Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar 2. mars 2025 16:01 Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt. Menntavísindadeildir háskóla hafa orð á sér, úti um allan heim, fyrir að láta illa að stjórn. Kennarar á þeim sviðum koma úr ólíkum áttum; og þar sem einn vill til fjalls vill annar til fjöru. Kolbrúnu hefur tekist að stýra Menntavísindasviði HÍ á affarasælan hátt, með samblandi af festu og lempni. Þær dygðir myndu gagnast henni enn betur á stóli rektors. Auk stjórnkænsku Kolbrúnar inn á við hefur hún eflt menntavísindi á landinu með tvennum hætti: 1) með því að styðja við og efla fræðasamfélagið, t.a.m. í gegnum metnaðarfullan stuðning við doktorsnám, rannsakendur og áherslu á alþjóðlegt samstarf; 2) með því að setja á laggirnar markvisst samstarf við stjórnvöld og ýmsa samstarfsaðila. Hér hefur hún einnig náð eftirtektarverðum árangri innan háskólans með ráðningu akademísks starfsfólks þvert á fræðasvið skólans og mikilvæga samvinnu fræðasviða um kennaramenntun. En hún er einnig mjög hagnýtt þenkjandi og hefur náð að tvöfalda sértekjur sviðsins með sókn í sjóði og samningum við fjölda samstarfsaðila. Ekki síst á Kolbrún heiður skilið fyrir að hafa náð að hrinda í framkvæmd flutningi Menntavísindasviðs á háskólasvæðið sem mun eiga sér stað nú í vor. Það væri ánægjuleg krýning á því afreksverki ef Kolbrún tæki á sama tíma við embætti rektors Háskólans í heild. Hún hefur sýnt í verki að hún er kraftmikill leiðtogi sem yrði öflugur talsmaður skólans út á við og sameiningarafl inn á við. Kolbrún hefur þannig leitt eitt af fræðasviðum háskólans í gegnum mikla breytinga- og umbrotatíma, jafnframt því að hafa verið sterkur talsmaður þess út á við. Ég fylgdist vel með störfum Páls Skúlasonar, föður Kolbrúnar, sem háskólarektors á sínum tíma. Kolbrún hefur erft ýmsa eðliskosti föður síns en hefur engu að síður sinn sérstaka stíl og viðmót sem hefur reynst henni vel sem sviðsforseta og myndi hæfa rektorsembættinu afar vel. Það sem heillar mig við Kolbrúnu er þó umfram allt hve hún hefur „sterka skólasýn“. Þetta hugtak var oft notað um þekktustu skólafrömuði 20. aldar en hefur því miður fallið úr tísku. Kolbrún Pálsdóttir veit nákvæmlega út á hvað nám, kennsla og rannsóknir ganga og hver lífæð slíkrar starfsemi er. Því ljæ ég henni atkvæði mitt. Höfundur er prófessor við University of Birmingham, Boston College og Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt. Menntavísindadeildir háskóla hafa orð á sér, úti um allan heim, fyrir að láta illa að stjórn. Kennarar á þeim sviðum koma úr ólíkum áttum; og þar sem einn vill til fjalls vill annar til fjöru. Kolbrúnu hefur tekist að stýra Menntavísindasviði HÍ á affarasælan hátt, með samblandi af festu og lempni. Þær dygðir myndu gagnast henni enn betur á stóli rektors. Auk stjórnkænsku Kolbrúnar inn á við hefur hún eflt menntavísindi á landinu með tvennum hætti: 1) með því að styðja við og efla fræðasamfélagið, t.a.m. í gegnum metnaðarfullan stuðning við doktorsnám, rannsakendur og áherslu á alþjóðlegt samstarf; 2) með því að setja á laggirnar markvisst samstarf við stjórnvöld og ýmsa samstarfsaðila. Hér hefur hún einnig náð eftirtektarverðum árangri innan háskólans með ráðningu akademísks starfsfólks þvert á fræðasvið skólans og mikilvæga samvinnu fræðasviða um kennaramenntun. En hún er einnig mjög hagnýtt þenkjandi og hefur náð að tvöfalda sértekjur sviðsins með sókn í sjóði og samningum við fjölda samstarfsaðila. Ekki síst á Kolbrún heiður skilið fyrir að hafa náð að hrinda í framkvæmd flutningi Menntavísindasviðs á háskólasvæðið sem mun eiga sér stað nú í vor. Það væri ánægjuleg krýning á því afreksverki ef Kolbrún tæki á sama tíma við embætti rektors Háskólans í heild. Hún hefur sýnt í verki að hún er kraftmikill leiðtogi sem yrði öflugur talsmaður skólans út á við og sameiningarafl inn á við. Kolbrún hefur þannig leitt eitt af fræðasviðum háskólans í gegnum mikla breytinga- og umbrotatíma, jafnframt því að hafa verið sterkur talsmaður þess út á við. Ég fylgdist vel með störfum Páls Skúlasonar, föður Kolbrúnar, sem háskólarektors á sínum tíma. Kolbrún hefur erft ýmsa eðliskosti föður síns en hefur engu að síður sinn sérstaka stíl og viðmót sem hefur reynst henni vel sem sviðsforseta og myndi hæfa rektorsembættinu afar vel. Það sem heillar mig við Kolbrúnu er þó umfram allt hve hún hefur „sterka skólasýn“. Þetta hugtak var oft notað um þekktustu skólafrömuði 20. aldar en hefur því miður fallið úr tísku. Kolbrún Pálsdóttir veit nákvæmlega út á hvað nám, kennsla og rannsóknir ganga og hver lífæð slíkrar starfsemi er. Því ljæ ég henni atkvæði mitt. Höfundur er prófessor við University of Birmingham, Boston College og Háskóla Íslands.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar