Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar 5. mars 2025 13:31 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi. Dagurinn á rætur að rekja til baráttu verkakvenna fyrir bættum kjörum í byrjun síðustu aldar. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar var mikill samtakamáttur meðal kvenna gegn stríði og fasisma. Á Íslandi voru stofnuð kvennasamtök, MFÍK, sem höfðu að markmiði að stuðla að alheimsfriði og afvopnun. “Aldrei aftur”skyldi hryllingurinn endurtaka sig. Um allan heim hafa konur verið leiðandi í friðarbaráttunni, líklega vegna þess að við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Nú um stundir geysa hræðileg stríð með öllu sem því tilheyrir, fólk missir líf og ættingja, hrekst frá heimkynnum sínum og upplifir ofbeldi og hungursneyðir. Nýlendustefnan sem við lásum um í sögubókum er því miður enn í tísku hjá helstu bandamönnum Íslands. Löndin sem við erum í hvað mestu samstarfi við hamast við að réttlæta glæpi gegn mannkyni og jafnvel styðja með vopnasendingum sbr. árásirnar á Gaza. En Íslendingar eru friðelskandi þjóð. Við höfum aldrei rekið her og ekki hernumið önnur lönd. Við höfum hins vegar verið hersett og erlendi herinn í landinu hefur aldrei farið algjörlega. Um þessar mundir á sér stað á Íslandi mikil hernaðarleg uppbygging sem gerir æ fleiri erlendum hermönnum kleift að dvelja á landinu. Drápstól eru prófuð og notkun þeirra æfð víða um land og kringum landið sveima kjarnorkuknúnir bátar. Í bakgrunni hótar heimsveldið sem hefur bækistöðvar hér, að gera okkar næsta nágranna að nýlendu til að hirða auðlindir landsins af fólkinu sem þar býr. Og ekki nóg með það að landið okkar sé lagt undir hermenn og heræfingar þá eru vopn fjármögnuð af ríkisstjórn Íslands og send á vígvöllinn í Úkraínu í óþökk þjóðarinnar. Ákall til kvenna við völd Konur eru leiðandi í friðarbaráttunni og oft er bent á að það séu karlmenn sem efna til stríða en stríð hafi ekki síst áhrif á konur og börn. Aldrei áður hafa jafn margar konur verið við völd á Íslandi og því kjörið tækifæri til að setja friðarmál á dagskrá! Sérstaklega er mér hugsað til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta, en það eru margar fleiri konur í valdastöðum sem hafa tækifæri til að beita rödd sinni fyrir friði og réttlæti. Ekki láta ákvarðanir ykkar stjórnast af hagsmunum hergagnaframleiðenda. Finnið hugrekki til að stuðla að heimi þar sem raunverulegt öryggi ríkir! Við krefjumst þess að ráðamenn þessa lands (sem upp til hópa eru konur) beiti sér fyrir alheimsfriði og afvopnun. Því svo lengi sem konur heimsins búa við örbirgð og ofbeldi, verðum við ekki öruggar. Fjölmennum á baráttufund gegn hernaði og nýlenduhyggju í Iðnó þann 8. mars! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Jafnréttismál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi. Dagurinn á rætur að rekja til baráttu verkakvenna fyrir bættum kjörum í byrjun síðustu aldar. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar var mikill samtakamáttur meðal kvenna gegn stríði og fasisma. Á Íslandi voru stofnuð kvennasamtök, MFÍK, sem höfðu að markmiði að stuðla að alheimsfriði og afvopnun. “Aldrei aftur”skyldi hryllingurinn endurtaka sig. Um allan heim hafa konur verið leiðandi í friðarbaráttunni, líklega vegna þess að við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Nú um stundir geysa hræðileg stríð með öllu sem því tilheyrir, fólk missir líf og ættingja, hrekst frá heimkynnum sínum og upplifir ofbeldi og hungursneyðir. Nýlendustefnan sem við lásum um í sögubókum er því miður enn í tísku hjá helstu bandamönnum Íslands. Löndin sem við erum í hvað mestu samstarfi við hamast við að réttlæta glæpi gegn mannkyni og jafnvel styðja með vopnasendingum sbr. árásirnar á Gaza. En Íslendingar eru friðelskandi þjóð. Við höfum aldrei rekið her og ekki hernumið önnur lönd. Við höfum hins vegar verið hersett og erlendi herinn í landinu hefur aldrei farið algjörlega. Um þessar mundir á sér stað á Íslandi mikil hernaðarleg uppbygging sem gerir æ fleiri erlendum hermönnum kleift að dvelja á landinu. Drápstól eru prófuð og notkun þeirra æfð víða um land og kringum landið sveima kjarnorkuknúnir bátar. Í bakgrunni hótar heimsveldið sem hefur bækistöðvar hér, að gera okkar næsta nágranna að nýlendu til að hirða auðlindir landsins af fólkinu sem þar býr. Og ekki nóg með það að landið okkar sé lagt undir hermenn og heræfingar þá eru vopn fjármögnuð af ríkisstjórn Íslands og send á vígvöllinn í Úkraínu í óþökk þjóðarinnar. Ákall til kvenna við völd Konur eru leiðandi í friðarbaráttunni og oft er bent á að það séu karlmenn sem efna til stríða en stríð hafi ekki síst áhrif á konur og börn. Aldrei áður hafa jafn margar konur verið við völd á Íslandi og því kjörið tækifæri til að setja friðarmál á dagskrá! Sérstaklega er mér hugsað til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta, en það eru margar fleiri konur í valdastöðum sem hafa tækifæri til að beita rödd sinni fyrir friði og réttlæti. Ekki láta ákvarðanir ykkar stjórnast af hagsmunum hergagnaframleiðenda. Finnið hugrekki til að stuðla að heimi þar sem raunverulegt öryggi ríkir! Við krefjumst þess að ráðamenn þessa lands (sem upp til hópa eru konur) beiti sér fyrir alheimsfriði og afvopnun. Því svo lengi sem konur heimsins búa við örbirgð og ofbeldi, verðum við ekki öruggar. Fjölmennum á baráttufund gegn hernaði og nýlenduhyggju í Iðnó þann 8. mars! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun