Ekki hættur í þjálfun Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2025 08:32 Undir stjórn Gunnars varð Afturelding bikarmeistari árið 2023 Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta eftir yfirstandandi tímabil. Hann segir menn þurfa að vita sinn tíma sem þjálfari hjá hverju liði. Hann er ekki hættur alfarið í þjálfun. „Ég er að klára mitt fimmta ár og ákvað eiginlega fyrir yfirstandandi tímabil að það yrði líklegast mitt síðasta,“ segir Gunnar í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni. „Maður þarf að vita sinn tíma sem þjálfari. Hvað maður eigi að vera lengi á hverjum stað. Ég hef aldrei verið lengur en fimm ár hjá einu og sama liðinu. Ég fann það um áramótin að það var búið að ganga vel, tímabilið væri gott og að þetta væri góður tímapunktur til þess að fara í vor.“ Afturelding í góðum höndum Tímasetningin á yfirlýsingunni, er einhver hugsun á bak við hana? „Nei ég veit það ekki. Ég lét formanninn vita af því í byrjun janúar hvernig stæði hjá mér, hvað ég væri að hugsa sjálfur. Þeir fengu góðan tíma til að undirbúa það, vinna sína vinnu. Þeir eru búnir að ráða Stefán Árnason, minn aðstoðarmann og ég er náttúrulega bara mjög glaður með að liðið sé í góðum höndum, að hann taki við af mér. Það var kannski líka bara hluti af planinu þegar að Stefán kom inn. Að hann myndi taka við af mér og ég er ánægður með að það gangi eftir.“ Mosfellingar fagna bikarmeistaratitlinum árið 2023. Vísir/Hulda Margrét Þú gefur Stefáni félaga þínum hæstu meðmæli? „Já. Liðið er í góðum höndum. Hann á stóran þátt í þessu öllu með mér. Við vinnum vel saman og höfum gert síðustu ár. Ég treysti honum hundrað prósent í að taka við af mér. Er sannfærður um að Afturelding muni halda áfram sinni vegferð. Ég er stoltur af því hvernig þetta er búið að vera. Síðustu ár höfum við verið að berjast á toppnum um alla titla, höfum unnið titla, alið upp okkar eigin leikmenn og sent leikmenn út í atvinnumennskuna. Þetta mun bara halda áfram.“ Nú spyrja menn sig ertu að draga þig í hlé þarna eða ertu að hætta í þjálfun? „Nei ég er ekki að hætta. En auðvitað er þetta bara ekkert stór markaður og það verður bara að koma í ljós hver framtíðin verður en nei ég er alls ekki að fara hætta. Hvort ég taki eitt ár í pásu verður bara að koma í ljós.“ Afturelding Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Sjá meira
„Ég er að klára mitt fimmta ár og ákvað eiginlega fyrir yfirstandandi tímabil að það yrði líklegast mitt síðasta,“ segir Gunnar í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni. „Maður þarf að vita sinn tíma sem þjálfari. Hvað maður eigi að vera lengi á hverjum stað. Ég hef aldrei verið lengur en fimm ár hjá einu og sama liðinu. Ég fann það um áramótin að það var búið að ganga vel, tímabilið væri gott og að þetta væri góður tímapunktur til þess að fara í vor.“ Afturelding í góðum höndum Tímasetningin á yfirlýsingunni, er einhver hugsun á bak við hana? „Nei ég veit það ekki. Ég lét formanninn vita af því í byrjun janúar hvernig stæði hjá mér, hvað ég væri að hugsa sjálfur. Þeir fengu góðan tíma til að undirbúa það, vinna sína vinnu. Þeir eru búnir að ráða Stefán Árnason, minn aðstoðarmann og ég er náttúrulega bara mjög glaður með að liðið sé í góðum höndum, að hann taki við af mér. Það var kannski líka bara hluti af planinu þegar að Stefán kom inn. Að hann myndi taka við af mér og ég er ánægður með að það gangi eftir.“ Mosfellingar fagna bikarmeistaratitlinum árið 2023. Vísir/Hulda Margrét Þú gefur Stefáni félaga þínum hæstu meðmæli? „Já. Liðið er í góðum höndum. Hann á stóran þátt í þessu öllu með mér. Við vinnum vel saman og höfum gert síðustu ár. Ég treysti honum hundrað prósent í að taka við af mér. Er sannfærður um að Afturelding muni halda áfram sinni vegferð. Ég er stoltur af því hvernig þetta er búið að vera. Síðustu ár höfum við verið að berjast á toppnum um alla titla, höfum unnið titla, alið upp okkar eigin leikmenn og sent leikmenn út í atvinnumennskuna. Þetta mun bara halda áfram.“ Nú spyrja menn sig ertu að draga þig í hlé þarna eða ertu að hætta í þjálfun? „Nei ég er ekki að hætta. En auðvitað er þetta bara ekkert stór markaður og það verður bara að koma í ljós hver framtíðin verður en nei ég er alls ekki að fara hætta. Hvort ég taki eitt ár í pásu verður bara að koma í ljós.“
Afturelding Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn