Mannskæð átök í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 14:13 Víða hefur verið mótmælt í Sýrlandi. Eftir því hvar mótmælin hafa verið haldin haffa þau annað hvort verið til stuðnings nýrrar ríkisstjórnar eða gegn henni. AFP/Ho Sana Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið stjórn á nokkrum þorpum og bæjum í héruðunum í nótt. Ráðamenn í Sýrlandi segja umrædda uppreisnarmenn vera leifar stjórnarhers Assads og er búið að setja á útgöngubann í báðum héruðum. Fregnir eru á miklu reiki og þar til viðbótar hefur alls kyns áróður verið umfangsmikill í Sýrlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Fregnir hafa þó borist af því að tugir séu látnir og hafa vopnaðir menn á vegum nýrra stjórnvalda Sýrlands verið sakaðir um hefndaraðgerðir vegna árásanna. Í samtali við Reuters segja íbúar í Lataíkíaborg að skotbardagar hafi átt sér stað um langt skeið. Svipaðar fregnir hafa borist annars staðar frá og virðist sem öryggissveitir hafi haft yfirhöndina. Ásakanir um hefndaraðgerðir Myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna fjölda líka á götum þorpa í Latakía en þar eiga menn að hafa verið teknir af lífi af öryggissveitum, eftir að liðsauki barst. Í frétt New York Times er vitnað í ríkismiðla þar sem fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir heima hjá sér meðan öryggissveitir leita uppreisnarmanna. Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum. Margir Alavítar úr stjórnarher Assads hafa gefið sig fram og afhent nýjum yfirvöldum vopn sín á undanförnum mánuðum en aðrir hafa myndað uppreisnarhópa og gert skyndiárásir gegn öryggissveitum. Þær árásir náðu ákveðnu hámarki í gær. Sýrland Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið stjórn á nokkrum þorpum og bæjum í héruðunum í nótt. Ráðamenn í Sýrlandi segja umrædda uppreisnarmenn vera leifar stjórnarhers Assads og er búið að setja á útgöngubann í báðum héruðum. Fregnir eru á miklu reiki og þar til viðbótar hefur alls kyns áróður verið umfangsmikill í Sýrlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Fregnir hafa þó borist af því að tugir séu látnir og hafa vopnaðir menn á vegum nýrra stjórnvalda Sýrlands verið sakaðir um hefndaraðgerðir vegna árásanna. Í samtali við Reuters segja íbúar í Lataíkíaborg að skotbardagar hafi átt sér stað um langt skeið. Svipaðar fregnir hafa borist annars staðar frá og virðist sem öryggissveitir hafi haft yfirhöndina. Ásakanir um hefndaraðgerðir Myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna fjölda líka á götum þorpa í Latakía en þar eiga menn að hafa verið teknir af lífi af öryggissveitum, eftir að liðsauki barst. Í frétt New York Times er vitnað í ríkismiðla þar sem fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir heima hjá sér meðan öryggissveitir leita uppreisnarmanna. Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum. Margir Alavítar úr stjórnarher Assads hafa gefið sig fram og afhent nýjum yfirvöldum vopn sín á undanförnum mánuðum en aðrir hafa myndað uppreisnarhópa og gert skyndiárásir gegn öryggissveitum. Þær árásir náðu ákveðnu hámarki í gær.
Sýrland Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02
Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41