Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 19:56 Hrafn Splidt Þorvaldsson og félagar hans í SUF hafa hrint af stað söfnun fyrir Ragnar Þór Ingólfsson. Tiktok/Vísir/Vilhelm Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) hefur hrint af stað söfnun til að stækka neyðarsjóð Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi formanns VR. Í síðustu viku var greint frá því að Ragnar Þór hefði fengið greidd sex mánaða biðlaun og uppsafnað orlof frá VR í formi 10,2 milljóna króna eingreiðslu eftir að hann lét af störfum hjá verkalýðsfélaginu. Sjá einnig: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hann sagði framlínufólk verkalýðsbaráttunnar oft eiga erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin og að milljónirnar færu í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Ákvörðun Ragnars var gagnrýnd af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal af öllum fjórum frambjóðendum til formanns VR og hluta af núverandi stjórn verkalýðsfélagsins. Einn hópur sem fagnar ákvörðun Ragnars eru ungir Framsóknarmenn sem birta ansi háðskt myndband um málið á TikTok. @ungframsokn Hjálpum Ragnari 😭 ♬ original sound - UngFramsókn Kjörnir fulltrúar eigi að njóta forgangs Hrafn Splidt Þorvaldsson, stjórnarmaður í SUF, rekur í myndbandinu stuttlega biðlaunagreiðsluna sem Ragnar fékk og segir Unga Framsóknarmenn spyrja sig hvort milljónirnar tíu sé nóg. „Síðan Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 hefur hann þurft að lifa á aðeins 1,3 milljónum á mánuði. Næstu fjögur árin má búast við 1,6 milljónum á mánuði sem þingmaður en hvað svo?“ segir Hrafn í myndbandinu. Hrafn rifjar upp í myndbandinu þegar Ragnar gagnrýndi að Gunnar Páll Pálsson skyldi fá sjö milljón króna starfslokasamning frá VR árið 2009 og sagði stéttarfélagið þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun vegna þess. „En þetta er bara þvæla og ætti Ragnar Þór algjörlega að hunsa það sem Ragnar Þór sagði 2009. Enda eigi kjörnar fulltrúar að njóta forgangs,“ segir Hrafn. Stjórnunarstéttin eigi erfitt Ungir Framsóknarmenn hafi í anda þess og í anda þverpólitískrar samstöðu ákveðið að stofna GoFundMe-söfnun fyrir neyðarsjóð Ragnars „svo hann muni aldrei þurfa að taka þá áhættu að þurfa að lifa eins og við hin,“ segir Hrafn í myndbandinu. „Fyrir aðeins tvö þúsund krónur getur þú hjálpað Ragnari að öðlast ennþá meiri pening því það gleymist oft í umræðunni að það er stjórnunarstéttin sem hefur það erfiðast á þessum tíma,“ segir hann loks. SUF hafa sett markið hátt og ætla sér að safna 13 þúsund Bandaríkjadölum, um 1,7 milljón króna, fyrir Ragnar. Enn sem komið er hafa einungis safnast rúmlega átta þúsund krónur. Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að Ragnar Þór hefði fengið greidd sex mánaða biðlaun og uppsafnað orlof frá VR í formi 10,2 milljóna króna eingreiðslu eftir að hann lét af störfum hjá verkalýðsfélaginu. Sjá einnig: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hann sagði framlínufólk verkalýðsbaráttunnar oft eiga erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin og að milljónirnar færu í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Ákvörðun Ragnars var gagnrýnd af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal af öllum fjórum frambjóðendum til formanns VR og hluta af núverandi stjórn verkalýðsfélagsins. Einn hópur sem fagnar ákvörðun Ragnars eru ungir Framsóknarmenn sem birta ansi háðskt myndband um málið á TikTok. @ungframsokn Hjálpum Ragnari 😭 ♬ original sound - UngFramsókn Kjörnir fulltrúar eigi að njóta forgangs Hrafn Splidt Þorvaldsson, stjórnarmaður í SUF, rekur í myndbandinu stuttlega biðlaunagreiðsluna sem Ragnar fékk og segir Unga Framsóknarmenn spyrja sig hvort milljónirnar tíu sé nóg. „Síðan Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 hefur hann þurft að lifa á aðeins 1,3 milljónum á mánuði. Næstu fjögur árin má búast við 1,6 milljónum á mánuði sem þingmaður en hvað svo?“ segir Hrafn í myndbandinu. Hrafn rifjar upp í myndbandinu þegar Ragnar gagnrýndi að Gunnar Páll Pálsson skyldi fá sjö milljón króna starfslokasamning frá VR árið 2009 og sagði stéttarfélagið þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun vegna þess. „En þetta er bara þvæla og ætti Ragnar Þór algjörlega að hunsa það sem Ragnar Þór sagði 2009. Enda eigi kjörnar fulltrúar að njóta forgangs,“ segir Hrafn. Stjórnunarstéttin eigi erfitt Ungir Framsóknarmenn hafi í anda þess og í anda þverpólitískrar samstöðu ákveðið að stofna GoFundMe-söfnun fyrir neyðarsjóð Ragnars „svo hann muni aldrei þurfa að taka þá áhættu að þurfa að lifa eins og við hin,“ segir Hrafn í myndbandinu. „Fyrir aðeins tvö þúsund krónur getur þú hjálpað Ragnari að öðlast ennþá meiri pening því það gleymist oft í umræðunni að það er stjórnunarstéttin sem hefur það erfiðast á þessum tíma,“ segir hann loks. SUF hafa sett markið hátt og ætla sér að safna 13 þúsund Bandaríkjadölum, um 1,7 milljón króna, fyrir Ragnar. Enn sem komið er hafa einungis safnast rúmlega átta þúsund krónur.
Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira