Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 6. mars 2025 10:47 Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni. Sumir munu neyðast til að selja vegna lítillar úthlutunar en aðrir bíða eftir því að geta selt. Vondar afleiðingar blasa við. Veruleikinn sýnir að fjöldi útgerða fær úthlutað svo litlum aflaheimildum að það borgar sig ekki að halda til veiða. Ef grásleppusjómenn veiða hins vegar ekki 50 prósent af litilli úthlutun missa þeir aflahlutdeildina varanlega. Þannig er sett pressa á fjölda grásleppusjómanna að selja sig út úr greininni. Þetta eru oft aðilar sem ætluðu sér að stunda veiðarnar til frambúðar og fjárfest hafa í búnaði sem verður verðlaus. Þetta er ekkert annað en eignaupptaka gagnvart fjölda minni útgerða. Engin stærðarmörk báta leiða til samþjöppunar. Lögunum var breytt þannig að nú eru engin stærðarmörk á bátum sem mega veiða grásleppu. Það kallar á áframhaldandi samþjöppun og færslu aflaheimilda á stærri skip. Þetta kippir fótunum undan smábátaútgerðinni sem í áratugi hefur stundað þessar veiðar við strendur landsins, skapað tekjur og verðmæt störf og styrkt grundvöll minni útgerða í sjávarbyggðunum. Fjöldi grásleppusjómanna sviptur atvinnu. Fjöldinn allur af grásleppusjómönnum hefur frá því þessi ólög voru sett í fyrra kallað eftir aðlögunum verði breytt til fyrra horfs. Þannig að fjárfestingar og mikil samlegðaráhrif með strandveiðum geti nýst brothættum sjávarbyggðum landsins og aflaheimildir lendi ekki í höndum stórútgerðarinnar eins og allt stefnir í að óbreyttu. Málsókn yfirvofandi. Það er krafa stórs hóps grásleppusjómanna að LS fyrir þeirra hönd hefji málsókn á hendur ríkinu vegna þessa óréttar sem þeir eru beittir með eignaupptöku og sviptingu atvinnufrelsis til veiða í kjölfarið. Ríkið gæti orðið skaðabótaskylt sem væri verri kostur en að bregðast við þeim skaða sem löggjöfin veldur fjölda útgerða og sjávarbyggðum. Réttur sjávarbyggðanna til auðlindanýtingar. Eins og áður sagði höfum við sem barist höfum fyrir öflugri smábátaútgerð fengið ákall um að afnema þessi ólög. Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar. Hana verður að endurskoða áður en það verður of seint ! Samspil grásleppu- og strandveiða styður og eflir smábátaútgerð á ársgrundvelli. Samþjöppun í sjávarútvegi hefur verið gífurleg undanfarin mörg ár. Það er ekki góð þróun að örfáir aðilar hafi bróðurpartinn af sameiginlegri sjávarauðlind landsmanna á sinni hendi. Rétt sjávarbyggðanna til atvinnufrelsis í sínu nærumhverfi verður að tryggja. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Flokkur fólksins Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni. Sumir munu neyðast til að selja vegna lítillar úthlutunar en aðrir bíða eftir því að geta selt. Vondar afleiðingar blasa við. Veruleikinn sýnir að fjöldi útgerða fær úthlutað svo litlum aflaheimildum að það borgar sig ekki að halda til veiða. Ef grásleppusjómenn veiða hins vegar ekki 50 prósent af litilli úthlutun missa þeir aflahlutdeildina varanlega. Þannig er sett pressa á fjölda grásleppusjómanna að selja sig út úr greininni. Þetta eru oft aðilar sem ætluðu sér að stunda veiðarnar til frambúðar og fjárfest hafa í búnaði sem verður verðlaus. Þetta er ekkert annað en eignaupptaka gagnvart fjölda minni útgerða. Engin stærðarmörk báta leiða til samþjöppunar. Lögunum var breytt þannig að nú eru engin stærðarmörk á bátum sem mega veiða grásleppu. Það kallar á áframhaldandi samþjöppun og færslu aflaheimilda á stærri skip. Þetta kippir fótunum undan smábátaútgerðinni sem í áratugi hefur stundað þessar veiðar við strendur landsins, skapað tekjur og verðmæt störf og styrkt grundvöll minni útgerða í sjávarbyggðunum. Fjöldi grásleppusjómanna sviptur atvinnu. Fjöldinn allur af grásleppusjómönnum hefur frá því þessi ólög voru sett í fyrra kallað eftir aðlögunum verði breytt til fyrra horfs. Þannig að fjárfestingar og mikil samlegðaráhrif með strandveiðum geti nýst brothættum sjávarbyggðum landsins og aflaheimildir lendi ekki í höndum stórútgerðarinnar eins og allt stefnir í að óbreyttu. Málsókn yfirvofandi. Það er krafa stórs hóps grásleppusjómanna að LS fyrir þeirra hönd hefji málsókn á hendur ríkinu vegna þessa óréttar sem þeir eru beittir með eignaupptöku og sviptingu atvinnufrelsis til veiða í kjölfarið. Ríkið gæti orðið skaðabótaskylt sem væri verri kostur en að bregðast við þeim skaða sem löggjöfin veldur fjölda útgerða og sjávarbyggðum. Réttur sjávarbyggðanna til auðlindanýtingar. Eins og áður sagði höfum við sem barist höfum fyrir öflugri smábátaútgerð fengið ákall um að afnema þessi ólög. Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar. Hana verður að endurskoða áður en það verður of seint ! Samspil grásleppu- og strandveiða styður og eflir smábátaútgerð á ársgrundvelli. Samþjöppun í sjávarútvegi hefur verið gífurleg undanfarin mörg ár. Það er ekki góð þróun að örfáir aðilar hafi bróðurpartinn af sameiginlegri sjávarauðlind landsmanna á sinni hendi. Rétt sjávarbyggðanna til atvinnufrelsis í sínu nærumhverfi verður að tryggja. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins NV kjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar