Mannskæð átök í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 14:13 Víða hefur verið mótmælt í Sýrlandi. Eftir því hvar mótmælin hafa verið haldin haffa þau annað hvort verið til stuðnings nýrrar ríkisstjórnar eða gegn henni. AFP/Ho Sana Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið stjórn á nokkrum þorpum og bæjum í héruðunum í nótt. Ráðamenn í Sýrlandi segja umrædda uppreisnarmenn vera leifar stjórnarhers Assads og er búið að setja á útgöngubann í báðum héruðum. Fregnir eru á miklu reiki og þar til viðbótar hefur alls kyns áróður verið umfangsmikill í Sýrlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Fregnir hafa þó borist af því að tugir séu látnir og hafa vopnaðir menn á vegum nýrra stjórnvalda Sýrlands verið sakaðir um hefndaraðgerðir vegna árásanna. Í samtali við Reuters segja íbúar í Lataíkíaborg að skotbardagar hafi átt sér stað um langt skeið. Svipaðar fregnir hafa borist annars staðar frá og virðist sem öryggissveitir hafi haft yfirhöndina. Ásakanir um hefndaraðgerðir Myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna fjölda líka á götum þorpa í Latakía en þar eiga menn að hafa verið teknir af lífi af öryggissveitum, eftir að liðsauki barst. Í frétt New York Times er vitnað í ríkismiðla þar sem fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir heima hjá sér meðan öryggissveitir leita uppreisnarmanna. Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum. Margir Alavítar úr stjórnarher Assads hafa gefið sig fram og afhent nýjum yfirvöldum vopn sín á undanförnum mánuðum en aðrir hafa myndað uppreisnarhópa og gert skyndiárásir gegn öryggissveitum. Þær árásir náðu ákveðnu hámarki í gær. Sýrland Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið stjórn á nokkrum þorpum og bæjum í héruðunum í nótt. Ráðamenn í Sýrlandi segja umrædda uppreisnarmenn vera leifar stjórnarhers Assads og er búið að setja á útgöngubann í báðum héruðum. Fregnir eru á miklu reiki og þar til viðbótar hefur alls kyns áróður verið umfangsmikill í Sýrlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Fregnir hafa þó borist af því að tugir séu látnir og hafa vopnaðir menn á vegum nýrra stjórnvalda Sýrlands verið sakaðir um hefndaraðgerðir vegna árásanna. Í samtali við Reuters segja íbúar í Lataíkíaborg að skotbardagar hafi átt sér stað um langt skeið. Svipaðar fregnir hafa borist annars staðar frá og virðist sem öryggissveitir hafi haft yfirhöndina. Ásakanir um hefndaraðgerðir Myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna fjölda líka á götum þorpa í Latakía en þar eiga menn að hafa verið teknir af lífi af öryggissveitum, eftir að liðsauki barst. Í frétt New York Times er vitnað í ríkismiðla þar sem fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir heima hjá sér meðan öryggissveitir leita uppreisnarmanna. Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum. Margir Alavítar úr stjórnarher Assads hafa gefið sig fram og afhent nýjum yfirvöldum vopn sín á undanförnum mánuðum en aðrir hafa myndað uppreisnarhópa og gert skyndiárásir gegn öryggissveitum. Þær árásir náðu ákveðnu hámarki í gær.
Sýrland Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02
Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41