Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2025 13:02 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta segir mikilvægt fyrir liðið að einbeita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ísland getur tryggt sér farmiða á EM. Sigur í kvöld gegn Ungverjalandi úti í Szombathely í næstsíðustu umferð undankeppninnar tryggir íslenska liðinu farseðilinn á EM í sumar. Þá dugar íslenska liðinu einnig tap með fjögurra stiga mun eða minna til að tryggja EM sætið þar sem að liðið vann fimm stiga sigur á Ungverjum hér heima. Fari illa í kvöld og liðið tapi með fjórum stigum eða meira er þó ekki öll nótt úti enn. Sigur gegn Tyrklandi hér heima á sunnudag myndi tryggja EM farseðilinn og jafnvel tap fari svo að Ungverjar tapi gegn Ítölum í lokaleik sínum. Ægir Þór, einn af reynsluboltunum í íslenska landsliðinu, segir þetta skrítna stöðu að vera í. „Já þetta er alltaf skrítin staða að vera í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. „Reyna að blokkera einhverja hluti sem gætu mögulega og hugsanlega gerst. En það sem að ég tel gott fyrir okkur er að við höfum reynslu af því að vera í svona aðstæðum. Höfum spilað marga leiki þar sem er einhver munur og maður þarf að vinna og eitthvað svoleiðis. Það er það sem við erum að einbeita okkur mikið að í okkar leik. Að stjórna því sem að við getum stjórnað. Mæta í þennan leik til þess að vinna. Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir þessu verkefni. Loksins komið að þessu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í flottum aðstæðum í aðdraganda þessa verkefnis, fyrst í Berlín og svo hér í Ungverjalandi og erum því tilbúnir að mæta á gólfið og byrja að spila.“ Ísland hafði betur gegn Ungverjum fyrr í undankeppninni en um er að ræða andstæðing sem ber að varast. „Þeir eru með mikil gæði, hafa yfir að skipa hæfileikaríkum leikmönnum og þeirra bestu menn eru öflugir í sókninni, menn sem við verðum að hafa góðar gætur á. En eins og í öllum liðum sem við erum að mæta þá þurfum við að spila gríðarlega góða vörn og vera með háa pressu á þeim í þessar fjörutíu mínútur til þess að vinna.“ Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið eru þá þær að landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson er mættur aftur eftir að hafa misst af undanförnum landsleikjum vegna meiðsla. Koma hans gerir mikið fyrir íslenska landsliðið. „Heldur betur. Þá erum við með hópinn kláran. Við höfum spilað án hans og með honum. Það er sama með hann og áður. Hann er snöggur að koma sér inn í hlutina, er mikill leiðtogi. Það er bara gríðarlega góð viðbót að fá hann aftur inn í liðið.“ Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst klukkan fimm á íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Sigur í kvöld gegn Ungverjalandi úti í Szombathely í næstsíðustu umferð undankeppninnar tryggir íslenska liðinu farseðilinn á EM í sumar. Þá dugar íslenska liðinu einnig tap með fjögurra stiga mun eða minna til að tryggja EM sætið þar sem að liðið vann fimm stiga sigur á Ungverjum hér heima. Fari illa í kvöld og liðið tapi með fjórum stigum eða meira er þó ekki öll nótt úti enn. Sigur gegn Tyrklandi hér heima á sunnudag myndi tryggja EM farseðilinn og jafnvel tap fari svo að Ungverjar tapi gegn Ítölum í lokaleik sínum. Ægir Þór, einn af reynsluboltunum í íslenska landsliðinu, segir þetta skrítna stöðu að vera í. „Já þetta er alltaf skrítin staða að vera í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. „Reyna að blokkera einhverja hluti sem gætu mögulega og hugsanlega gerst. En það sem að ég tel gott fyrir okkur er að við höfum reynslu af því að vera í svona aðstæðum. Höfum spilað marga leiki þar sem er einhver munur og maður þarf að vinna og eitthvað svoleiðis. Það er það sem við erum að einbeita okkur mikið að í okkar leik. Að stjórna því sem að við getum stjórnað. Mæta í þennan leik til þess að vinna. Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir þessu verkefni. Loksins komið að þessu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í flottum aðstæðum í aðdraganda þessa verkefnis, fyrst í Berlín og svo hér í Ungverjalandi og erum því tilbúnir að mæta á gólfið og byrja að spila.“ Ísland hafði betur gegn Ungverjum fyrr í undankeppninni en um er að ræða andstæðing sem ber að varast. „Þeir eru með mikil gæði, hafa yfir að skipa hæfileikaríkum leikmönnum og þeirra bestu menn eru öflugir í sókninni, menn sem við verðum að hafa góðar gætur á. En eins og í öllum liðum sem við erum að mæta þá þurfum við að spila gríðarlega góða vörn og vera með háa pressu á þeim í þessar fjörutíu mínútur til þess að vinna.“ Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið eru þá þær að landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson er mættur aftur eftir að hafa misst af undanförnum landsleikjum vegna meiðsla. Koma hans gerir mikið fyrir íslenska landsliðið. „Heldur betur. Þá erum við með hópinn kláran. Við höfum spilað án hans og með honum. Það er sama með hann og áður. Hann er snöggur að koma sér inn í hlutina, er mikill leiðtogi. Það er bara gríðarlega góð viðbót að fá hann aftur inn í liðið.“ Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst klukkan fimm á íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn