„Eigum skilið að finna til“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 20:16 Arteta og aðstoðarmaður hans Albert Stuivenberg ræða málin í leiknum í dag. Vísir/Getty Mikel Arteta sagði hans menn í Arsenal aldrei hafa náð tökum á leiknum þegar liðið beið lægri hlut gegn West Ham í dag og varð um leið af gullnu tækifæri að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar. Arsenal tapaði 1-0 á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Forskot Liverpool á toppi deildarinnar er því áfram átta stig en Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Manchester City á útivelli. Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal var vitaskuld svekktur eftir leikinn í dag og sagði að hann og hans menn ættu skilið að finna til eftir leikinn. „Við náðum aldrei tökum á leiknum því við vorum óstöðugir með boltann, við gáfum hann alltof langt frá okkur. Við náðum aldrei nægilega löngum góðum köflum eða ógna eins og við vildum gera. Það varð til þess að leikurinn gat farið hvernig sem er.“ West Ham gerði vel varnarlega í dag, lá til baka og beitti skyndisóknum. „Við leyfðum þeim að hlaupa eftir að hafa tapað boltanum og þeir eru hættulegt lið. Þeir eru með gæði á réttum augnablikum og þetta varð erfiður leikur.“ Hann sagði lítið um rauða spjaldið sem Myles Lewis-Skelly en hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Muhammed Kudus eftir að hafa misst boltann sem aftasti maður. „Þá varð þetta hátt fjall að klífa. Við reyndum að bregðast við en við áttum ekki nægilega góð augnablik.“ Myles Lewis-Skelly fékk rautt spjald í leiknum í dag.Vísir/Getty „Þegar maður kemst í svæðin þá þarf maður að reyna að opna eitthvað en við gerðum það ekki. Það er mér að kenna líka. Það er mín ábyrgð og ég ætla ekki að henda því öllu á leikmennina. Í dag vorum við ekki nægilega góðir til að teljast betri en andstæðingurinn.“ Tapið gerir það að verkum að Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og getur aukið muninn í ellefu stig með sigri á Manchester City á morgun. „Þetta er sársaukafullt. Við þurfum að finna til í dag, við eigum það skilið.“ Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Arsenal tapaði 1-0 á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Forskot Liverpool á toppi deildarinnar er því áfram átta stig en Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Manchester City á útivelli. Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal var vitaskuld svekktur eftir leikinn í dag og sagði að hann og hans menn ættu skilið að finna til eftir leikinn. „Við náðum aldrei tökum á leiknum því við vorum óstöðugir með boltann, við gáfum hann alltof langt frá okkur. Við náðum aldrei nægilega löngum góðum köflum eða ógna eins og við vildum gera. Það varð til þess að leikurinn gat farið hvernig sem er.“ West Ham gerði vel varnarlega í dag, lá til baka og beitti skyndisóknum. „Við leyfðum þeim að hlaupa eftir að hafa tapað boltanum og þeir eru hættulegt lið. Þeir eru með gæði á réttum augnablikum og þetta varð erfiður leikur.“ Hann sagði lítið um rauða spjaldið sem Myles Lewis-Skelly en hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Muhammed Kudus eftir að hafa misst boltann sem aftasti maður. „Þá varð þetta hátt fjall að klífa. Við reyndum að bregðast við en við áttum ekki nægilega góð augnablik.“ Myles Lewis-Skelly fékk rautt spjald í leiknum í dag.Vísir/Getty „Þegar maður kemst í svæðin þá þarf maður að reyna að opna eitthvað en við gerðum það ekki. Það er mér að kenna líka. Það er mín ábyrgð og ég ætla ekki að henda því öllu á leikmennina. Í dag vorum við ekki nægilega góðir til að teljast betri en andstæðingurinn.“ Tapið gerir það að verkum að Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og getur aukið muninn í ellefu stig með sigri á Manchester City á morgun. „Þetta er sársaukafullt. Við þurfum að finna til í dag, við eigum það skilið.“
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira