Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 07:02 Jason McAteer í leik með Liverpool í lok síðustu aldar en þeir urðu alls hundrað leikirnir sem hann spilaði fyrir félagið. Getty/Matthew Ashton/ Jason McAteer spilaði á sínum tíma hundrað leiki fyrir Liverpool en hann hefur nú rætt opinskátt og af hugrekki um andlegu erfiðleika sína sem hann glímdi við eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hilluna. McAteer ræddi meðal annars tímapunktinn þegar hann íhugaði að taka sitt eigið líf. McAteer er nú 53 ára gamall en hann spilaði með Liverpool á árunum 1995 til 1999. McAteer hætti í fótboltanum árið 2007 en hafði þá líka spilað fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere á ferli sínum. McAteer var einnig írskur landsliðsmaður og spilaði 52 landsleiki frá 1994 til 2004. Hann glímdi við þunglyndi og andleg vandamál eftir að hann hætti að vera fótboltamaður. McAteer opnaði sig í samtali við Mikael Silvestre, fyrrum varnarmann Manchester United. Hann réði ekki við tárin þegar hann rifjaði upp þetta kvöld þegar botninum var náð. „Það var bara enginn tilgangur lengur og ekkert skipulagt í gangi. Ég var eitthvað að vinna í sjónvarpi en það var ekki vinna á hverjum degi. Þetta voru kannski í mesta lagi einn eða tveir þættir i viku. Það var mjög óreglulegt. Það þýddi fullt af dögum þar sem ég hafði ekkert að gera,“ sagði Jason McAteer. Daily Mail segir frá eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég var síðan að keyra í gegnum göng á milli Wirral og Liverpool af því að ég var að reyna að halda sambandi við barnið mitt sem bjó hinum megin við þessi göng,“ sagði McAteer. „Ég var því að keyra í gegnum göngin og það kemur mér enn úr jafnvægi að tala um þetta. Ég fer aftur til þessarar stundar og ég finn enn þessar tilfinningar sem heltust yfir mig þá,“ sagði McAteer en hann brotnaði niður og fór að gráta þegar hann rifjaði upp þennan hræðilega tíma í hans lífi. „Um leið og ég var að keyra úr dagsbirtunni og inn í göngin þá man ég efir því að ég hugsaði: Ég gæti bara tekið í stýrið og endað þetta hér. Það væri svo auðvelt. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki,“ sagði McAteer. „Ég keyrði síðan heim og fór í framhaldinu beint heim til mömmu minnar. Hún bjó í tíu mínútna fjarlægð frá mínu húsi. Ég bankaði á dyrnar hennar og þegar hún opnaði þá sagði ég: Ég get þetta ekki meira. Þetta er allt svo erfitt,“ sagði McAteer. „Allt var farið frá mér. Ég sakna líka alls þess sem tengist því að spila fótbolta. Bara að hlaupa út á völlinn, að vera frjáls á fótboltavellinum. Það er ekkert betra en það. Ekkert vesen. Það eru engin vandamál í lífinu þessar níutíu mínútur. Það er það besta við boltann,“ sagði McAteer. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
McAteer ræddi meðal annars tímapunktinn þegar hann íhugaði að taka sitt eigið líf. McAteer er nú 53 ára gamall en hann spilaði með Liverpool á árunum 1995 til 1999. McAteer hætti í fótboltanum árið 2007 en hafði þá líka spilað fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere á ferli sínum. McAteer var einnig írskur landsliðsmaður og spilaði 52 landsleiki frá 1994 til 2004. Hann glímdi við þunglyndi og andleg vandamál eftir að hann hætti að vera fótboltamaður. McAteer opnaði sig í samtali við Mikael Silvestre, fyrrum varnarmann Manchester United. Hann réði ekki við tárin þegar hann rifjaði upp þetta kvöld þegar botninum var náð. „Það var bara enginn tilgangur lengur og ekkert skipulagt í gangi. Ég var eitthvað að vinna í sjónvarpi en það var ekki vinna á hverjum degi. Þetta voru kannski í mesta lagi einn eða tveir þættir i viku. Það var mjög óreglulegt. Það þýddi fullt af dögum þar sem ég hafði ekkert að gera,“ sagði Jason McAteer. Daily Mail segir frá eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég var síðan að keyra í gegnum göng á milli Wirral og Liverpool af því að ég var að reyna að halda sambandi við barnið mitt sem bjó hinum megin við þessi göng,“ sagði McAteer. „Ég var því að keyra í gegnum göngin og það kemur mér enn úr jafnvægi að tala um þetta. Ég fer aftur til þessarar stundar og ég finn enn þessar tilfinningar sem heltust yfir mig þá,“ sagði McAteer en hann brotnaði niður og fór að gráta þegar hann rifjaði upp þennan hræðilega tíma í hans lífi. „Um leið og ég var að keyra úr dagsbirtunni og inn í göngin þá man ég efir því að ég hugsaði: Ég gæti bara tekið í stýrið og endað þetta hér. Það væri svo auðvelt. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki,“ sagði McAteer. „Ég keyrði síðan heim og fór í framhaldinu beint heim til mömmu minnar. Hún bjó í tíu mínútna fjarlægð frá mínu húsi. Ég bankaði á dyrnar hennar og þegar hún opnaði þá sagði ég: Ég get þetta ekki meira. Þetta er allt svo erfitt,“ sagði McAteer. „Allt var farið frá mér. Ég sakna líka alls þess sem tengist því að spila fótbolta. Bara að hlaupa út á völlinn, að vera frjáls á fótboltavellinum. Það er ekkert betra en það. Ekkert vesen. Það eru engin vandamál í lífinu þessar níutíu mínútur. Það er það besta við boltann,“ sagði McAteer. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira