Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar 24. febrúar 2025 11:32 Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm. Samtími okkar býður upp á margt af þessum toga, því miður - og nú er svo komið að mörg okkar afbera varla lengur að fylgjast með fréttum. Hver einasti dagur leggur á okkur fregnir af slíkum hörmungum og voðaverkum að okkur langar mest að grípa fyrir augun - og helst eyrun líka ef hægt væri. Meðal þeirra fregna sem eru af þessum toga og snerta sérstaklega á hugðarefnum fólks eins og mín, sem starfar við háskóla eða raunar hvaða menntastofnun sem vera skal, eru fréttirnar af bellibrögðum stjórnvalda vestanhafs sem miða að því að útrýma tilteknum fræðum eða jafnvel hugtökum úr háskólastarfi. Orð eins og kyn, kyngervi og jafnvel líffræðileg fjölbreytni eru útlæg ger og háskólarnir neyddir til að fjarlægja þau með öllu úr kynningarefni sínu og að lokum úr kennsluskrám sínum. Þannig skerða valdhafarnir í „landi hinna frjálsu“ svigrúm fræða og vísinda, og raunar hugsunarinnar almennt. Sumt má hreinlega ekki lengur skoða, eða kenna, eða tala um. Hugsanalögreglan úr framtíðarhrollvekju Orwells, 1984, er orðin að raunveruleika. Við sem erum svo lánsöm að standa utan við þessa atburðarás og geta fylgst með henni úr fjarlægð verðum að draga af henni lærdóm og styrkja okkur í trú okkar á mikilvægi þess megingildis háskólastarfsins sem akademískt frelsi er. Þau sem mega hugsa um og rannsaka hvað sem er, heima og geima, búa við slíkt frelsi. Á þeirri öld voðaverkanna sem nú virðist runnin upp er fátt dýrmætara fyrir samfélagið allt en að leggja rækt við þá frjálsu og fortakslausu iðkun vísindanna sem hér um ræðir - og útheimtir ekki síst kjarkinn til að horfast í augu við vandann og standast þá freistingu að grípa fyrir augun. Því að þau sem stunda vísindin og fræðin, í friði fyrir nauðung stríðsmangara og gírugra peninga- og valdafíkla, eru ljósberarnir sem leita þekkingarinnar, úrræðanna sem orðið gætu okkur til bjargar. Ekkert getur verið mikilvægara, í þessum erfiða samtíma, en að búa vel um menntastofnanir okkar og hið akademíska frelsi sem er lífæð háskólastarfsins. Höfundur er prófessor í heimspeki og einn frambjóðenda í rektorskjöri Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm. Samtími okkar býður upp á margt af þessum toga, því miður - og nú er svo komið að mörg okkar afbera varla lengur að fylgjast með fréttum. Hver einasti dagur leggur á okkur fregnir af slíkum hörmungum og voðaverkum að okkur langar mest að grípa fyrir augun - og helst eyrun líka ef hægt væri. Meðal þeirra fregna sem eru af þessum toga og snerta sérstaklega á hugðarefnum fólks eins og mín, sem starfar við háskóla eða raunar hvaða menntastofnun sem vera skal, eru fréttirnar af bellibrögðum stjórnvalda vestanhafs sem miða að því að útrýma tilteknum fræðum eða jafnvel hugtökum úr háskólastarfi. Orð eins og kyn, kyngervi og jafnvel líffræðileg fjölbreytni eru útlæg ger og háskólarnir neyddir til að fjarlægja þau með öllu úr kynningarefni sínu og að lokum úr kennsluskrám sínum. Þannig skerða valdhafarnir í „landi hinna frjálsu“ svigrúm fræða og vísinda, og raunar hugsunarinnar almennt. Sumt má hreinlega ekki lengur skoða, eða kenna, eða tala um. Hugsanalögreglan úr framtíðarhrollvekju Orwells, 1984, er orðin að raunveruleika. Við sem erum svo lánsöm að standa utan við þessa atburðarás og geta fylgst með henni úr fjarlægð verðum að draga af henni lærdóm og styrkja okkur í trú okkar á mikilvægi þess megingildis háskólastarfsins sem akademískt frelsi er. Þau sem mega hugsa um og rannsaka hvað sem er, heima og geima, búa við slíkt frelsi. Á þeirri öld voðaverkanna sem nú virðist runnin upp er fátt dýrmætara fyrir samfélagið allt en að leggja rækt við þá frjálsu og fortakslausu iðkun vísindanna sem hér um ræðir - og útheimtir ekki síst kjarkinn til að horfast í augu við vandann og standast þá freistingu að grípa fyrir augun. Því að þau sem stunda vísindin og fræðin, í friði fyrir nauðung stríðsmangara og gírugra peninga- og valdafíkla, eru ljósberarnir sem leita þekkingarinnar, úrræðanna sem orðið gætu okkur til bjargar. Ekkert getur verið mikilvægara, í þessum erfiða samtíma, en að búa vel um menntastofnanir okkar og hið akademíska frelsi sem er lífæð háskólastarfsins. Höfundur er prófessor í heimspeki og einn frambjóðenda í rektorskjöri Háskóla Íslands.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar