Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 07:01 Jose Mourinho þykist hér sofna á blaðamannafundinum í gærkvöldi. Skjámynd/@footballontnt · Jose Mourinho horfði upp á sína menn í Fenerbahce steinliggja 3-1 á heimavelli á móti Rangers í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mourinho varaði þó Skotana við eftir leik að þeir þyrftu að róa sig aðeins niður því þetta væri ekki búið. Seinni leikurinn fer fram í Skotlandi í næstu viku. „Þeir þurfa að róa sig aðeins. Þetta einvígi er ekki búið. Fenerbahce var slakt á öllum stöðum í kvöld. Þeir gerðu ótrúleg, ótrúleg mistök,“ sagði Jose Mourinho. „Skoska liðið kom mér samt ekki á óvart. Þeir vörðust mjög vel og eyddu svo tímanum með tuttugu meiðslum. Jack Butland í markinu tók sér líka þrjátíu sekúndur í hvert skipti sem hann fékk boltann í hendurnar,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho pretended to fall asleep while a reporter asked him a long question in a press conference 😭Always box office 😂🍿 pic.twitter.com/FJqZqWdxCD— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2025 Mourinho reyndi þó að horfa á jákvæðu hlutina. „Þetta voru samt góð úrslit miðað við að þetta hefði getað orðið enn stærra tap,“ sagði Mourinho. „Að mínu mati áttum við þessi úrslit skilið sem refsingu fyrir það hvernig við spiluðum. En ef einhver ætlar að spyrja mig um það hvort að þetta sé búið þá er þetta ekki búið,“ sagði Mourinho. „Ég ráðlegg þeim að fagna þessu ekki of mikið því við eigum eftir að mætast aftur í seinni leiknum í næstu viku. Ef þeir fagna eftir seinni leikinn þá mun ég óska þeim til hamingju en nú þurfa þeir að róa sig aðeins því þetta er ekki búið,“ sagði Mourinho. Mourinho fékk eina mjög langa spurningu á tyrknesku á blaðamannafundinum sem þurfti síðan að þýða fyrir hann. Hann þóttist því sofna á miðjum blaðamannafundi eins og sjá má hér fyrir neðan. Blaðamaðurinn fékk ekkert svar. „Þetta er of mikið fyrir hausinn minn núna. Ég er of þreyttur til að hlusta á svona spurningar,“ sagði Mourinho en blaðamaðurinn vildi fá svar um taktíska uppstillingu Portúgalans í leiknum en spurningin var vissulega mjög löng og ítarleg. José Mourinho pretended to fall asleep after this journalist took too long to ask him a question 🥱🤣📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/1nsy3N4nJV— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 6, 2025 Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Mourinho varaði þó Skotana við eftir leik að þeir þyrftu að róa sig aðeins niður því þetta væri ekki búið. Seinni leikurinn fer fram í Skotlandi í næstu viku. „Þeir þurfa að róa sig aðeins. Þetta einvígi er ekki búið. Fenerbahce var slakt á öllum stöðum í kvöld. Þeir gerðu ótrúleg, ótrúleg mistök,“ sagði Jose Mourinho. „Skoska liðið kom mér samt ekki á óvart. Þeir vörðust mjög vel og eyddu svo tímanum með tuttugu meiðslum. Jack Butland í markinu tók sér líka þrjátíu sekúndur í hvert skipti sem hann fékk boltann í hendurnar,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho pretended to fall asleep while a reporter asked him a long question in a press conference 😭Always box office 😂🍿 pic.twitter.com/FJqZqWdxCD— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2025 Mourinho reyndi þó að horfa á jákvæðu hlutina. „Þetta voru samt góð úrslit miðað við að þetta hefði getað orðið enn stærra tap,“ sagði Mourinho. „Að mínu mati áttum við þessi úrslit skilið sem refsingu fyrir það hvernig við spiluðum. En ef einhver ætlar að spyrja mig um það hvort að þetta sé búið þá er þetta ekki búið,“ sagði Mourinho. „Ég ráðlegg þeim að fagna þessu ekki of mikið því við eigum eftir að mætast aftur í seinni leiknum í næstu viku. Ef þeir fagna eftir seinni leikinn þá mun ég óska þeim til hamingju en nú þurfa þeir að róa sig aðeins því þetta er ekki búið,“ sagði Mourinho. Mourinho fékk eina mjög langa spurningu á tyrknesku á blaðamannafundinum sem þurfti síðan að þýða fyrir hann. Hann þóttist því sofna á miðjum blaðamannafundi eins og sjá má hér fyrir neðan. Blaðamaðurinn fékk ekkert svar. „Þetta er of mikið fyrir hausinn minn núna. Ég er of þreyttur til að hlusta á svona spurningar,“ sagði Mourinho en blaðamaðurinn vildi fá svar um taktíska uppstillingu Portúgalans í leiknum en spurningin var vissulega mjög löng og ítarleg. José Mourinho pretended to fall asleep after this journalist took too long to ask him a question 🥱🤣📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/1nsy3N4nJV— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 6, 2025
Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira