Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Hildur Rut Sigurbjartsdóttir, Silja Jóhannsdóttir og Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifa 6. mars 2025 10:02 Ár hvert, þann 6. mars er Evrópudagur talþjálfunar haldinn hátíðlegur á meðal talmeinafræðinga í Evrópu. Dagurinn er ætlaður sem almenn vitundarvakning á störfum og þjónustu talmeinafræðinga. Í ár er yfirskriftin ,,Eflum málumhverfi barna”. Börn læra tungumálið í gegnum samskipti. Það skiptir máli hversu mikið er talað við þau en það getur líka skipt máli hvernig talað er við þau. Til að efla og styrkja tal-og málþroska barna er hægt að nýta ýmsar aðferðir sem eru gagnlegar og auðvelt að temja sér. Þær aðferðir sem hér eru nefndar er hægt að nýta í daglegum athöfnum, til dæmis í matartímum, í bílferðum, í leik, í búðarferðum og fleiri athöfnum daglegs lífs. Fyrst og fremst er mikilvægt að tala mikið við barnið og setja orð á hluti í nærumhverfi þess, tala um það sem það sér og það sem það heyrir og nota til þess fjölbreyttan orðaforða og hugtök. Stundum er hægt að vera eins og „íþróttalýsandi“ í eigin lífi þegar börn eru að læra tungumálið. Þá geta umönnunaraðilar talað og lýst því sem þau eru að gera, til dæmis “ég ætla fyrst að taka stóru skálina og svo ætla ég að setja tvo desílítra af hveiti ofan í hana”. Einnig er hægt að tala um og lýsa því sem barnið er að gera, til dæmis “nú ætlar þú að koma í úlpuna, fyrst seturðu hægri höndina í ermina og síðan seturðu vinstri höndina í hina ermina.” Þegar börn eru á máltökuskeiðinu þá víkur mál þeirra oft frá máli fullorðinna en þau eru enn að læra rétta málfræði, beygingar og setningauppbyggingu. Í stað þess að benda á mistök eða villur í máli er hægt að endurtaka leiðrétt eftir þeim, til dæmis ef barnið segir „þrír epli” þá getum við endurtekið og sagt „já þarna eru þrjú epli.” Þannig fær barnið tækifæri til að heyra rétt uppbyggðar setningar og fær einnig staðfestingu á hlustun sem getur hvatt til enn frekari samskipta. Önnur árangursrík leið er að bæta við það sem barnið segir. En eins og áður sagði víkur mál þeirra oft frá máli fullorðinna, til að mynda eru setningar styttri og þau eru einnig með minni orðaforða. Til að efla orðaforða og lengja setningar barna er hægt að endurtaka setningu barns og bæta við hana. Til dæmis ef barnið segir “mamma borða” þá getum við sagt “já, mamma er að borða kjúkling.” Einnig er gott að vera duglegur að skapa aðstæður sem krefjast tjáningar, t.d. í stað þess að spyrja einungis já og nei spurninga, að spyrja þá opinna spurninga sem vekja til umhugsunar og hvetja til samræðna. Gefum okkur tíma til að spjalla við börnin okkar og gefum þeim tíma til að bregðast við og svara. Lestur er ein áhrifaríkasta leiðin til að efla og auka við orðaforða barna. Í gegnum lestur læra börn ný orð og hugtök og það hvernig frásagnir eru uppbyggðar. Það er mikilvægt að reyna að lesa á hverjum degi fyrir barnið. Börn sem lesið er oftar fyrir eru með ríkari orðaforða en börn sem lesið er sjaldan fyrir. Ef úthald er ekki mikið getur hentað barninu betur að lesa styttra í einu og oftar. Mikilvægt er að velja bækur sem eru viðeigandi fyrir þroskastig barnsins og vekja áhuga þess. Það að hafa bækurnar sýnilegar og aðgengilegar í umhverfinu og í þeirra hæð skiptir líka máli. Það getur til dæmis verið gaman að fara saman á bókasöfn og velja bækur til að lesa. Þar er hægt að fá aðstoð frá bókasafnsfræðingum til að finna bækur við hæfi. Þegar verið er að lesa getur verið gott að staldra við, skoða myndir, spjalla saman um myndirnar og eiga í gagnvirkum samskiptum. Hægt er að staldra við flókin orð og velta fyrir sér merkingu þeirra. Síðan er hægt að spyrja spurninga út frá textanum og myndunum. Þegar börn verða eldri er gott að halda áfram að lesa eins lengi og þau hafa áhuga á, þrátt fyrir að þau séu byrjuð að lesa sjálf. Einnig er gott að hvetja börn til yndislesturs þegar þau eldast. Með því að lesa og/eða hlusta á hljóðbækur öðlast þau ríkulegri orðaforða. Orðaforði er undirstaða málskilnings sem er svo undirstaða lesskilnings og grunnurinn að öllu námi. Tölvur og tækni eru hluti af nútímaumhverfi og jákvæð áhrif tækniþróunar eru óumdeilanleg. Nauðsynlegt er að nýta jákvæð áhrif tækninnar og reyna að vinna markvisst gegn neikvæðum áhrifum hennar. Nálgumst snjalltæki með skynsamlegum hætti með því að sýna, kenna og setja börnunum okkar mörk í notkun þeirra. Of mikil skjánotkun getur haft neikvæð áhrif á þroska og líðan barna. Skjátími getur sömuleiðis haft neikvæð áhrif ef hann kemur í stað félagslegra samskipta. Verum meðvituð um gæði þess efnis sem börnin eyða tíma sínum í og veljum vandað efni. Gott er að fara eftir viðmiðum um skjátíma fyrir hvert aldursbil en upplýsingar um það má til dæmis nálgast á vef heilsuveru.Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og mikilvægt er að þeir hugi að eigin skjánotkun. Kennum börnunum að umgangast tæki og tækni af ábyrgð og þekkingu og vera meðvituð um að stuðla að jákvæðum samskiptum á netinu eins og í raunheimum. Munum að við stjórnum og berum ábyrgð á því sem börnin horfa á. Skipuleggjum skjálausar stundir, til dæmis með því að vera ekki með síma við matarborðið, taka einn símalausan dag í viku eða þess háttar. Í lokin er vert að nefna að mikilvægast af öllu er að tala saman. Gefum okkur tíma til að hlusta á börnin. Sýnum þeim áhuga, hlustum og verum fyrirmyndir þeirra. Höfum gleðina að leiðarljósi- börn læra mest í gegnum leik og jákvæðar upplifanir! Við hvetjum fólk til að fylgja Félagi talmeinafræðinga (@felagtalmeinafraedinga, á samfélagsmiðlum. Þar höfum við sett inn gagnlegt efni og ráð sem snýr að þema dagsins “eflum málumhverfi barna”. Hægt er að finna fróðleiksmola, gagnlegar heimasíður, samfélagsmiðla, smáforrit, sjónvarpsefni og ýmislegt fleira. Höfundar eru talmeinafræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ár hvert, þann 6. mars er Evrópudagur talþjálfunar haldinn hátíðlegur á meðal talmeinafræðinga í Evrópu. Dagurinn er ætlaður sem almenn vitundarvakning á störfum og þjónustu talmeinafræðinga. Í ár er yfirskriftin ,,Eflum málumhverfi barna”. Börn læra tungumálið í gegnum samskipti. Það skiptir máli hversu mikið er talað við þau en það getur líka skipt máli hvernig talað er við þau. Til að efla og styrkja tal-og málþroska barna er hægt að nýta ýmsar aðferðir sem eru gagnlegar og auðvelt að temja sér. Þær aðferðir sem hér eru nefndar er hægt að nýta í daglegum athöfnum, til dæmis í matartímum, í bílferðum, í leik, í búðarferðum og fleiri athöfnum daglegs lífs. Fyrst og fremst er mikilvægt að tala mikið við barnið og setja orð á hluti í nærumhverfi þess, tala um það sem það sér og það sem það heyrir og nota til þess fjölbreyttan orðaforða og hugtök. Stundum er hægt að vera eins og „íþróttalýsandi“ í eigin lífi þegar börn eru að læra tungumálið. Þá geta umönnunaraðilar talað og lýst því sem þau eru að gera, til dæmis “ég ætla fyrst að taka stóru skálina og svo ætla ég að setja tvo desílítra af hveiti ofan í hana”. Einnig er hægt að tala um og lýsa því sem barnið er að gera, til dæmis “nú ætlar þú að koma í úlpuna, fyrst seturðu hægri höndina í ermina og síðan seturðu vinstri höndina í hina ermina.” Þegar börn eru á máltökuskeiðinu þá víkur mál þeirra oft frá máli fullorðinna en þau eru enn að læra rétta málfræði, beygingar og setningauppbyggingu. Í stað þess að benda á mistök eða villur í máli er hægt að endurtaka leiðrétt eftir þeim, til dæmis ef barnið segir „þrír epli” þá getum við endurtekið og sagt „já þarna eru þrjú epli.” Þannig fær barnið tækifæri til að heyra rétt uppbyggðar setningar og fær einnig staðfestingu á hlustun sem getur hvatt til enn frekari samskipta. Önnur árangursrík leið er að bæta við það sem barnið segir. En eins og áður sagði víkur mál þeirra oft frá máli fullorðinna, til að mynda eru setningar styttri og þau eru einnig með minni orðaforða. Til að efla orðaforða og lengja setningar barna er hægt að endurtaka setningu barns og bæta við hana. Til dæmis ef barnið segir “mamma borða” þá getum við sagt “já, mamma er að borða kjúkling.” Einnig er gott að vera duglegur að skapa aðstæður sem krefjast tjáningar, t.d. í stað þess að spyrja einungis já og nei spurninga, að spyrja þá opinna spurninga sem vekja til umhugsunar og hvetja til samræðna. Gefum okkur tíma til að spjalla við börnin okkar og gefum þeim tíma til að bregðast við og svara. Lestur er ein áhrifaríkasta leiðin til að efla og auka við orðaforða barna. Í gegnum lestur læra börn ný orð og hugtök og það hvernig frásagnir eru uppbyggðar. Það er mikilvægt að reyna að lesa á hverjum degi fyrir barnið. Börn sem lesið er oftar fyrir eru með ríkari orðaforða en börn sem lesið er sjaldan fyrir. Ef úthald er ekki mikið getur hentað barninu betur að lesa styttra í einu og oftar. Mikilvægt er að velja bækur sem eru viðeigandi fyrir þroskastig barnsins og vekja áhuga þess. Það að hafa bækurnar sýnilegar og aðgengilegar í umhverfinu og í þeirra hæð skiptir líka máli. Það getur til dæmis verið gaman að fara saman á bókasöfn og velja bækur til að lesa. Þar er hægt að fá aðstoð frá bókasafnsfræðingum til að finna bækur við hæfi. Þegar verið er að lesa getur verið gott að staldra við, skoða myndir, spjalla saman um myndirnar og eiga í gagnvirkum samskiptum. Hægt er að staldra við flókin orð og velta fyrir sér merkingu þeirra. Síðan er hægt að spyrja spurninga út frá textanum og myndunum. Þegar börn verða eldri er gott að halda áfram að lesa eins lengi og þau hafa áhuga á, þrátt fyrir að þau séu byrjuð að lesa sjálf. Einnig er gott að hvetja börn til yndislesturs þegar þau eldast. Með því að lesa og/eða hlusta á hljóðbækur öðlast þau ríkulegri orðaforða. Orðaforði er undirstaða málskilnings sem er svo undirstaða lesskilnings og grunnurinn að öllu námi. Tölvur og tækni eru hluti af nútímaumhverfi og jákvæð áhrif tækniþróunar eru óumdeilanleg. Nauðsynlegt er að nýta jákvæð áhrif tækninnar og reyna að vinna markvisst gegn neikvæðum áhrifum hennar. Nálgumst snjalltæki með skynsamlegum hætti með því að sýna, kenna og setja börnunum okkar mörk í notkun þeirra. Of mikil skjánotkun getur haft neikvæð áhrif á þroska og líðan barna. Skjátími getur sömuleiðis haft neikvæð áhrif ef hann kemur í stað félagslegra samskipta. Verum meðvituð um gæði þess efnis sem börnin eyða tíma sínum í og veljum vandað efni. Gott er að fara eftir viðmiðum um skjátíma fyrir hvert aldursbil en upplýsingar um það má til dæmis nálgast á vef heilsuveru.Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og mikilvægt er að þeir hugi að eigin skjánotkun. Kennum börnunum að umgangast tæki og tækni af ábyrgð og þekkingu og vera meðvituð um að stuðla að jákvæðum samskiptum á netinu eins og í raunheimum. Munum að við stjórnum og berum ábyrgð á því sem börnin horfa á. Skipuleggjum skjálausar stundir, til dæmis með því að vera ekki með síma við matarborðið, taka einn símalausan dag í viku eða þess háttar. Í lokin er vert að nefna að mikilvægast af öllu er að tala saman. Gefum okkur tíma til að hlusta á börnin. Sýnum þeim áhuga, hlustum og verum fyrirmyndir þeirra. Höfum gleðina að leiðarljósi- börn læra mest í gegnum leik og jákvæðar upplifanir! Við hvetjum fólk til að fylgja Félagi talmeinafræðinga (@felagtalmeinafraedinga, á samfélagsmiðlum. Þar höfum við sett inn gagnlegt efni og ráð sem snýr að þema dagsins “eflum málumhverfi barna”. Hægt er að finna fróðleiksmola, gagnlegar heimasíður, samfélagsmiðla, smáforrit, sjónvarpsefni og ýmislegt fleira. Höfundar eru talmeinafræðingar.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar