Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 23:17 Leikir á heimsmeistaramótinu sumarið 2026 munu meðal annars fara fram í New York. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári og Ólympíuleikarnir í Los Angeles tveimur árum seinna. Hagsmunaaðilar ferðamála í landinu segja Bandaríkin ekki tilbúin að halda þessa stóru íþróttaviðburði. Tveir af stærstu íþróttaviðburðum heims fara fram í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. Sumarið 2026 fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu fram í ellefu borgum í Bandaríkjunum auk þriggja borga í Mexíkó og tveggja í Kanada. Þá fara Ólympíuleikarnir fram í Los Angeles árið 2028. Í síðustu viku kom út skýrsla US Travel Association sem eru hagsmunasamtök ferðamála í Bandaríkjunum en þjónustuaðilar á öllum stigum ferðamála í landinu eiga aðild að samtökunum. Í skýrslunni eru viðraðar miklar áhyggjur af innviðum í Bandaríkjunum en við skýrslugerðina var leitað til fyrrum starfsmanna ríkisstjórnar Bandaríkjanna auk sérfræðinga í ferðamálaiðnaðnum. Þar kemur fram að ónægir innviðir, seinagangur vegabréfsáritana og úrelt öryggistækni á flugvöllum séu stórar hindranir í móttöku allra þeirra gesta sem búist er við að heimsæki landið vegna viðburðanna. Gætu tapað 2600 milljörðum króna Fram kemur að gert sé ráð fyrir sex milljónum gesta á heimsmeistaramótinu eftir rúmt ár og Geoff Freeman, stjórnarformaður US Travel, segir að ekki sé mögulegt að taka á móti öllum þessum fjölda miðað við núverandi innviði. „Forsetinn hefur verið skýr að þetta eigi að verða besta heimsmeistaramótið og bestu Ólympíuleikar sögunnar. Ef það á að takast þá þarf að fjárfesta.“ Freeman segir að seinagangur í afgreiðslu vegabréfsáritana verði til þess að fólk hætti við að koma til Bandaríkjanna á viðburðina. Stungið er upp á að nefnd undir forystu Hvíta hússins verði skipuð til að flýta ferlinu og til að vinna að nútímavæðingu öryggisgæslu á flugvöllum. Þá er vísað í rannsókn Oxford Economics sem fullyrðir að Bandaríkin geti tapað allt að 2600 milljörðum króna í tekjur vegna ferðamanna verði ekki gerð bragarbót á áritunum vegabréfa. HM 2026 í fótbolta Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Tveir af stærstu íþróttaviðburðum heims fara fram í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. Sumarið 2026 fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu fram í ellefu borgum í Bandaríkjunum auk þriggja borga í Mexíkó og tveggja í Kanada. Þá fara Ólympíuleikarnir fram í Los Angeles árið 2028. Í síðustu viku kom út skýrsla US Travel Association sem eru hagsmunasamtök ferðamála í Bandaríkjunum en þjónustuaðilar á öllum stigum ferðamála í landinu eiga aðild að samtökunum. Í skýrslunni eru viðraðar miklar áhyggjur af innviðum í Bandaríkjunum en við skýrslugerðina var leitað til fyrrum starfsmanna ríkisstjórnar Bandaríkjanna auk sérfræðinga í ferðamálaiðnaðnum. Þar kemur fram að ónægir innviðir, seinagangur vegabréfsáritana og úrelt öryggistækni á flugvöllum séu stórar hindranir í móttöku allra þeirra gesta sem búist er við að heimsæki landið vegna viðburðanna. Gætu tapað 2600 milljörðum króna Fram kemur að gert sé ráð fyrir sex milljónum gesta á heimsmeistaramótinu eftir rúmt ár og Geoff Freeman, stjórnarformaður US Travel, segir að ekki sé mögulegt að taka á móti öllum þessum fjölda miðað við núverandi innviði. „Forsetinn hefur verið skýr að þetta eigi að verða besta heimsmeistaramótið og bestu Ólympíuleikar sögunnar. Ef það á að takast þá þarf að fjárfesta.“ Freeman segir að seinagangur í afgreiðslu vegabréfsáritana verði til þess að fólk hætti við að koma til Bandaríkjanna á viðburðina. Stungið er upp á að nefnd undir forystu Hvíta hússins verði skipuð til að flýta ferlinu og til að vinna að nútímavæðingu öryggisgæslu á flugvöllum. Þá er vísað í rannsókn Oxford Economics sem fullyrðir að Bandaríkin geti tapað allt að 2600 milljörðum króna í tekjur vegna ferðamanna verði ekki gerð bragarbót á áritunum vegabréfa.
HM 2026 í fótbolta Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira