Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2025 08:36 Gene Hackman og eiginkona hans Betsy Arakawa á Golden Globe verðlaunahátíðinni 2003. Getty Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í gær. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í orð lögreglustjórans Adan Mendoza. Hundur hjónanna á einnig að hafa fundist dauður. Gene Hackman var 95 ára en Arakawa 63 ára, en þau gengu í hjónaband árið 1991. Mendoza segir að ekki liggi fyrir um hvað hafi dregið hjónin til dauða, en að ekki sé grunur um glæpsamlegt athæfi. Hackman er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jimmy „Popeye“ Doyle í myndinni The French Connection 1971. Þá fór hann með stórt hlutverk í myndinni Unforgiven auk þess að túlka illmennið Lex Luthor í Superman-myndunum á áttunda og níunda áratugnum. Hackman vann á ferli sínum til tvennra Óskarsverðlauna, fyrir aðalhlutverk í French Connection og svo aukahlutverk fyrir Unforgiven. Þá vann hann til fernra Golden Globe-verðlauna á ferli sínum. Hackman lék á ferli sínum í rúmlega hundrað kvikmyndum, en hann hætti störfum sem leikari árið 2004. Í seinni tíð ritaði Hackman fjölda bóka, meðal annars nokkurn fjölda sögulegra skáldsagna. Meðal annarra mynda sem Hackman lék í voru Bonnie and Clyde (1967) The Poseidon Adventure (1972), Scarecrow (1973), The Conversation (1974), A Bridge Too Far (1977), Under Fire (1983), Power (1986), Mississippi Burning (1988), Loose Cannons (1990), The Firm (1993), The Quick and the Dead (1995), The Birdcage (1996), Enemy of the State (1998), Behind Enemy Lines (2001), The Royal Tenenbaums (2001) og Runaway Jury (2003). Hann var giftur Faye Maltese á árunum 1956 til 1986 og áttu þau saman þrjú börn. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Andlát Gene Hackman Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í orð lögreglustjórans Adan Mendoza. Hundur hjónanna á einnig að hafa fundist dauður. Gene Hackman var 95 ára en Arakawa 63 ára, en þau gengu í hjónaband árið 1991. Mendoza segir að ekki liggi fyrir um hvað hafi dregið hjónin til dauða, en að ekki sé grunur um glæpsamlegt athæfi. Hackman er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jimmy „Popeye“ Doyle í myndinni The French Connection 1971. Þá fór hann með stórt hlutverk í myndinni Unforgiven auk þess að túlka illmennið Lex Luthor í Superman-myndunum á áttunda og níunda áratugnum. Hackman vann á ferli sínum til tvennra Óskarsverðlauna, fyrir aðalhlutverk í French Connection og svo aukahlutverk fyrir Unforgiven. Þá vann hann til fernra Golden Globe-verðlauna á ferli sínum. Hackman lék á ferli sínum í rúmlega hundrað kvikmyndum, en hann hætti störfum sem leikari árið 2004. Í seinni tíð ritaði Hackman fjölda bóka, meðal annars nokkurn fjölda sögulegra skáldsagna. Meðal annarra mynda sem Hackman lék í voru Bonnie and Clyde (1967) The Poseidon Adventure (1972), Scarecrow (1973), The Conversation (1974), A Bridge Too Far (1977), Under Fire (1983), Power (1986), Mississippi Burning (1988), Loose Cannons (1990), The Firm (1993), The Quick and the Dead (1995), The Birdcage (1996), Enemy of the State (1998), Behind Enemy Lines (2001), The Royal Tenenbaums (2001) og Runaway Jury (2003). Hann var giftur Faye Maltese á árunum 1956 til 1986 og áttu þau saman þrjú börn.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Andlát Gene Hackman Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein