Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar 3. mars 2025 14:32 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja fram frumvarp, (Omnibus) sem felur í sér minni sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki sem skyldug hafa verið til þess að vinna eftir nýrri sjálfbærinlöggjöf, CSRD. Markmið frumvarpsins er að draga úr skrifræði til þess að auka samkeppnishæfi evrópskra fyrirtækja. Drög að nýja frumvarpinu gera ráð fyrir léttingu á kröfum til fyrirtækja en eftir breytingar er áformað að kröfurnar nái til fyrirtækja sem hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evrum árlega. Þannig félög verði skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærni er góður business Mörg stærri félög á Íslandi eru komin langt í innleiðingu sinni á CSRD, búin að gera sínar mikilvægisgreiningar og byrjuð að vinna með ESRS staðlana. Sú vinna gerir félögin samkeppnishæfari og þar með betri fjárfestingakosti. Sá kostnaður sem félögin hafa lagt í innleiðinguna skilar sér því fljótt tilbaka í betri rekstri og sterkari ímynd. Þessi félög eru hvött til þess að halda ótrauð áfram sinni sjálfbærnivinnu þrátt fyrir að kröfur séu mildaðar og staðlar einfaldaðir. Sú góða vinna sem farið hefur fram til þessa má alls ekki fara til spillis en einföldun á regluverki er ekki tækifæri til að hætta heldur tækifæri til að gera enn betur. Sjálfbærni er góður „business" og vinnan sem farið hefur í innleiðingu leiðir af sér betur rekið fyrirtæki, meiri yfirsýn og betra skipulag á rekstrinum auk mögulegrar hagræðingar og nýrra viðskiptatækifæra. Ekki má heldur gleyma þeim félagslegu stefnum og áherslum sem fjölmörg félög hafa sett á oddinn og sagt frá í sjálfbærniskýrslum sínum. Þegar á heildina er litið má ekki gleyma því að betur rekin fyrirtæki sem þekkja alla sína starfsemi og virðiskeðju verða á endanum samkeppnishæfari og betri fjárfestingakostir. Bakslag í réttindi Alþjóðlega erum við að berjast við margs konar félagslegt bakslag. Þar má nefna bakslag í réttindum kvenna víða um heim að ekki sé minnst á samkynhneigða og transfólk. Trumpáhrifin sjást víða. Á Íslandi, sem telst jafnréttasta land í heimi, þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa náðst og sækja fram. Við þurfum að hafna mannréttindabrotum, mansali og barnaþrælkun hvar sem við verðum þeirra vör. Sú vinna sem við höfum unnið á árinu m.a. með því að greina virðiskeðjur fyrirtækjanna, og rekja uppruna vara, hefur skilað okkur margfaldri þekkingu á því hvaðan vörurnar koma og hvernig umhverfi þeirra er. Þessa vinnu verðum við að varðveita. Frelsi til að líta undan Nýja frumvarpinu er einnig ætlað að milda reglur sem innleiða átti um birgja, CSDDD, sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að skoða hvort birgjar hafi gerst sekir um mannréttindabrot eða illa meðferð á umhverfi. Þýðir aflagning kvaða að við höfum algjört frelsi? Skortur á ramma ætti ekki að breyta því að við viljum breyta vel og veljum að líta ekki undan þegar við sjáum brotið á fólki. Við höfum ekki frelsi til mannréttindabrota eða til þess að hneppa aðra í þrældóm eða barnaþrælkun, fara illa með starfsmenn og þar fram eftir götunum. Afléttar kvaðir ættu ekki að breyta neinu þar um. Ef við hugsum aðeins með hjartanu en ekki höfðinu, viljum við þá klæðast fatnaði sem börn hafa unnið við ómanneskjulegar aðstæður? Með því að halda áfram á beinu brautinni með góða stjórnarhætti, vönduð umhverfismál og félagsleg réttindi gerum við fyrirtækin okkar betri. Ég hvet því íslensk fyrirtæki til að kynna sér Omnibus vel og hef trú á því að á Íslandi vilji góðir stjórnendur gera sínar áhættugreiningar áfram og framkvæma tvöfaldar mikilvægisgreiningar til þess að vita hvar áhættuþættir og tækifæri þeirra til framtíðar liggja. Svo mikið höfum við lært af vegferð okkar í innleiðingu á CSRD að við viljum alls ekki aflæra það og aukin sjálfbærnivinna skilar samkeppnishæfara umhverfi. Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Podium. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja fram frumvarp, (Omnibus) sem felur í sér minni sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki sem skyldug hafa verið til þess að vinna eftir nýrri sjálfbærinlöggjöf, CSRD. Markmið frumvarpsins er að draga úr skrifræði til þess að auka samkeppnishæfi evrópskra fyrirtækja. Drög að nýja frumvarpinu gera ráð fyrir léttingu á kröfum til fyrirtækja en eftir breytingar er áformað að kröfurnar nái til fyrirtækja sem hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evrum árlega. Þannig félög verði skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærni er góður business Mörg stærri félög á Íslandi eru komin langt í innleiðingu sinni á CSRD, búin að gera sínar mikilvægisgreiningar og byrjuð að vinna með ESRS staðlana. Sú vinna gerir félögin samkeppnishæfari og þar með betri fjárfestingakosti. Sá kostnaður sem félögin hafa lagt í innleiðinguna skilar sér því fljótt tilbaka í betri rekstri og sterkari ímynd. Þessi félög eru hvött til þess að halda ótrauð áfram sinni sjálfbærnivinnu þrátt fyrir að kröfur séu mildaðar og staðlar einfaldaðir. Sú góða vinna sem farið hefur fram til þessa má alls ekki fara til spillis en einföldun á regluverki er ekki tækifæri til að hætta heldur tækifæri til að gera enn betur. Sjálfbærni er góður „business" og vinnan sem farið hefur í innleiðingu leiðir af sér betur rekið fyrirtæki, meiri yfirsýn og betra skipulag á rekstrinum auk mögulegrar hagræðingar og nýrra viðskiptatækifæra. Ekki má heldur gleyma þeim félagslegu stefnum og áherslum sem fjölmörg félög hafa sett á oddinn og sagt frá í sjálfbærniskýrslum sínum. Þegar á heildina er litið má ekki gleyma því að betur rekin fyrirtæki sem þekkja alla sína starfsemi og virðiskeðju verða á endanum samkeppnishæfari og betri fjárfestingakostir. Bakslag í réttindi Alþjóðlega erum við að berjast við margs konar félagslegt bakslag. Þar má nefna bakslag í réttindum kvenna víða um heim að ekki sé minnst á samkynhneigða og transfólk. Trumpáhrifin sjást víða. Á Íslandi, sem telst jafnréttasta land í heimi, þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa náðst og sækja fram. Við þurfum að hafna mannréttindabrotum, mansali og barnaþrælkun hvar sem við verðum þeirra vör. Sú vinna sem við höfum unnið á árinu m.a. með því að greina virðiskeðjur fyrirtækjanna, og rekja uppruna vara, hefur skilað okkur margfaldri þekkingu á því hvaðan vörurnar koma og hvernig umhverfi þeirra er. Þessa vinnu verðum við að varðveita. Frelsi til að líta undan Nýja frumvarpinu er einnig ætlað að milda reglur sem innleiða átti um birgja, CSDDD, sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að skoða hvort birgjar hafi gerst sekir um mannréttindabrot eða illa meðferð á umhverfi. Þýðir aflagning kvaða að við höfum algjört frelsi? Skortur á ramma ætti ekki að breyta því að við viljum breyta vel og veljum að líta ekki undan þegar við sjáum brotið á fólki. Við höfum ekki frelsi til mannréttindabrota eða til þess að hneppa aðra í þrældóm eða barnaþrælkun, fara illa með starfsmenn og þar fram eftir götunum. Afléttar kvaðir ættu ekki að breyta neinu þar um. Ef við hugsum aðeins með hjartanu en ekki höfðinu, viljum við þá klæðast fatnaði sem börn hafa unnið við ómanneskjulegar aðstæður? Með því að halda áfram á beinu brautinni með góða stjórnarhætti, vönduð umhverfismál og félagsleg réttindi gerum við fyrirtækin okkar betri. Ég hvet því íslensk fyrirtæki til að kynna sér Omnibus vel og hef trú á því að á Íslandi vilji góðir stjórnendur gera sínar áhættugreiningar áfram og framkvæma tvöfaldar mikilvægisgreiningar til þess að vita hvar áhættuþættir og tækifæri þeirra til framtíðar liggja. Svo mikið höfum við lært af vegferð okkar í innleiðingu á CSRD að við viljum alls ekki aflæra það og aukin sjálfbærnivinna skilar samkeppnishæfara umhverfi. Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Podium.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun