Trump undanfarið ekki hafa áhrif á hana. „Varnarsamningurinn stendur sterkt og við eigum í góðum samskiptum við Bandaríkin. Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ segir hún. Þá þurfi Íslendingar að vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað. Við höfum ákveðið verk að vinna. Við getum styrkt okkur. Við getum styrkt okkur í gegnum Landhelgisgæslunnar. Við getum styrkt okkur í gegnum lögregluna. Þannig það skiptir máli fyrir okkur að sýna að við töku stöðuna alvarlega,“ segir Kristrún.
NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira