Styðjum Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands Ársæll Már Arnarsson skrifar 7. mars 2025 10:48 Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Magnús Karl hefur gegnt prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í hálfan annan áratug og á þeim tíma meðal annars starfað sem deildarforseti tvívegis og sinnt kennslu og rannsóknum jöfnum höndum. Magnús Karl er vinsæll kennari og afkastamikill vísindamaður sem hefur sinnt fjölmörgum öðrum stjórnunar- og nefndarstörfum innan háskóla- og vísindasamfélagsins og utan. Magnús Karl hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands sem meðal annars er reist á betri fjármögnun skólans, eflingu innviða og auknu samstarfi milli deilda og fræðasviða. Þá hefur hann lagt mikla áherslu í málflutningi sínum á öfluga nýliðun og að draga verði úr álagi á starfsfólk; meðal annarra orða þá leggur Magnús Karl mikinn þunga á að gæta að velferð, starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Magnús Karl hefur bent á að framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og sé löngu komið að þolmörkum. Þannig hefur hann lagt áherslu á að fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins. Þá hefur hann bent á það í bæði ræðu og riti að öflugt rannsóknastarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Nái Magnús kjöri mun hann beita sér fyrir því í að opinberir sjóðir vísinda, sérstaklega sjóðir Vísinda- og nýsköpunarráðs, verði stórlega efldir. Slíkir sjóðir tryggja fjármögnun beint til vísindaverkefna og -innviða og lúta afdráttarlausum faglegum kröfum um mat á gæðum umsókna. Öflugt innlent sjóðakerfi vísinda er einnig forsenda þess að hér vaxi öflugt fræðafólk með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Síðast en ekki síst hefur Magnús Karl talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Með Magnús Karl sem rektor verður Háskóli Íslands í einstakri stöðu til að vera málsvari þessara mikilvægu gilda. Ég styð því Magnús Karl í rektorskjöri Háskóla Íslands og hvet ykkur öll til að gera hið sama! Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Magnús Karl hefur gegnt prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í hálfan annan áratug og á þeim tíma meðal annars starfað sem deildarforseti tvívegis og sinnt kennslu og rannsóknum jöfnum höndum. Magnús Karl er vinsæll kennari og afkastamikill vísindamaður sem hefur sinnt fjölmörgum öðrum stjórnunar- og nefndarstörfum innan háskóla- og vísindasamfélagsins og utan. Magnús Karl hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands sem meðal annars er reist á betri fjármögnun skólans, eflingu innviða og auknu samstarfi milli deilda og fræðasviða. Þá hefur hann lagt mikla áherslu í málflutningi sínum á öfluga nýliðun og að draga verði úr álagi á starfsfólk; meðal annarra orða þá leggur Magnús Karl mikinn þunga á að gæta að velferð, starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Magnús Karl hefur bent á að framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og sé löngu komið að þolmörkum. Þannig hefur hann lagt áherslu á að fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins. Þá hefur hann bent á það í bæði ræðu og riti að öflugt rannsóknastarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Nái Magnús kjöri mun hann beita sér fyrir því í að opinberir sjóðir vísinda, sérstaklega sjóðir Vísinda- og nýsköpunarráðs, verði stórlega efldir. Slíkir sjóðir tryggja fjármögnun beint til vísindaverkefna og -innviða og lúta afdráttarlausum faglegum kröfum um mat á gæðum umsókna. Öflugt innlent sjóðakerfi vísinda er einnig forsenda þess að hér vaxi öflugt fræðafólk með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Síðast en ekki síst hefur Magnús Karl talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Með Magnús Karl sem rektor verður Háskóli Íslands í einstakri stöðu til að vera málsvari þessara mikilvægu gilda. Ég styð því Magnús Karl í rektorskjöri Háskóla Íslands og hvet ykkur öll til að gera hið sama! Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar