GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2025 10:02 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon GÖZ-uðu um leik Tindastóls og Keflavíkur. stöð 2 sport Þeir GAZ-menn, Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, segja mikið í húfi fyrir lið Tindastóls og Keflavíkur í leik þeirra í Bónus deild karla í kvöld. Leikurinn í kvöld er hinn svokallaði GAZ-leikur umferðarinnar og þeir Pavel og Helgi munu lýsa honum með sínu nefi á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-manna fyrir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Tindastóll - Keflavík Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir búist við að leikur Tindastóls og Keflavíkur yrði toppslagur. En raunin er önnur. Stólarnir eru vissulega á toppi Bónus deildarinnar en Keflvíkingar eru í 9. sætinu og ekki inni í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Þremur umferðum er ólokið. „Því miður er þetta ekki þannig leikur en það sem gerir hann áhugaverðan er að er smá örvænting sem fylgir honum. Liðin þurfa bæði sigur,“ sagði Helgi. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Keflavík. Allmargar breytingar hafa orðið á liðinu, bæði á þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Hinn þrautreyndi Sigurður Ingimundarson tók við Keflvíkingum og fékk það erfiða verkefni að koma þeim í úrslitakeppnina. Eru menn að bíða? „Árangurinn hefur kannski ekki verið betri. Það má ræða frammistöðuna, hvort hún hafi batnað? Kannski eitthvað smá. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim og það er í raun tvennt sem maður gæti séð fyrir sér að sé í gangi í herbúðum þeirra,“ sagði Pavel. „Annað hvort eru allir að fara að berjast til síðasta blóðdropa, leggja allt í þetta til að gera sitt besta til að komast í þessa úrslitakeppni og reyna að bjarga þessu tímabili. Eða þá að menn eru bara að bíða. Menn eru bara orðnir þreyttir á vonbrigðunum og veseninu í ár og vilja bara lina þjáningar sínar.“ Bikarinn gulrót Helgi tók við og velti fyrir sér hvaða leið Keflvíkingar færu en benti á að enn væri mikið í húfi fyrir þá í bikarkeppninni. „Farnir að gúggla flugmiðar og pæla í hvenær þeir eiga að komast heim til sín og svo framvegis. Ég lít aðallega á þennan leik fyrir Keflavík, að bjarga tímabilinu vissulega. Ef þeir vinna þennan leik eru þeir komnir í fín mál til að koma sér í úrslitakeppnina,“ sagði Helgi. „Hins vegar eru þeir í undanúrslitum í bikar og ef þeir komast sómasamlega frá þessum leik finnst mér þeir vera að gefa tóninn fyrir bikarhelgina.“ Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2. Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leikurinn í kvöld er hinn svokallaði GAZ-leikur umferðarinnar og þeir Pavel og Helgi munu lýsa honum með sínu nefi á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-manna fyrir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Tindastóll - Keflavík Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir búist við að leikur Tindastóls og Keflavíkur yrði toppslagur. En raunin er önnur. Stólarnir eru vissulega á toppi Bónus deildarinnar en Keflvíkingar eru í 9. sætinu og ekki inni í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Þremur umferðum er ólokið. „Því miður er þetta ekki þannig leikur en það sem gerir hann áhugaverðan er að er smá örvænting sem fylgir honum. Liðin þurfa bæði sigur,“ sagði Helgi. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Keflavík. Allmargar breytingar hafa orðið á liðinu, bæði á þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Hinn þrautreyndi Sigurður Ingimundarson tók við Keflvíkingum og fékk það erfiða verkefni að koma þeim í úrslitakeppnina. Eru menn að bíða? „Árangurinn hefur kannski ekki verið betri. Það má ræða frammistöðuna, hvort hún hafi batnað? Kannski eitthvað smá. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim og það er í raun tvennt sem maður gæti séð fyrir sér að sé í gangi í herbúðum þeirra,“ sagði Pavel. „Annað hvort eru allir að fara að berjast til síðasta blóðdropa, leggja allt í þetta til að gera sitt besta til að komast í þessa úrslitakeppni og reyna að bjarga þessu tímabili. Eða þá að menn eru bara að bíða. Menn eru bara orðnir þreyttir á vonbrigðunum og veseninu í ár og vilja bara lina þjáningar sínar.“ Bikarinn gulrót Helgi tók við og velti fyrir sér hvaða leið Keflvíkingar færu en benti á að enn væri mikið í húfi fyrir þá í bikarkeppninni. „Farnir að gúggla flugmiðar og pæla í hvenær þeir eiga að komast heim til sín og svo framvegis. Ég lít aðallega á þennan leik fyrir Keflavík, að bjarga tímabilinu vissulega. Ef þeir vinna þennan leik eru þeir komnir í fín mál til að koma sér í úrslitakeppnina,“ sagði Helgi. „Hins vegar eru þeir í undanúrslitum í bikar og ef þeir komast sómasamlega frá þessum leik finnst mér þeir vera að gefa tóninn fyrir bikarhelgina.“ Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2. Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD.
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn