Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 21:00 Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið hreyfiafl umbóta á Íslandi. Árið 1929 var stefna hans mörkuð með þessum orðum: „Ísland taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina.“ „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þessi gildi eiga jafn vel við í dag og þau áttu þá. En til að tryggja að þau verði að veruleika verðum við að sækja fram. Veikur Sjálfstæðisflokkur getur ekki staðið við stefnu sína og loforð við landsmenn. Þess vegna er mikilvægt að hann eigi sterka forystu sem vinnur að því að efla fylgið og ná til allra stétta, óháð bakgrunni eða búsetu. Við horfum fram á mikla óvissutíma. Yfirvofandi átök í Evrópu vekja upp áhyggjur um öryggi og stöðugleika, á meðan vinstrimeirihluti í bæði ríkis- og borgarstjórn skapar pólitískt ástand sem krefst þess að við tölum ennþá hærra fyrir einstaklingsfrelsinu. Í aðstæðum sem nú eru uppi hefur Sjálfstæðisstefnan enn meira gildi. Hún leggur áherslu á sjálfstæði, ábyrgð og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, sem gerir okkur kleift að bregðast betur við óvissu og öflugri andstöðu. Með því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn tryggjum við að Ísland haldi áfram að vera ljósið í myrkrinu, á föstum grunni frelsis og ábyrgðar. Ronald Reagan komst vel að orði árið 1976: „Ekkert kemur í stað sigurs.“ Þetta er auðvitað hárrétt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er veikur tapar frelsið sínum sterkasta málsvara á Íslandi. Við höfum skyldu til að tryggja að hugsjónir okkar verði áfram grundvöllurinn að uppbyggingu Íslands til framtíðar. Þess vegna býð ég mig fram til að blása til sóknar, sameina krafta okkar og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið hreyfiafl umbóta á Íslandi. Árið 1929 var stefna hans mörkuð með þessum orðum: „Ísland taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina.“ „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þessi gildi eiga jafn vel við í dag og þau áttu þá. En til að tryggja að þau verði að veruleika verðum við að sækja fram. Veikur Sjálfstæðisflokkur getur ekki staðið við stefnu sína og loforð við landsmenn. Þess vegna er mikilvægt að hann eigi sterka forystu sem vinnur að því að efla fylgið og ná til allra stétta, óháð bakgrunni eða búsetu. Við horfum fram á mikla óvissutíma. Yfirvofandi átök í Evrópu vekja upp áhyggjur um öryggi og stöðugleika, á meðan vinstrimeirihluti í bæði ríkis- og borgarstjórn skapar pólitískt ástand sem krefst þess að við tölum ennþá hærra fyrir einstaklingsfrelsinu. Í aðstæðum sem nú eru uppi hefur Sjálfstæðisstefnan enn meira gildi. Hún leggur áherslu á sjálfstæði, ábyrgð og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, sem gerir okkur kleift að bregðast betur við óvissu og öflugri andstöðu. Með því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn tryggjum við að Ísland haldi áfram að vera ljósið í myrkrinu, á föstum grunni frelsis og ábyrgðar. Ronald Reagan komst vel að orði árið 1976: „Ekkert kemur í stað sigurs.“ Þetta er auðvitað hárrétt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er veikur tapar frelsið sínum sterkasta málsvara á Íslandi. Við höfum skyldu til að tryggja að hugsjónir okkar verði áfram grundvöllurinn að uppbyggingu Íslands til framtíðar. Þess vegna býð ég mig fram til að blása til sóknar, sameina krafta okkar og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun