Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand, Johanna Franke og Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifa 3. mars 2025 13:02 Við stöndum frammi fyrir plastkrísu af mannavöldum. Plast mengar bæði land og sjó og eyðileggur lífriki sjávars. Hvalir, höfrungar og sjófuglar eru meðal þeirra sem svelta vegna gleypts plasts, og jafnvel refir á Hornströndum hafa fundist éta það. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) berast árlega um 11 milljónir tonna af plastúrgangi í heimshöfin. Ef ekkert er gert gæti sú tala þrefaldast fyrir árið 2040. Við finnum þegar plastmengun við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun hefur við rannsóknir fundið allt að 5.000 plasteiningar á hvern ferkílómetra af hafsbotni við landið. Hafið hefur engin landamæri – plast sem fer í sjóinn hér getur borist um allan heim. MS-jógúrtdósir og íslensk fiskikör hafa til dæmis fundist á fjörum Svalbarða, eins og rannsóknir MARP (Marine Plastic Pollution in the Arctic) hafa leitt í ljós. Plast er mjög skaðlegt fyrir hafið, sjávarlífverur og okkur sjálf. Árið 2022 sáust fyrst rispuhöfrungar (Risso’s Dolphins) við Ísland, en fundargleðin var skammvinn því höfrungarnir dóu stuttu seinna. Við krufningu kom í ljós að annar þeirra hafði soltið til dauða; maginn var fullur af mjúku plasti sem líktist ruslapokum. Þetta er ekki einsdæmi. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands var plast að finna í meira en 70% fýla sem skoðaðir voru á íslenskum ströndum á árunum 2018-2023. Plast getur tekið allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Þegar sjávaröldur og sólargeislar brjóta stóra plastbúta niður brotna þeir ekki niður á lífrænan máta heldur í sífellt smærri agnir sem kallast örplast og nanóplast. Þessar agnir hafa fundist í þorski, kræklingi, drykkjarvatni, brjóstamjólk og jafnvel í jöklum. Samkvæmt þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna geta efnin í plasti haft alvarleg áhrif á heilsu okkar – þau geta truflað innkirtlastarfsemi, aukið insúlínviðnám, valdið þyngdaraukningu, minnkað frjósemi og aukið líkur á krabbameini. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem vísindamenn eru enn að reyna að komast að því hversu mikinn skaða örplast og nanóplast valda líkama okkar. Um 85% af öllu rusli sem finnst á íslenskum ströndum er plast. Algengustu hlutirnir eru fiskinet, veiðarfæri, plastflöskur og umbúðir. Myndritið hér að neðan byggir á niðurstöðum strandhreinsana frá Ocean Missions á norðurlandi og sýnir hlutföll þeirra hluta sem finnast í rusli í fjörum landsins. Ruslið kemur m.a. frá sjávarútvegi, heimilissorpi og skipaflutningum. Hvernig getum við breytt þessu? Breytingar eru nauðsynlegar en hvað getum við sem fólk, samtök og fyrirtæki gert til að stöðva plastflóðið? Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að m.a.: Nota endurnýtanlega og sjálfbæra valkosti, flokka úrgang rétt og þekkja þær reglur sem gilda um sorphirðu, hætta að henda rusli í klósettið sem á ekki að fara þangað, hreinsa strandir og umhverfið eftir okkur og aðra, og, fyrirtæki og stofnanir geta lækkað plastnotkun og frætt viðskiptavini og samstarfsaðila um umhverfisvænni valkosti Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að almenningur á ekki að bera allan þungann. Vandinn stafar af skorti á lagasetningu og á stuðningi stjórnvalda við aðra valkosti, viðeigandi innviðum úrgangsstjórnunar og fráveitu og ábyrgð sjávarútvegs sem og annarra atvinnugreina. Hlutverk stjórnvalda Stjórnvöld bera ábyrgð á að taka stóru skrefin. Þau þurfa að setja fleiri lög og reglugerðir, efla plastlausar lausnir og styðja rannsóknir og aðrar ráðstafanir sem draga úr plastnotkun. Plastmengun í hafinu er ekki einungis umhverfisvandi heldur einnig lýðheilsuvandi. Plast er mjög sýnileg birtingarmynd þess hvernig við förum illa með jörðina en til að takast á við plastmengun í hafinu og ofneyslu, sem er rót vandans, þarf djarfar aðgerðir frá okkar helstu leiðtogum. Gerum sjávarútveginn ábyrgann, framfylgjum tilkynningarskyldu um týndan veiðibúnað, og stefnum í átt að sjálfbærum og ábyrgari lausnum. Drögum úr framleiðslu á óþarfa plasti þar sem betri valkostir eru til staðar. Af hverju þurfa sem dæmi gúrkurnar okkar að vera vafðar inn í plast? Ungir umhverfissinnar báðu Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrv. umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra síðastliðið vor að íhuga kerfi til að styðja við valkosti gegn slíkri sóun á plasti í íslenskri grænmetisframleiðslu en ráðuneytið tók málið ekki lengra. Víða eru notaðar endurnýtanlegar pappa- eða plastumbúðir fyrir m.a. ber, gúrkur og tómata. Af hverju gæti ekki verið skilakerfi fyrir þess konar ílát eða aðra pakkningu sem augljóslega væri hægt að nota aftur og aftur, og ekki bara úr plasti heldur einnig öðrum efnum? Og að lokum, af hverju erum við enn að senda næstum allan úrganginn okkar úr landi? Förum að endurvinna hérna á Íslandi! Plast mengar sjóinn, skaðar sjávarlíf og ýtir undir loftslagsbreytingar. Plast er búið til úr jarðefnaeldsneyti, og þegar það er brennt til orkuvinnslu – oft kallað „endurvinnsla“ – getur það verið verra en að brenna kol. Ef ekkert er að gert, mun vandinn einungis aukast. "Lengi tekur sjórinn við," en ekki að eilífu. Við þurfum aðgerðir – og við þurfum þær strax. Höfundar eru: Emily Jaimes Richey-Stavrand, Verkefna- og viðburðastjóri SOA Iceland Johanna Franke, Umsjónamaður strandhreinsanna hjá Ocean Missions Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra Umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir plastkrísu af mannavöldum. Plast mengar bæði land og sjó og eyðileggur lífriki sjávars. Hvalir, höfrungar og sjófuglar eru meðal þeirra sem svelta vegna gleypts plasts, og jafnvel refir á Hornströndum hafa fundist éta það. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) berast árlega um 11 milljónir tonna af plastúrgangi í heimshöfin. Ef ekkert er gert gæti sú tala þrefaldast fyrir árið 2040. Við finnum þegar plastmengun við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun hefur við rannsóknir fundið allt að 5.000 plasteiningar á hvern ferkílómetra af hafsbotni við landið. Hafið hefur engin landamæri – plast sem fer í sjóinn hér getur borist um allan heim. MS-jógúrtdósir og íslensk fiskikör hafa til dæmis fundist á fjörum Svalbarða, eins og rannsóknir MARP (Marine Plastic Pollution in the Arctic) hafa leitt í ljós. Plast er mjög skaðlegt fyrir hafið, sjávarlífverur og okkur sjálf. Árið 2022 sáust fyrst rispuhöfrungar (Risso’s Dolphins) við Ísland, en fundargleðin var skammvinn því höfrungarnir dóu stuttu seinna. Við krufningu kom í ljós að annar þeirra hafði soltið til dauða; maginn var fullur af mjúku plasti sem líktist ruslapokum. Þetta er ekki einsdæmi. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands var plast að finna í meira en 70% fýla sem skoðaðir voru á íslenskum ströndum á árunum 2018-2023. Plast getur tekið allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Þegar sjávaröldur og sólargeislar brjóta stóra plastbúta niður brotna þeir ekki niður á lífrænan máta heldur í sífellt smærri agnir sem kallast örplast og nanóplast. Þessar agnir hafa fundist í þorski, kræklingi, drykkjarvatni, brjóstamjólk og jafnvel í jöklum. Samkvæmt þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna geta efnin í plasti haft alvarleg áhrif á heilsu okkar – þau geta truflað innkirtlastarfsemi, aukið insúlínviðnám, valdið þyngdaraukningu, minnkað frjósemi og aukið líkur á krabbameini. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem vísindamenn eru enn að reyna að komast að því hversu mikinn skaða örplast og nanóplast valda líkama okkar. Um 85% af öllu rusli sem finnst á íslenskum ströndum er plast. Algengustu hlutirnir eru fiskinet, veiðarfæri, plastflöskur og umbúðir. Myndritið hér að neðan byggir á niðurstöðum strandhreinsana frá Ocean Missions á norðurlandi og sýnir hlutföll þeirra hluta sem finnast í rusli í fjörum landsins. Ruslið kemur m.a. frá sjávarútvegi, heimilissorpi og skipaflutningum. Hvernig getum við breytt þessu? Breytingar eru nauðsynlegar en hvað getum við sem fólk, samtök og fyrirtæki gert til að stöðva plastflóðið? Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að m.a.: Nota endurnýtanlega og sjálfbæra valkosti, flokka úrgang rétt og þekkja þær reglur sem gilda um sorphirðu, hætta að henda rusli í klósettið sem á ekki að fara þangað, hreinsa strandir og umhverfið eftir okkur og aðra, og, fyrirtæki og stofnanir geta lækkað plastnotkun og frætt viðskiptavini og samstarfsaðila um umhverfisvænni valkosti Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að almenningur á ekki að bera allan þungann. Vandinn stafar af skorti á lagasetningu og á stuðningi stjórnvalda við aðra valkosti, viðeigandi innviðum úrgangsstjórnunar og fráveitu og ábyrgð sjávarútvegs sem og annarra atvinnugreina. Hlutverk stjórnvalda Stjórnvöld bera ábyrgð á að taka stóru skrefin. Þau þurfa að setja fleiri lög og reglugerðir, efla plastlausar lausnir og styðja rannsóknir og aðrar ráðstafanir sem draga úr plastnotkun. Plastmengun í hafinu er ekki einungis umhverfisvandi heldur einnig lýðheilsuvandi. Plast er mjög sýnileg birtingarmynd þess hvernig við förum illa með jörðina en til að takast á við plastmengun í hafinu og ofneyslu, sem er rót vandans, þarf djarfar aðgerðir frá okkar helstu leiðtogum. Gerum sjávarútveginn ábyrgann, framfylgjum tilkynningarskyldu um týndan veiðibúnað, og stefnum í átt að sjálfbærum og ábyrgari lausnum. Drögum úr framleiðslu á óþarfa plasti þar sem betri valkostir eru til staðar. Af hverju þurfa sem dæmi gúrkurnar okkar að vera vafðar inn í plast? Ungir umhverfissinnar báðu Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrv. umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra síðastliðið vor að íhuga kerfi til að styðja við valkosti gegn slíkri sóun á plasti í íslenskri grænmetisframleiðslu en ráðuneytið tók málið ekki lengra. Víða eru notaðar endurnýtanlegar pappa- eða plastumbúðir fyrir m.a. ber, gúrkur og tómata. Af hverju gæti ekki verið skilakerfi fyrir þess konar ílát eða aðra pakkningu sem augljóslega væri hægt að nota aftur og aftur, og ekki bara úr plasti heldur einnig öðrum efnum? Og að lokum, af hverju erum við enn að senda næstum allan úrganginn okkar úr landi? Förum að endurvinna hérna á Íslandi! Plast mengar sjóinn, skaðar sjávarlíf og ýtir undir loftslagsbreytingar. Plast er búið til úr jarðefnaeldsneyti, og þegar það er brennt til orkuvinnslu – oft kallað „endurvinnsla“ – getur það verið verra en að brenna kol. Ef ekkert er að gert, mun vandinn einungis aukast. "Lengi tekur sjórinn við," en ekki að eilífu. Við þurfum aðgerðir – og við þurfum þær strax. Höfundar eru: Emily Jaimes Richey-Stavrand, Verkefna- og viðburðastjóri SOA Iceland Johanna Franke, Umsjónamaður strandhreinsanna hjá Ocean Missions Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra Umhverfissinna
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun