Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 10:00 Mason Greenwood spilaði bara einn A-landsleik fyrir England, átján ára gamall gegn Íslandi. Getty/Hafliði Breiðfjörð Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Mason Greenwood hafi ákveðið að skipta um landslið og spila fyrir Jamaíku. Eini landsleikur hans fyrir England var því í Íslandsförinni frægu í september 2020. Greenwood kom til Íslands og spilaði á Laugardalsvelli, í naumum 1-0 sigri Englands þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en vítaspyrna Birkis Bjarnasonar fór yfir. Meiri athygli vakti þó að eftir leikinn gerðust þeir Phil Foden sekir um brot á sóttvarnareglum, vegna kórónuveirufaraldursins, með því að fá tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín á hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr enska hópnum fyrir leik gegn Danmörku í kjölfarið og vegna málsins voru þeir ekki valdir í næsta verkefni liðsins, undir stjórn Gareths Southgate. Foden vann sér aftur sæti síðar í enska hópnum en Greenwood, sem var 18 ára þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, hefur ekki spilað landsleiki síðan. Greenwood spilaði ekki fótbolta í 20 mánuði eftir að hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um ofbeldi gegn konu sem birti myndir, myndbönd og hljóðupptökur á Instagram. Heimir fékk hann ekki en McClaren gæti fengið hann Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir þáverandi félag sitt, Manchester United, eftir þetta en sneri aftur á fótboltavöllinn með liði Getafe á Spáni eftir að málið gegn honum var látið niður falla, í kjölfar þess að „lykilvitni“ dró sig út. Greenwood hefur svo komið fótboltaferlinum aftur af stað, fyrst með Getafe og svo með Marseille í Frakklandi. Nú gæti þessi 23 ára leikmaður farið að spila fyrir landslið Jamaíku en pabbi hans er jamaískur. Heimir Hallgrímsson kallaði eftir því að Greenwood kæmi í jamaíska landsliðið, þegar hann stýrði liðinu, en varð ekki að ósk sinni. Steve McClaren stýrir nú Jamaíka. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur hins vegar staðfest núna að Greenwood hafi sótt um að skipta um landslið. Það sé komið í formlegt ferli og að aðeins sé hægt að skipta einu sinni um landslið. Aðspurður hvort að Greenwood hefði verið sagt að hann gæti aldrei spilað aftur fyrir England sagði Bullingham: „Nei, við ræddum ekki um það. Ég veit að fólk hafði spurt Gareth [Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfara] um hann og Gareth var hreinskilinn um að hann væri þá ekki inni í myndinni því hann hefði ekki verið að spila á því stigi, svo mér er ekki kunnugt um nein samskipti okkar við hann.“ Greenwood skoraði 10 mörk í 36 leikjum fyrir Getafe og hefur nú skorað 15 mörk í 24 leikjum í frönsku 1. deildinni. Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG og Atlético Madrid. Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Sjá meira
Greenwood kom til Íslands og spilaði á Laugardalsvelli, í naumum 1-0 sigri Englands þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en vítaspyrna Birkis Bjarnasonar fór yfir. Meiri athygli vakti þó að eftir leikinn gerðust þeir Phil Foden sekir um brot á sóttvarnareglum, vegna kórónuveirufaraldursins, með því að fá tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín á hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr enska hópnum fyrir leik gegn Danmörku í kjölfarið og vegna málsins voru þeir ekki valdir í næsta verkefni liðsins, undir stjórn Gareths Southgate. Foden vann sér aftur sæti síðar í enska hópnum en Greenwood, sem var 18 ára þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, hefur ekki spilað landsleiki síðan. Greenwood spilaði ekki fótbolta í 20 mánuði eftir að hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um ofbeldi gegn konu sem birti myndir, myndbönd og hljóðupptökur á Instagram. Heimir fékk hann ekki en McClaren gæti fengið hann Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir þáverandi félag sitt, Manchester United, eftir þetta en sneri aftur á fótboltavöllinn með liði Getafe á Spáni eftir að málið gegn honum var látið niður falla, í kjölfar þess að „lykilvitni“ dró sig út. Greenwood hefur svo komið fótboltaferlinum aftur af stað, fyrst með Getafe og svo með Marseille í Frakklandi. Nú gæti þessi 23 ára leikmaður farið að spila fyrir landslið Jamaíku en pabbi hans er jamaískur. Heimir Hallgrímsson kallaði eftir því að Greenwood kæmi í jamaíska landsliðið, þegar hann stýrði liðinu, en varð ekki að ósk sinni. Steve McClaren stýrir nú Jamaíka. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur hins vegar staðfest núna að Greenwood hafi sótt um að skipta um landslið. Það sé komið í formlegt ferli og að aðeins sé hægt að skipta einu sinni um landslið. Aðspurður hvort að Greenwood hefði verið sagt að hann gæti aldrei spilað aftur fyrir England sagði Bullingham: „Nei, við ræddum ekki um það. Ég veit að fólk hafði spurt Gareth [Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfara] um hann og Gareth var hreinskilinn um að hann væri þá ekki inni í myndinni því hann hefði ekki verið að spila á því stigi, svo mér er ekki kunnugt um nein samskipti okkar við hann.“ Greenwood skoraði 10 mörk í 36 leikjum fyrir Getafe og hefur nú skorað 15 mörk í 24 leikjum í frönsku 1. deildinni. Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG og Atlético Madrid.
Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Sjá meira