12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. febrúar 2025 12:30 Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann. Ríkisstjórninni ber að hrósa fyrir þessa stefnu en alltaf má gera betur. Það þarf nefnilega einnig að leggja áherslu á það sem tekur við eftir meðferðina - og fyrir hana. Með því að fjármagna eftirfylgni og stuðning við þá sem lokið hafa meðferð, eða kjósa einfaldlega að takast á við vanda sinn án meðferðar, er um leið verið að létta á meðferðarúrræðunum. Ríflega þrjú þúsund heimsóknir eru skráðar í hverri viku í 12 spora húsið í Holtagörðum þar sem boðið er upp á einstaka umgjörð fyrir fólk sem vill njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Þetta er starfsemi sem er ekki sjálfsögð í samfélagi sem nánast gerir það að skilyrði að drekka áfengi til þess að hafa gaman. Frá aldamótum hefur 12 spora húsið verið öryggisnet og eftirfylgni fyrir þúsundir Íslendinga sem leitað hafa leiða til að takast á við vímuefnavanda sinn, finna stuðning, vinskap og von. Þetta er starfsemi sem verður að treysta í sessi til framtíðar. 12 spora húsið var upprunalega hugsað sem fundarstaður fyrir 12 spora samtök en í dag er boðið upp á margvísleg úrræði sem miðað því að aðstoða fólk við að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta á milli 350 og 500 manns daglega til að taka þátt í starfseminni sem hjálpa einstaklingum að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta 350 til 500 manns daglega í húsi til að taka þátt í einum af fjölmörgum fundum sem þar eru haldnir. Félagsstarfið í húsinu er fjölbreytt og boðið upp á alls kyns viðburði, allt frá skemmtikvöldum til aðgengis að útsendingum frá íþróttakappleikjum. Allt eru þetta viðburðir í vímuefnalausu umhverfi. Þetta gerir 12 spora húsið að einstökum stað fyrir þá sem vilja njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Starfsemin í 12 spora húsinu er að miklu leyti fjármögnuð af leigutekjum, félagsgjöldum og viðburðum til fjáröflunar. Mikil orka fer í að afla fjár enda er starfsemin gríðarlega háð fjárhagslegum stuðningi. Stuðningur samfélagsins og ríkisins er ómetanlegur fyrir 12 spora húsið og án hans myndi fljótlega fjara undan þessari mikilvægu starfsemi og framtíð fólksins sem keppist við að halda sér á beinu brautinni. 12 spora húsið er meira en bara bygging, það er lifandi samfélag sem býður upp á von og virðingu fyrir þau sem þurfa á að halda. Ríkisstjórnin og almenningur verða að gera sitt til að tryggja þetta öfluga öryggisnet því að það er ekki aðeins fjárfesting í velferð einstaklinga heldur samfélagsins alls. Í mínum störfum og hjá okkar fólki þá hefur stuðningur og eftirfylgni fólks sem vill vera edrú hjá 12 spora húsinu skipt sköpum. Flestir jafningjar okkar hjá í Afstöðu eru virkir AA menn og starfa mikið í 12 sporahúsinu og hefur það skilað sér í miklum árangri með fólk sem leitar til okkar að hafa svona góðan aðgang að starfsemi 12 sporahússins. Það er því afar brýnt að samningur félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við 12 spora húsið verði endurskoðaður, bættur og lengdur til þess að treysta í sessi starfsemina til framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann. Ríkisstjórninni ber að hrósa fyrir þessa stefnu en alltaf má gera betur. Það þarf nefnilega einnig að leggja áherslu á það sem tekur við eftir meðferðina - og fyrir hana. Með því að fjármagna eftirfylgni og stuðning við þá sem lokið hafa meðferð, eða kjósa einfaldlega að takast á við vanda sinn án meðferðar, er um leið verið að létta á meðferðarúrræðunum. Ríflega þrjú þúsund heimsóknir eru skráðar í hverri viku í 12 spora húsið í Holtagörðum þar sem boðið er upp á einstaka umgjörð fyrir fólk sem vill njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Þetta er starfsemi sem er ekki sjálfsögð í samfélagi sem nánast gerir það að skilyrði að drekka áfengi til þess að hafa gaman. Frá aldamótum hefur 12 spora húsið verið öryggisnet og eftirfylgni fyrir þúsundir Íslendinga sem leitað hafa leiða til að takast á við vímuefnavanda sinn, finna stuðning, vinskap og von. Þetta er starfsemi sem verður að treysta í sessi til framtíðar. 12 spora húsið var upprunalega hugsað sem fundarstaður fyrir 12 spora samtök en í dag er boðið upp á margvísleg úrræði sem miðað því að aðstoða fólk við að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta á milli 350 og 500 manns daglega til að taka þátt í starfseminni sem hjálpa einstaklingum að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta 350 til 500 manns daglega í húsi til að taka þátt í einum af fjölmörgum fundum sem þar eru haldnir. Félagsstarfið í húsinu er fjölbreytt og boðið upp á alls kyns viðburði, allt frá skemmtikvöldum til aðgengis að útsendingum frá íþróttakappleikjum. Allt eru þetta viðburðir í vímuefnalausu umhverfi. Þetta gerir 12 spora húsið að einstökum stað fyrir þá sem vilja njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Starfsemin í 12 spora húsinu er að miklu leyti fjármögnuð af leigutekjum, félagsgjöldum og viðburðum til fjáröflunar. Mikil orka fer í að afla fjár enda er starfsemin gríðarlega háð fjárhagslegum stuðningi. Stuðningur samfélagsins og ríkisins er ómetanlegur fyrir 12 spora húsið og án hans myndi fljótlega fjara undan þessari mikilvægu starfsemi og framtíð fólksins sem keppist við að halda sér á beinu brautinni. 12 spora húsið er meira en bara bygging, það er lifandi samfélag sem býður upp á von og virðingu fyrir þau sem þurfa á að halda. Ríkisstjórnin og almenningur verða að gera sitt til að tryggja þetta öfluga öryggisnet því að það er ekki aðeins fjárfesting í velferð einstaklinga heldur samfélagsins alls. Í mínum störfum og hjá okkar fólki þá hefur stuðningur og eftirfylgni fólks sem vill vera edrú hjá 12 spora húsinu skipt sköpum. Flestir jafningjar okkar hjá í Afstöðu eru virkir AA menn og starfa mikið í 12 sporahúsinu og hefur það skilað sér í miklum árangri með fólk sem leitar til okkar að hafa svona góðan aðgang að starfsemi 12 sporahússins. Það er því afar brýnt að samningur félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við 12 spora húsið verði endurskoðaður, bættur og lengdur til þess að treysta í sessi starfsemina til framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar