Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir og Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifa 25. febrúar 2025 13:47 Hvernig á að tala við kennaranema um þessar mundir? Það er áleitin spurning í ljósi atburða síðustu mánaða. Undirritaðar eru á þeirri skoðun að fátt sé skemmtilegra eða verðugra en að vera kennari. En eins og sakir standa getur verið snúið að koma í veg fyrir að kennaranemar missi móðinn. Úr öllum áttum fá þau skýr skilaboð um að kennsla sé ómerkilegt starf sem lítið sé varið í að leggja fyrir sig og nú hefur meira að segja orðið ljóst að sums staðar eru ekki gerðar meiri kröfur til þeirra sem kenna börnum en að þau hafi hreint sakavottorð. Hvernig er fimm ára kennaramenntun metin? Það er kaldhæðnislegt að kennaraskortur á Íslandi er öllum kunnur og hefur verið gripið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum til að laða fólk að kennslu. En sú harða kjaradeila sem geisað hefur síðustu mánuði er eins og loftsteinn ofan í þá uppbyggingu. Áttar fólk sig á þeirri eyðileggingu sem nú dynur á? Þegar kennari hefur menntað sig og stendur frammi fyrir bekk getur verið veruleg áskorun að bera höfuðið hátt frammi fyrir nemendum sem undrast það jafnvel að einhver hafi kosið að gera kennslu að ævistarfi, í ljósi þess hvernig um starfið er rætt. Er ekki ljóst að þegar öllu er á botninn hvolft er kjarni málsins sá hvers kyns menntun börnum þessa lands er búin, hvort þau njóta kennslu fagfólks eða fólks af götunni? Það viðhorf til kennara sem birtist í þessari langvarandi kjaradeilu og umræðum sem henni fylgja er skemmdarverk og alls óvíst hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. Við skorum á stjórnvöld þessa lands að meta kennarastarfið að verðleikum og höggva á hnútinn áður en meiri skaði verður skeður. Guðný Pálsdóttir er framhaldsskólakennari.Súsanna Margrét Gestsdóttir er lektor á menntavísindasviði HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig á að tala við kennaranema um þessar mundir? Það er áleitin spurning í ljósi atburða síðustu mánaða. Undirritaðar eru á þeirri skoðun að fátt sé skemmtilegra eða verðugra en að vera kennari. En eins og sakir standa getur verið snúið að koma í veg fyrir að kennaranemar missi móðinn. Úr öllum áttum fá þau skýr skilaboð um að kennsla sé ómerkilegt starf sem lítið sé varið í að leggja fyrir sig og nú hefur meira að segja orðið ljóst að sums staðar eru ekki gerðar meiri kröfur til þeirra sem kenna börnum en að þau hafi hreint sakavottorð. Hvernig er fimm ára kennaramenntun metin? Það er kaldhæðnislegt að kennaraskortur á Íslandi er öllum kunnur og hefur verið gripið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum til að laða fólk að kennslu. En sú harða kjaradeila sem geisað hefur síðustu mánuði er eins og loftsteinn ofan í þá uppbyggingu. Áttar fólk sig á þeirri eyðileggingu sem nú dynur á? Þegar kennari hefur menntað sig og stendur frammi fyrir bekk getur verið veruleg áskorun að bera höfuðið hátt frammi fyrir nemendum sem undrast það jafnvel að einhver hafi kosið að gera kennslu að ævistarfi, í ljósi þess hvernig um starfið er rætt. Er ekki ljóst að þegar öllu er á botninn hvolft er kjarni málsins sá hvers kyns menntun börnum þessa lands er búin, hvort þau njóta kennslu fagfólks eða fólks af götunni? Það viðhorf til kennara sem birtist í þessari langvarandi kjaradeilu og umræðum sem henni fylgja er skemmdarverk og alls óvíst hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. Við skorum á stjórnvöld þessa lands að meta kennarastarfið að verðleikum og höggva á hnútinn áður en meiri skaði verður skeður. Guðný Pálsdóttir er framhaldsskólakennari.Súsanna Margrét Gestsdóttir er lektor á menntavísindasviði HÍ.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun