Um ábyrgð sveitarstjórna gagnvart almannahagsmunum Skírnir Garðarsson skrifar 7. mars 2025 11:02 Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til farar um land og vötn. Þannig eru nú lög um náttúruvernd og almannahagsmuni borgaranna, sett til að tryggja rétt almennings til frjálsra ferða án þess að eiga á hættu að fá á sig hótanir um lögregluaðgerðir. Ef hins vegar sveitarstjórar, oddvitar eða aðrir heimamenn tak þátt í að hamla og tálma almenningi ferðir um landið er hætta á ferðum. Svoleiðis hegðun hlýtur að teljast brot á almennum hegningarlögum, 225 grein, (brot gegn frjálsræði manna). Þetta hlýtur einnig að teljast brot á lögum nr. 60, 10. apríl 2013 (um almannarétt og náttúruvernd). Undanfarin ár hafa heilu jarðirnar, oft með vatns- eða veiðiréttindum, komist í eigu fjárfesta, útlendra auðmanna, eða braskara. Þá eru oftar en ekki settir upp hengilásar, skilti og jafnvel öryggismyndavélar, til þess eins að fæla sauðsvartann almenning frá, því slíku liði er illa við að borgarar landsins séu að þvælast um. Sums staðar hafa heimamenn, jafnvel sveitarstjórarnir sjálfir, tekið þátt í undirlægjuháttinum, því ekki má styggja þá sem ríkir eru af peningum eða jarðnæði, það er gömul saga og ný. Einni undantekningu man ég þó eftir þegar sveitarstjóri Mýrdalshrepps lét hafa eftir sér að hann gæti ómögulega borið virðingu fyrir útlendum auðmanni sem keypt hafði upp heila jörð í Mýrdalnum og hafði sá formlega óskað eftir því að fá að hafa hana í friði, en á landi auðjöfursins eru mikil vatns- og veiðiréttindi. Rök sveitarstjórans voru skýr, "hvernig á maður að bera virðingu fyrir einhverjum sem maður hefur aldrei séð?. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps á þakkir inni hjá mér og öðrum vegna þess arna. Sömu sögu er ekki að segja um oddvita tveggja sveita fyrir vestan norðan, nefnilega Dalabyggðar og Langanesbyggðar, en báðir hafa sýnd af sér hreinan undirlæjuhátt gagnvart frekjudöllum sem hafa horn í síðu almennings. Rök oddvitanna eru "að braskararnir verði í skjóli auðs síns að hafa sína hentisemi" og að þeir "verði að fá að hafa sínar skoðanir í friði", eins og oddviti Langanesbyggðar orðar það snilldarlega í skilaboðum til undirritaðs nýverið. Svona lagað gengur ekki og má segja að þarna sé um að ræða algert rugl, en svona pótindátar eru náttúrulega bara að sýna almenningi köldu hliðina. Ég hvet almenning til að kynna sér réttindi sín og fara að dæmi sveitarstjóra Mýrdalshrepps, sem reyndar er einhver sá óhræddasti og beinskeyttasti sveitarstjórnarmaður sem ég veit að nefna. Góða ferð um lönd og strönd góðir hálsar. Höfundur er prestur og áhugamaður um útivist, (þó ekki strangar fjallgöngur). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til farar um land og vötn. Þannig eru nú lög um náttúruvernd og almannahagsmuni borgaranna, sett til að tryggja rétt almennings til frjálsra ferða án þess að eiga á hættu að fá á sig hótanir um lögregluaðgerðir. Ef hins vegar sveitarstjórar, oddvitar eða aðrir heimamenn tak þátt í að hamla og tálma almenningi ferðir um landið er hætta á ferðum. Svoleiðis hegðun hlýtur að teljast brot á almennum hegningarlögum, 225 grein, (brot gegn frjálsræði manna). Þetta hlýtur einnig að teljast brot á lögum nr. 60, 10. apríl 2013 (um almannarétt og náttúruvernd). Undanfarin ár hafa heilu jarðirnar, oft með vatns- eða veiðiréttindum, komist í eigu fjárfesta, útlendra auðmanna, eða braskara. Þá eru oftar en ekki settir upp hengilásar, skilti og jafnvel öryggismyndavélar, til þess eins að fæla sauðsvartann almenning frá, því slíku liði er illa við að borgarar landsins séu að þvælast um. Sums staðar hafa heimamenn, jafnvel sveitarstjórarnir sjálfir, tekið þátt í undirlægjuháttinum, því ekki má styggja þá sem ríkir eru af peningum eða jarðnæði, það er gömul saga og ný. Einni undantekningu man ég þó eftir þegar sveitarstjóri Mýrdalshrepps lét hafa eftir sér að hann gæti ómögulega borið virðingu fyrir útlendum auðmanni sem keypt hafði upp heila jörð í Mýrdalnum og hafði sá formlega óskað eftir því að fá að hafa hana í friði, en á landi auðjöfursins eru mikil vatns- og veiðiréttindi. Rök sveitarstjórans voru skýr, "hvernig á maður að bera virðingu fyrir einhverjum sem maður hefur aldrei séð?. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps á þakkir inni hjá mér og öðrum vegna þess arna. Sömu sögu er ekki að segja um oddvita tveggja sveita fyrir vestan norðan, nefnilega Dalabyggðar og Langanesbyggðar, en báðir hafa sýnd af sér hreinan undirlæjuhátt gagnvart frekjudöllum sem hafa horn í síðu almennings. Rök oddvitanna eru "að braskararnir verði í skjóli auðs síns að hafa sína hentisemi" og að þeir "verði að fá að hafa sínar skoðanir í friði", eins og oddviti Langanesbyggðar orðar það snilldarlega í skilaboðum til undirritaðs nýverið. Svona lagað gengur ekki og má segja að þarna sé um að ræða algert rugl, en svona pótindátar eru náttúrulega bara að sýna almenningi köldu hliðina. Ég hvet almenning til að kynna sér réttindi sín og fara að dæmi sveitarstjóra Mýrdalshrepps, sem reyndar er einhver sá óhræddasti og beinskeyttasti sveitarstjórnarmaður sem ég veit að nefna. Góða ferð um lönd og strönd góðir hálsar. Höfundur er prestur og áhugamaður um útivist, (þó ekki strangar fjallgöngur).
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar