„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings eftir stormasaman aðdraganda. Vísir/Sigurjón „Þetta var komið í algjör leiðindi. Ég get alveg tekið það á mig að ég hefði getað gert þetta öðruvísi. Báðir aðilar hefðu getað gert þetta öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um brotthvarf sitt frá Val yfir til Víkings. Gylfi fer yfir stormasöm vistaskipti sín í viðtali við 433.is í dag þar sem hann er meðal annars spurður út í viðtal Vísis við Styrmi Þór Bragason, varaformann knattspyrnudeildar Vals. Valur samþykkti tilboð frá bæði Víkingi og Breiðabliki í Gylfa en af orðum Styrmis að dæma var það ekki ákvörðun Gylfa sjálfs að hann færi til Víkings í stað Breiðabliks. „Ég er ekki endilega að segja að það hafi verið ákvörðun Gylfa hvort að hann endaði hjá Breiðabliki eða ekki. Það er að minnsta kosti ekki ákvörðun hans eins heldur er það líka Breiðabliks sjálfs að ákveða hvort það semji við leikmanninn. Ég held að menn megi ekki lesa of mikið í endanlega niðurstöðu þar,“ sagði Styrmir meðal annars. „Ég veit ekki til þess að ég hafi rætt við Styrmi þegar ég tók ákvörðunina, ég er 35 ára gamall og geri það sem mig langar til. Ég veit ekki hvort hann eigi við að faðir minn eða annar hafi tekið ákvörðun um hvar ég spila fótbolta,“ sagði Gylfi við 433.is og bætti við: „Ég veit ekki alveg hvað hann meinar, kannski hans tilfinning. Hingað til hef ég ráðið ferðinni á mínum ferli og ég valdi Víking af því að mig langaði þangað. Það kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta.“ Lagði sig ekki allan fram gegn ÍA Valsmenn voru afar óánægðir með frammistöðu Gylfa í leiknum við ÍA á laugardag, í Lengjubikarnum, og sjálfur viðurkennir Gylfi að hafa þar ekki lagt sig hundrað prósent fram. Hann vildi fara frá Val og segist hafa verið búinn að tjá Valsmönnum það 4. febrúar að hann vildi fara frá félaginu. Það að reyna ekki á sig gegn ÍA virðist því hafa verið örþrifaráð til að knýja fram vistaskiptin. „Ég hef reynt að leggja mig 100 prósent á hverri einustu æfingu og hverjum einasta leik, þangað til kannski á móti ÍA. Þar var þetta komið í algjör leiðindi, ég veit það alveg sjálfur að eftir á að hyggja hefði ég átt að tækla þetta öðruvísi,“ segir Gylfi. „Þetta var orðið mjög súrt, komið í rangan farveg. Ég hefði átt að gera hlutina öðruvísi, þetta var bara ákvörðun sem ég tók og þetta endaði eins og þetta endaði. Auðvelda ákvörðunin hefði verið að vera áfram í Val og ekki rugga bátnum og fara í gegnum þetta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, ég var tilbúin að gera það. Ég held að ég geti haldið áfram að bæta mig og komast í betra standi,“ segir Gylfi sem vill meina að endir hans hjá Val hefði aldrei þurft að verða með þeim leiðindum sem nú hafa orðið. „Það er fullt af hlutum sem ég vil ekki fara út í, þetta er búið. Það er leiðinlegt hvernig þetta endaði, þetta hefði átt að fara öðruvísi. Ég og þeir held ég að myndum gera þetta öðruvísi,“ segir Gylfi. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag. 18. febrúar 2025 13:37 Víkingur staðfestir komu Gylfa Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið. 18. febrúar 2025 11:56 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina. 18. febrúar 2025 11:54 Valur samþykkti tilboð í Gylfa Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans. 18. febrúar 2025 08:35 Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. 15. febrúar 2025 09:08 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Gylfi fer yfir stormasöm vistaskipti sín í viðtali við 433.is í dag þar sem hann er meðal annars spurður út í viðtal Vísis við Styrmi Þór Bragason, varaformann knattspyrnudeildar Vals. Valur samþykkti tilboð frá bæði Víkingi og Breiðabliki í Gylfa en af orðum Styrmis að dæma var það ekki ákvörðun Gylfa sjálfs að hann færi til Víkings í stað Breiðabliks. „Ég er ekki endilega að segja að það hafi verið ákvörðun Gylfa hvort að hann endaði hjá Breiðabliki eða ekki. Það er að minnsta kosti ekki ákvörðun hans eins heldur er það líka Breiðabliks sjálfs að ákveða hvort það semji við leikmanninn. Ég held að menn megi ekki lesa of mikið í endanlega niðurstöðu þar,“ sagði Styrmir meðal annars. „Ég veit ekki til þess að ég hafi rætt við Styrmi þegar ég tók ákvörðunina, ég er 35 ára gamall og geri það sem mig langar til. Ég veit ekki hvort hann eigi við að faðir minn eða annar hafi tekið ákvörðun um hvar ég spila fótbolta,“ sagði Gylfi við 433.is og bætti við: „Ég veit ekki alveg hvað hann meinar, kannski hans tilfinning. Hingað til hef ég ráðið ferðinni á mínum ferli og ég valdi Víking af því að mig langaði þangað. Það kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta.“ Lagði sig ekki allan fram gegn ÍA Valsmenn voru afar óánægðir með frammistöðu Gylfa í leiknum við ÍA á laugardag, í Lengjubikarnum, og sjálfur viðurkennir Gylfi að hafa þar ekki lagt sig hundrað prósent fram. Hann vildi fara frá Val og segist hafa verið búinn að tjá Valsmönnum það 4. febrúar að hann vildi fara frá félaginu. Það að reyna ekki á sig gegn ÍA virðist því hafa verið örþrifaráð til að knýja fram vistaskiptin. „Ég hef reynt að leggja mig 100 prósent á hverri einustu æfingu og hverjum einasta leik, þangað til kannski á móti ÍA. Þar var þetta komið í algjör leiðindi, ég veit það alveg sjálfur að eftir á að hyggja hefði ég átt að tækla þetta öðruvísi,“ segir Gylfi. „Þetta var orðið mjög súrt, komið í rangan farveg. Ég hefði átt að gera hlutina öðruvísi, þetta var bara ákvörðun sem ég tók og þetta endaði eins og þetta endaði. Auðvelda ákvörðunin hefði verið að vera áfram í Val og ekki rugga bátnum og fara í gegnum þetta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, ég var tilbúin að gera það. Ég held að ég geti haldið áfram að bæta mig og komast í betra standi,“ segir Gylfi sem vill meina að endir hans hjá Val hefði aldrei þurft að verða með þeim leiðindum sem nú hafa orðið. „Það er fullt af hlutum sem ég vil ekki fara út í, þetta er búið. Það er leiðinlegt hvernig þetta endaði, þetta hefði átt að fara öðruvísi. Ég og þeir held ég að myndum gera þetta öðruvísi,“ segir Gylfi.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag. 18. febrúar 2025 13:37 Víkingur staðfestir komu Gylfa Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið. 18. febrúar 2025 11:56 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina. 18. febrúar 2025 11:54 Valur samþykkti tilboð í Gylfa Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans. 18. febrúar 2025 08:35 Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. 15. febrúar 2025 09:08 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag. 18. febrúar 2025 13:37
Víkingur staðfestir komu Gylfa Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið. 18. febrúar 2025 11:56
Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina. 18. febrúar 2025 11:54
Valur samþykkti tilboð í Gylfa Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans. 18. febrúar 2025 08:35
Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. 15. febrúar 2025 09:08