Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2025 08:52 Andreas Babler, leiðtogi Jafnaðarmanna, Christian Stocker frá Þjóðarflokknum og Beate Meinl-Reisinger, leiðtogi Neos, á fréttamannafundinum í gær. AP Leiðtogar þriggja miðjuflokka í Austurríki hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, fimm mánuðum eftir þingkosningar fóru fram í landinu. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum og hlaut flest atkvæði í kosningunum, stendur utan nýrrar stjórnar. Leiðtogar Þjóðarflokksins (ÖVP), Jafnaðarmannaflokksins (SPÖ) og Neos-flokksins greindu frá stjórnarmynduninni á fréttamannafundi í gær. Þar var greint fá áætlunum nýrrar stjórnar um að berja niður verðbólgu, að koma á sérstöku leiguþaki og strangari reglum um innflytjendur, sérstaklega hvað varðar fjölskyldusameiningar. Þá stendur til að koma á banni við að stúlkur yngri en fjórtán ára klæðist hijab. Christian Stocker, leiðtogi Þjóðarflokksins, sagði stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa verið erfiðar og að leiðtogar flokkanna hafi skynjað óþreyju austurríski þjóðarinnar eftir nýrri stjórn. Aldrei hafa stjórnarmyndunarviðræður tekið svo langan tíma í Austurríki frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stocker sagði leiðtogana þó ánægða og stolta af samkomulaginu og að „málamiðlun væri austurrísk dyggð“. Um er að ræða fyrsta þriggja flokka stjórn landsins frá fimmta áratug síðustu aldar, en flokkarnir þrír eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Frelsisflokkurinn hlaut 28,8 prósenta fylgi í þingkosningunum og bætti við sig fylgi. Leiðtogar Frelsisflokksins reyndu að fá aðra flokka til samstarfs en þær stjórnarmyndunarviðræður sigldu í strand fyrr í mánuðinum. Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Leiðtogar Þjóðarflokksins (ÖVP), Jafnaðarmannaflokksins (SPÖ) og Neos-flokksins greindu frá stjórnarmynduninni á fréttamannafundi í gær. Þar var greint fá áætlunum nýrrar stjórnar um að berja niður verðbólgu, að koma á sérstöku leiguþaki og strangari reglum um innflytjendur, sérstaklega hvað varðar fjölskyldusameiningar. Þá stendur til að koma á banni við að stúlkur yngri en fjórtán ára klæðist hijab. Christian Stocker, leiðtogi Þjóðarflokksins, sagði stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa verið erfiðar og að leiðtogar flokkanna hafi skynjað óþreyju austurríski þjóðarinnar eftir nýrri stjórn. Aldrei hafa stjórnarmyndunarviðræður tekið svo langan tíma í Austurríki frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stocker sagði leiðtogana þó ánægða og stolta af samkomulaginu og að „málamiðlun væri austurrísk dyggð“. Um er að ræða fyrsta þriggja flokka stjórn landsins frá fimmta áratug síðustu aldar, en flokkarnir þrír eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Frelsisflokkurinn hlaut 28,8 prósenta fylgi í þingkosningunum og bætti við sig fylgi. Leiðtogar Frelsisflokksins reyndu að fá aðra flokka til samstarfs en þær stjórnarmyndunarviðræður sigldu í strand fyrr í mánuðinum.
Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57