Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 09:30 Benoný Breki Andrésson hefur átt magnaða síðustu daga fyrir Stockport County. Getty/Ben Roberts Hinn 19 ára Benoný Breki Andrésson skoraði annan leikinn í röð, með frábærum skalla, þegar hann tryggði Stockport County stig gegn Northampton Town í ensku C-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Þrátt fyrir að eiga eftir að fá sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Stockport County þá hefur Benoný Breki núna skorað þrjú mörk fyrir liðið, á aðeins samtals 87 mínútum. Það gerir að meðaltali mark á hálftíma fresti. Skallamark Benonýs í gær var af frekar löngu færi en það má sjá hér að neðan (markið kemur eftir 1:05 mínútu af myndbandinu). Markið skoraði Benoný á 78. mínútu, eftir að hafa verið inni á vellinum í átta mínútur, og Stockport fékk svo fín færi til að tryggja sér sigur í leiknum en tókst ekki að nýta þau. Um helgina kom Benoný inn á í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool. Hans fyrsti deildarleikur, eftir komuna frá KR í vetur og markametið á Íslandi í fyrra, var gegn Barnsley 8. febrúar þar sem hann spilaði 22 mínútur. Frammistaða Benonýs síðustu daga gæti hafa vakið athygli Arnars Gunnlaugssonar sem brátt velur sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Benoný á að baki 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Stockport er í 4. sæti D-deildrainnar með 61 stig, fjórum stigum á eftir Wrexham og sex stigum á eftir Wycombe sem bæði eiga leik til góða. Birmingham er langefst með 76 stig og tvo leiki til góða á Stockport. Tvö efstu liðin komast beint upp í B-deildina en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Þrátt fyrir að eiga eftir að fá sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Stockport County þá hefur Benoný Breki núna skorað þrjú mörk fyrir liðið, á aðeins samtals 87 mínútum. Það gerir að meðaltali mark á hálftíma fresti. Skallamark Benonýs í gær var af frekar löngu færi en það má sjá hér að neðan (markið kemur eftir 1:05 mínútu af myndbandinu). Markið skoraði Benoný á 78. mínútu, eftir að hafa verið inni á vellinum í átta mínútur, og Stockport fékk svo fín færi til að tryggja sér sigur í leiknum en tókst ekki að nýta þau. Um helgina kom Benoný inn á í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool. Hans fyrsti deildarleikur, eftir komuna frá KR í vetur og markametið á Íslandi í fyrra, var gegn Barnsley 8. febrúar þar sem hann spilaði 22 mínútur. Frammistaða Benonýs síðustu daga gæti hafa vakið athygli Arnars Gunnlaugssonar sem brátt velur sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Benoný á að baki 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Stockport er í 4. sæti D-deildrainnar með 61 stig, fjórum stigum á eftir Wrexham og sex stigum á eftir Wycombe sem bæði eiga leik til góða. Birmingham er langefst með 76 stig og tvo leiki til góða á Stockport. Tvö efstu liðin komast beint upp í B-deildina en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira