Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar 3. mars 2025 21:30 Þegar náungans veggur brennur er þínum hætt, segir Hóras. Þessi sannindi rómverska skáldsins eiga ekkert síður við á okkar dögum en þegar þeim var varpað fram á fyrstu öld fyrir Krist. Evrópuþjóðir telja sér vaxandi hættu búna, takist Rússum að sigrast á Úkraínu. Af þeim sökum þurfi að draga varnarlínu vestrænna lýðræðisríkja í austurhluta Úkraínu frekar en við landamæri Póllands eða Eystrasaltsríkja. Í augum Rússa er þessu öfugt farið. Þeir líta svo á að vestræn ríki undir forystu Bandaríkjanna hafi vegið að rússnesku þjóðaröryggi, m.a. með útþenslu NATO og markvissri hervæðingu Úkraínu. Snúi þau ekki baki við þessaru stefnu, eigi Rússar engan kost annan en að halda yfirstandandi aðgerðum sínum í Úkraínu til streitu. Þessar skörpu mótsetningar bera vitni kunnuglegu en sígildu fyrirbæri í samskiptum ríkja: að ráðstafanir sem einn aðili grípur til sjálfum sér til varnar geti komið öðrum fyrir sjónir sem ögrun við hans eigið öryggi. Í aldanna rás hefur sagan sýnt að hafi hvorugur aðilinn verið reiðubúinn til að horfast í augu við þessa þverstæðu og taka tillit til öryggishagsmuna hins, hafi þrautalendingin oft orðið sú að útkljá þyrfti ósættið með vopnavaldi. Nú er öldin önnur. Svo er framförum í drápstækni og vísindum fyrir að þakka að næsta útilokað er að hernaðarlegt stórveldi eigi þess lengur kost að sækja til sigurs gegn öðru á vígvelli, nema með því að taka jafnframt áhættu af eigin útrýmingu. Því ætti engum að koma á óvart að hernaðarstórveldin tvö, Bandaríkin og Rússland, sem samanlagt ráða yfir gereyðingarvopnum sem nægja myndu til að að tortíma lífi á jörðinni nokkrum sinnum, hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir þriggja ára staðgöngustríð þeirra í Úkraínu, að þau standi nú á örlagaríkum krossgötum. Á þeim krossgötum er í grófum dráttum um tvær leiðir að velja, að halda stríðinu áfram eða freista þess að leiða það til lykta í diplómatískum viðræðum. Fyrri kosturinn, sem nokkur reynsla er þegar fenginn af, hefur ekki gefist vestrænum ríkjum vel. Þrátt fyrir dyggilegan stuðning þeirra, hergagnaflutninga, fjárhagsaðstoð og þvingunaraðgerðir, hefur enn ekki tekist að stöðva hina seigbítandi framrás rússnesku mulningsvélarinnar í Úkraínu. Að því gefnu að vestræn riki vilji ekki taka áhættu af frekari stigmögnun átakanna, virðist fátt geta forðað hinum ógæfusömu fórnarlömbum þeirra frá áframhaldandi blóðtöku og eyðileggingu. Er það ekki síst af þeirri ástæðu sem seinni kosturinn, að reyna að binda endi á stríðið, er nú uppi á teningnum, þótt enginn sjái fyrir hvort tilraunir í þá átt muni á endanum bera tilætlaðan árangur. Við þessar aðstæður bregður svo við við að Evrópuríkin vilja mörg hver stinga við fótum. Óttast þau, ef samningaviðræður takast á milli Bandaríkjanna og Rússlands, um m.a. endalok átakanna í Úkraínu, að það kunni að leiða til þess að Bandaríkin kalli með tímanum herlið sitt á brott frá álfunni. Afleiðingin yrði þá sú að þau sjálf myndu neyðast til að taka fulla ábyrgð af eigin vörnum. Veikleikar Evrópuríkjanna, sem rekja má ekki síst til áralangrar vanrækslu þeirra sjálfra í varnarmálum, eiga ríkan þátt í því að þau reyna nú til þrautar að draga Úkraínustríðið á langinn og koma í veg fyrir að Bandaríkin dragi sig út úr því. Rifjar það óneitanlega upp þau grátbroslegu ummæli Þórelfar móður Þorgeirs Hávarssonar í Gerplu að “aldrei skyldi góður dreingur láta þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef ófriður var í boði”. Frá því tvíhliða varnarsamningurinn var gerður hefur íslenska þjóðin átt farsælt samstarf við Bandaríkin sem gert hefur henni m.a. kleift að tala máli friðar á erlendum vettvangi. Nyti samstarfsins við Bandaríkin ekki lengur við, væri vörnum landsins illa fyrir komið, enda ljóst að Evrópuríki, sem Ísland vill annars eiga náin og uppbyggileg samskipti við, hafa í fyrirsjáanlegri framtíð enga burði til að leysa Bandaríkin af hólmi. Þó ekki væri nema af þeirri ástæðu, væri mikið til þess vinnandi að staða Íslands í varnarsamstarfi yrði ekki höfð að leiksoppi afla sem freista vilja þess að gera samskipti Íslands og Bandaríkjanna tortryggileg. Verði það látið gerast, gæti afleiðingin orðið sú að veggurinn okkar og náungans yrði óburðugri en áður og fyrir vikið einnig eldfimari. Höfundur er fyrrverandi sendirherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar náungans veggur brennur er þínum hætt, segir Hóras. Þessi sannindi rómverska skáldsins eiga ekkert síður við á okkar dögum en þegar þeim var varpað fram á fyrstu öld fyrir Krist. Evrópuþjóðir telja sér vaxandi hættu búna, takist Rússum að sigrast á Úkraínu. Af þeim sökum þurfi að draga varnarlínu vestrænna lýðræðisríkja í austurhluta Úkraínu frekar en við landamæri Póllands eða Eystrasaltsríkja. Í augum Rússa er þessu öfugt farið. Þeir líta svo á að vestræn ríki undir forystu Bandaríkjanna hafi vegið að rússnesku þjóðaröryggi, m.a. með útþenslu NATO og markvissri hervæðingu Úkraínu. Snúi þau ekki baki við þessaru stefnu, eigi Rússar engan kost annan en að halda yfirstandandi aðgerðum sínum í Úkraínu til streitu. Þessar skörpu mótsetningar bera vitni kunnuglegu en sígildu fyrirbæri í samskiptum ríkja: að ráðstafanir sem einn aðili grípur til sjálfum sér til varnar geti komið öðrum fyrir sjónir sem ögrun við hans eigið öryggi. Í aldanna rás hefur sagan sýnt að hafi hvorugur aðilinn verið reiðubúinn til að horfast í augu við þessa þverstæðu og taka tillit til öryggishagsmuna hins, hafi þrautalendingin oft orðið sú að útkljá þyrfti ósættið með vopnavaldi. Nú er öldin önnur. Svo er framförum í drápstækni og vísindum fyrir að þakka að næsta útilokað er að hernaðarlegt stórveldi eigi þess lengur kost að sækja til sigurs gegn öðru á vígvelli, nema með því að taka jafnframt áhættu af eigin útrýmingu. Því ætti engum að koma á óvart að hernaðarstórveldin tvö, Bandaríkin og Rússland, sem samanlagt ráða yfir gereyðingarvopnum sem nægja myndu til að að tortíma lífi á jörðinni nokkrum sinnum, hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir þriggja ára staðgöngustríð þeirra í Úkraínu, að þau standi nú á örlagaríkum krossgötum. Á þeim krossgötum er í grófum dráttum um tvær leiðir að velja, að halda stríðinu áfram eða freista þess að leiða það til lykta í diplómatískum viðræðum. Fyrri kosturinn, sem nokkur reynsla er þegar fenginn af, hefur ekki gefist vestrænum ríkjum vel. Þrátt fyrir dyggilegan stuðning þeirra, hergagnaflutninga, fjárhagsaðstoð og þvingunaraðgerðir, hefur enn ekki tekist að stöðva hina seigbítandi framrás rússnesku mulningsvélarinnar í Úkraínu. Að því gefnu að vestræn riki vilji ekki taka áhættu af frekari stigmögnun átakanna, virðist fátt geta forðað hinum ógæfusömu fórnarlömbum þeirra frá áframhaldandi blóðtöku og eyðileggingu. Er það ekki síst af þeirri ástæðu sem seinni kosturinn, að reyna að binda endi á stríðið, er nú uppi á teningnum, þótt enginn sjái fyrir hvort tilraunir í þá átt muni á endanum bera tilætlaðan árangur. Við þessar aðstæður bregður svo við við að Evrópuríkin vilja mörg hver stinga við fótum. Óttast þau, ef samningaviðræður takast á milli Bandaríkjanna og Rússlands, um m.a. endalok átakanna í Úkraínu, að það kunni að leiða til þess að Bandaríkin kalli með tímanum herlið sitt á brott frá álfunni. Afleiðingin yrði þá sú að þau sjálf myndu neyðast til að taka fulla ábyrgð af eigin vörnum. Veikleikar Evrópuríkjanna, sem rekja má ekki síst til áralangrar vanrækslu þeirra sjálfra í varnarmálum, eiga ríkan þátt í því að þau reyna nú til þrautar að draga Úkraínustríðið á langinn og koma í veg fyrir að Bandaríkin dragi sig út úr því. Rifjar það óneitanlega upp þau grátbroslegu ummæli Þórelfar móður Þorgeirs Hávarssonar í Gerplu að “aldrei skyldi góður dreingur láta þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef ófriður var í boði”. Frá því tvíhliða varnarsamningurinn var gerður hefur íslenska þjóðin átt farsælt samstarf við Bandaríkin sem gert hefur henni m.a. kleift að tala máli friðar á erlendum vettvangi. Nyti samstarfsins við Bandaríkin ekki lengur við, væri vörnum landsins illa fyrir komið, enda ljóst að Evrópuríki, sem Ísland vill annars eiga náin og uppbyggileg samskipti við, hafa í fyrirsjáanlegri framtíð enga burði til að leysa Bandaríkin af hólmi. Þó ekki væri nema af þeirri ástæðu, væri mikið til þess vinnandi að staða Íslands í varnarsamstarfi yrði ekki höfð að leiksoppi afla sem freista vilja þess að gera samskipti Íslands og Bandaríkjanna tortryggileg. Verði það látið gerast, gæti afleiðingin orðið sú að veggurinn okkar og náungans yrði óburðugri en áður og fyrir vikið einnig eldfimari. Höfundur er fyrrverandi sendirherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum og ESB.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar