Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2025 13:56 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að valnefndirnar tilnefni tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skuli ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar. „Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn. Ráðherra setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Ólafía B. Rafnsdóttir Ólafía er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018-2024 . Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands. Þórir Skarphéðinsson Þórir er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja. Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Erna Agnarsdóttir Erna hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla. Helgi Þór Ingason Helgi Þór er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að valnefndirnar tilnefni tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skuli ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar. „Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn. Ráðherra setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Ólafía B. Rafnsdóttir Ólafía er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018-2024 . Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands. Þórir Skarphéðinsson Þórir er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja. Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Erna Agnarsdóttir Erna hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla. Helgi Þór Ingason Helgi Þór er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17