Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 23:17 Leikir á heimsmeistaramótinu sumarið 2026 munu meðal annars fara fram í New York. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári og Ólympíuleikarnir í Los Angeles tveimur árum seinna. Hagsmunaaðilar ferðamála í landinu segja Bandaríkin ekki tilbúin að halda þessa stóru íþróttaviðburði. Tveir af stærstu íþróttaviðburðum heims fara fram í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. Sumarið 2026 fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu fram í ellefu borgum í Bandaríkjunum auk þriggja borga í Mexíkó og tveggja í Kanada. Þá fara Ólympíuleikarnir fram í Los Angeles árið 2028. Í síðustu viku kom út skýrsla US Travel Association sem eru hagsmunasamtök ferðamála í Bandaríkjunum en þjónustuaðilar á öllum stigum ferðamála í landinu eiga aðild að samtökunum. Í skýrslunni eru viðraðar miklar áhyggjur af innviðum í Bandaríkjunum en við skýrslugerðina var leitað til fyrrum starfsmanna ríkisstjórnar Bandaríkjanna auk sérfræðinga í ferðamálaiðnaðnum. Þar kemur fram að ónægir innviðir, seinagangur vegabréfsáritana og úrelt öryggistækni á flugvöllum séu stórar hindranir í móttöku allra þeirra gesta sem búist er við að heimsæki landið vegna viðburðanna. Gætu tapað 2600 milljörðum króna Fram kemur að gert sé ráð fyrir sex milljónum gesta á heimsmeistaramótinu eftir rúmt ár og Geoff Freeman, stjórnarformaður US Travel, segir að ekki sé mögulegt að taka á móti öllum þessum fjölda miðað við núverandi innviði. „Forsetinn hefur verið skýr að þetta eigi að verða besta heimsmeistaramótið og bestu Ólympíuleikar sögunnar. Ef það á að takast þá þarf að fjárfesta.“ Freeman segir að seinagangur í afgreiðslu vegabréfsáritana verði til þess að fólk hætti við að koma til Bandaríkjanna á viðburðina. Stungið er upp á að nefnd undir forystu Hvíta hússins verði skipuð til að flýta ferlinu og til að vinna að nútímavæðingu öryggisgæslu á flugvöllum. Þá er vísað í rannsókn Oxford Economics sem fullyrðir að Bandaríkin geti tapað allt að 2600 milljörðum króna í tekjur vegna ferðamanna verði ekki gerð bragarbót á áritunum vegabréfa. HM 2026 í fótbolta Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira
Tveir af stærstu íþróttaviðburðum heims fara fram í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. Sumarið 2026 fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu fram í ellefu borgum í Bandaríkjunum auk þriggja borga í Mexíkó og tveggja í Kanada. Þá fara Ólympíuleikarnir fram í Los Angeles árið 2028. Í síðustu viku kom út skýrsla US Travel Association sem eru hagsmunasamtök ferðamála í Bandaríkjunum en þjónustuaðilar á öllum stigum ferðamála í landinu eiga aðild að samtökunum. Í skýrslunni eru viðraðar miklar áhyggjur af innviðum í Bandaríkjunum en við skýrslugerðina var leitað til fyrrum starfsmanna ríkisstjórnar Bandaríkjanna auk sérfræðinga í ferðamálaiðnaðnum. Þar kemur fram að ónægir innviðir, seinagangur vegabréfsáritana og úrelt öryggistækni á flugvöllum séu stórar hindranir í móttöku allra þeirra gesta sem búist er við að heimsæki landið vegna viðburðanna. Gætu tapað 2600 milljörðum króna Fram kemur að gert sé ráð fyrir sex milljónum gesta á heimsmeistaramótinu eftir rúmt ár og Geoff Freeman, stjórnarformaður US Travel, segir að ekki sé mögulegt að taka á móti öllum þessum fjölda miðað við núverandi innviði. „Forsetinn hefur verið skýr að þetta eigi að verða besta heimsmeistaramótið og bestu Ólympíuleikar sögunnar. Ef það á að takast þá þarf að fjárfesta.“ Freeman segir að seinagangur í afgreiðslu vegabréfsáritana verði til þess að fólk hætti við að koma til Bandaríkjanna á viðburðina. Stungið er upp á að nefnd undir forystu Hvíta hússins verði skipuð til að flýta ferlinu og til að vinna að nútímavæðingu öryggisgæslu á flugvöllum. Þá er vísað í rannsókn Oxford Economics sem fullyrðir að Bandaríkin geti tapað allt að 2600 milljörðum króna í tekjur vegna ferðamanna verði ekki gerð bragarbót á áritunum vegabréfa.
HM 2026 í fótbolta Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira