Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 8. mars 2025 07:00 Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinuþar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar. Rétt er að ávarpa þetta og skýra nánar þær hugmyndir sem við leggjum til að bættu fjölmiðlaumhverfi. Fyrst heldur Þórður því fram að megininntak lausna Viðskiptaráðs sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Það er sérstakt að halda því fram í ljósi þess að þetta eru aðeins tvær af fjórum tillögum ráðsins. Hann skautar framhjá veigamestu tillögunni um að settur verði á fót samkeppnissjóður um innlenda dagskrárgerð, en ráðið áætlar að hún myndi skila 3 ma. kr. í auknar tekjur til einkarekinna miðla. Næst segir segir Þórður: „Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg“, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé vissa um að núverandi auglýsingatekjur RÚV skili sér til innlendra miðla hverfi ríkismiðillinn af auglýsingamarkaði. Þessu er svarað í úttekt ráðsins. Við áætlum að 51% af núverandi auglýsingatekjum RÚV renni til innlendra fjölmiðla, en sú forsenda byggir á núverandi skiptingu íslenska auglýsingamarkaðarins milli innlendra og erlendra miðla. Það myndi þýða 1,3 ma. kr. tekjuaukningu innlendra einkarekinna fjölmiðla. Tillagan myndi því hafa gríðarlega jákvæð áhrif á miðlana sem um ræðir, þótt hún leysi ekki öll vandamál þeirra, enda er því hvergi haldið fram. Í þessu samhengi segir Þórður svo að margir auglýsendur og auglýsingaframleiðendur séu mjög á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði. Það er skiljanleg afstaða auglýsingastofa að vilja síður missa einn stærsta einstaka vettvang til birtinga á auglýsingum af markaðnum. Það sem er þó erfiðara að skilja er hvers vegna Þórður tekur sér stöðu með þeim í stað þess að styðja við breytingu sem myndi efla einkarekna fjölmiðla og auka tekjuöflunarmöguleika þeirra. En það sem vekur helst athygli er það sem ekki er að finna í grein Þórðar Snæs. Í grein sinni ávarpar hann hvorki mikla fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði hérlendis né hvaða breytinga sé þörf til að rétta af stöðu einkarekinna miðla. Fíllinn í fjölmiðlastofunni er nefnilega Ríkisútvarpið. Markaðshlutdeild ríkismiðilsins hér á landi er þreföld á við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur RÚV einn ríkismiðla á Norðurlöndunum heimild til auglýsingasölu. Ísland sker sig því úr þegar kemur að umfangi og neikvæðum áhrifum ríkismiðilsins á samkeppni. Þórður lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki.“Um þessi markmið erum við hjá Viðskiptaráði og Þórður sammála. Munurinn á okkur og honum er hins vegar sá að við höfum lagt fram útfærðar tillögur að því hvernig ná megi þessum markmiðum. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinuþar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar. Rétt er að ávarpa þetta og skýra nánar þær hugmyndir sem við leggjum til að bættu fjölmiðlaumhverfi. Fyrst heldur Þórður því fram að megininntak lausna Viðskiptaráðs sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Það er sérstakt að halda því fram í ljósi þess að þetta eru aðeins tvær af fjórum tillögum ráðsins. Hann skautar framhjá veigamestu tillögunni um að settur verði á fót samkeppnissjóður um innlenda dagskrárgerð, en ráðið áætlar að hún myndi skila 3 ma. kr. í auknar tekjur til einkarekinna miðla. Næst segir segir Þórður: „Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg“, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé vissa um að núverandi auglýsingatekjur RÚV skili sér til innlendra miðla hverfi ríkismiðillinn af auglýsingamarkaði. Þessu er svarað í úttekt ráðsins. Við áætlum að 51% af núverandi auglýsingatekjum RÚV renni til innlendra fjölmiðla, en sú forsenda byggir á núverandi skiptingu íslenska auglýsingamarkaðarins milli innlendra og erlendra miðla. Það myndi þýða 1,3 ma. kr. tekjuaukningu innlendra einkarekinna fjölmiðla. Tillagan myndi því hafa gríðarlega jákvæð áhrif á miðlana sem um ræðir, þótt hún leysi ekki öll vandamál þeirra, enda er því hvergi haldið fram. Í þessu samhengi segir Þórður svo að margir auglýsendur og auglýsingaframleiðendur séu mjög á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði. Það er skiljanleg afstaða auglýsingastofa að vilja síður missa einn stærsta einstaka vettvang til birtinga á auglýsingum af markaðnum. Það sem er þó erfiðara að skilja er hvers vegna Þórður tekur sér stöðu með þeim í stað þess að styðja við breytingu sem myndi efla einkarekna fjölmiðla og auka tekjuöflunarmöguleika þeirra. En það sem vekur helst athygli er það sem ekki er að finna í grein Þórðar Snæs. Í grein sinni ávarpar hann hvorki mikla fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði hérlendis né hvaða breytinga sé þörf til að rétta af stöðu einkarekinna miðla. Fíllinn í fjölmiðlastofunni er nefnilega Ríkisútvarpið. Markaðshlutdeild ríkismiðilsins hér á landi er þreföld á við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur RÚV einn ríkismiðla á Norðurlöndunum heimild til auglýsingasölu. Ísland sker sig því úr þegar kemur að umfangi og neikvæðum áhrifum ríkismiðilsins á samkeppni. Þórður lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki.“Um þessi markmið erum við hjá Viðskiptaráði og Þórður sammála. Munurinn á okkur og honum er hins vegar sá að við höfum lagt fram útfærðar tillögur að því hvernig ná megi þessum markmiðum. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun