Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar 5. mars 2025 09:01 Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Við treystum engum betur en honum til að efla HÍ til að sinna tveimur meginhlutverkum sínum: að vera framúrskarandi kennslustofnun og leiðandi vísindastofnun sem stuðlar að framþróun vísinda samhliða þjálfun nemenda í vísindavinnu. Sum okkar voru nemendur hans þegar hann hóf kennslu við HÍ fyrir liðlega 20 árum. Hann hefur verið öflugur kennari frá upphafi en eftirtektarvert er hversu vel hann hefur fylgst með þróun kennsluhátta á háskólastigi og aðlagað kennslu sína. Hann hefur sömuleiðis mikla reynslu af vísindastarfi og fjármögnun þess og þekkir vel hvar skóinn kreppir og hvar leggja þarf áherslur til að styðja við þetta lykilhlutverk HÍ. Þriðja hlutverk háskólans er einnig afar mikilvægt – samfélagslegt hlutverk hans. Það felur í sér miðlun þekkingar og samstarf við stofnanir samfélagsins. Þetta hlutverk nýtist samfélaginu með því að gefa því aðgang að sérfræðingum háskólans. Einnig verður til mikilvægt samstarf milli háskólans og stofnana samfélagsins, sem stuðlar að nýliðun og styrkir nýsköpun. Magnús Karl er einkar laginn við að miðla þekkingu til samfélagsins á breiðum vettvangi. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um vísindaleg málefni sem og miðlað mikilvægi þess að hafa öfluga háskóla hér á landi – hvoru tveggja afar mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu. Hann hefur rætt mikilvægi þess að fjárfesta í ungu kynslóðinni og efla forystuhlutverk Háskóla Íslands. Magnús Karl var farsæll í störfum sínum sem forseti Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) HÍ og sýndi þar metnað sinn til að rækta þriðja hlutverk háskólans. Einn stærsti samstarfsaðili HÍ er Landspítali, en þar fer fram þjálfun allflestra nemenda HVS auk margra nemenda af öðrum sviðum til að tryggja mikilvæga nýliðun heilbrigðisstarfsmanna. Magnús Karl vann sleitulaust að því að styðja við margþætt samstarf HÍ og Landspítala og laða að hæft starfsfólk sem hafði aflað sér frekari sérfræðiþekkingar og vísindareynslu erlendis, báðum stofnunum til góða. Landspítali, sem stundum þarf að troða marvaðann til að sinna verkefnum dagsins, mun með Magnúsi njóta trausts bandamanns í forystu HÍ til að sinna heilbrigðisþjónustu og öðrum hlutverkum sínum til lengri tíma. Það er því mikið ánægjuefni fyrir HÍ að Magnús Karl gefi kost á sér til rektors, og við hvetjum alla atkvæðabæra til að kynna sér vandlega feril og stefnu hans og veita honum atkvæði sitt. Höfundar eru starfsmenn Háskóla Íslands og Landspítala Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild Gunnar Tómasson, sérfræðilæknir og dósent við Læknadeild Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við Læknadeild Sædís Sævarsdóttir, sérfræðilæknir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir og prófessor við Læknadeild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Við treystum engum betur en honum til að efla HÍ til að sinna tveimur meginhlutverkum sínum: að vera framúrskarandi kennslustofnun og leiðandi vísindastofnun sem stuðlar að framþróun vísinda samhliða þjálfun nemenda í vísindavinnu. Sum okkar voru nemendur hans þegar hann hóf kennslu við HÍ fyrir liðlega 20 árum. Hann hefur verið öflugur kennari frá upphafi en eftirtektarvert er hversu vel hann hefur fylgst með þróun kennsluhátta á háskólastigi og aðlagað kennslu sína. Hann hefur sömuleiðis mikla reynslu af vísindastarfi og fjármögnun þess og þekkir vel hvar skóinn kreppir og hvar leggja þarf áherslur til að styðja við þetta lykilhlutverk HÍ. Þriðja hlutverk háskólans er einnig afar mikilvægt – samfélagslegt hlutverk hans. Það felur í sér miðlun þekkingar og samstarf við stofnanir samfélagsins. Þetta hlutverk nýtist samfélaginu með því að gefa því aðgang að sérfræðingum háskólans. Einnig verður til mikilvægt samstarf milli háskólans og stofnana samfélagsins, sem stuðlar að nýliðun og styrkir nýsköpun. Magnús Karl er einkar laginn við að miðla þekkingu til samfélagsins á breiðum vettvangi. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um vísindaleg málefni sem og miðlað mikilvægi þess að hafa öfluga háskóla hér á landi – hvoru tveggja afar mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu. Hann hefur rætt mikilvægi þess að fjárfesta í ungu kynslóðinni og efla forystuhlutverk Háskóla Íslands. Magnús Karl var farsæll í störfum sínum sem forseti Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) HÍ og sýndi þar metnað sinn til að rækta þriðja hlutverk háskólans. Einn stærsti samstarfsaðili HÍ er Landspítali, en þar fer fram þjálfun allflestra nemenda HVS auk margra nemenda af öðrum sviðum til að tryggja mikilvæga nýliðun heilbrigðisstarfsmanna. Magnús Karl vann sleitulaust að því að styðja við margþætt samstarf HÍ og Landspítala og laða að hæft starfsfólk sem hafði aflað sér frekari sérfræðiþekkingar og vísindareynslu erlendis, báðum stofnunum til góða. Landspítali, sem stundum þarf að troða marvaðann til að sinna verkefnum dagsins, mun með Magnúsi njóta trausts bandamanns í forystu HÍ til að sinna heilbrigðisþjónustu og öðrum hlutverkum sínum til lengri tíma. Það er því mikið ánægjuefni fyrir HÍ að Magnús Karl gefi kost á sér til rektors, og við hvetjum alla atkvæðabæra til að kynna sér vandlega feril og stefnu hans og veita honum atkvæði sitt. Höfundar eru starfsmenn Háskóla Íslands og Landspítala Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild Gunnar Tómasson, sérfræðilæknir og dósent við Læknadeild Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við Læknadeild Sædís Sævarsdóttir, sérfræðilæknir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir og prófessor við Læknadeild
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun