Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 11:08 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM ganga gegn stefnu ríkisins en að kaupunum verði ekki hnekkt. Flestir ráku upp stór augu þegar Landsbankinn, sem er alfarið í eigu ríkissjóðs, tilkynnti fyrirhuguð kaup á TM í mars í fyrra. Ekki síst þáverandi fjármálaráðherra sem sagði kaupin ekki myndu ganga í gegn á hans vakt. Þá lýsti Bankasýsla ríkisins yfir andstöðu sinni við áformin og þingmaður Viðreisnar sagði brýnt að fallið yrði frá kaupunum. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að ástæða væri fyrir því að Landsbankinn er í ríkiseigu. Tryggja þyrfti aðhald á bankamarkaði og sjá til þess að þar væri banki sem gengdi samfélagslegu hlutverki. Ríkið skipti sér ekki af um of Hann segir þó að armslengdarsjónarmið gildi í sambandi ríkisins og Landsbankans. Þannig hafi stjórn bankans getað gert tilboð í TM án aðkomu ríkisins. „Sú armslengd gerir það að verkum að stjórnin er sjálfstæðari, innan þó eigendastefnu ríkisins, í þeim ákvörðunum sem hún tekur. Þessi ákvörðun um kaup á tryggingafélagi getum við sagt að gangi gegn því meginmarkmiði að afskipti ríkisins á samkeppnismarkaði séu sem minnst.“ Nýja bankaráðið á sömu skoðun Þrátt fyrir að kaupin gangi gegn eigendastefnu ríkisins verði þeim ekki hnekkt. „Það er líka samt þannig að það var mat stjórnar bankans og á því hefur ekki orðið nein breyting, að það kæmi viðskiptavinum bankans vel, að hann ætti tryggingarfélag. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað mjög víða, að bankar séu að eignast tryggingarfélög, enda er starfsemi þeirra ekki alveg ótengd.“ Athygli vekur að afstaða stjórnar bankans hafi ekki breyst hvað kaup á tryggingafélagi varðar, enda var öllu bankaráði Landsbankans skipt út í kjölfar tilkynningar um kaupin á TM. „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn. Hvort að síðan sambærileg þjöppun sé æskileg eða eitthvað sem við myndum styðja í framtíðinni er önnur spurning,“ segir Daði Már að lokum. Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Tryggingar Landsbankinn Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Flestir ráku upp stór augu þegar Landsbankinn, sem er alfarið í eigu ríkissjóðs, tilkynnti fyrirhuguð kaup á TM í mars í fyrra. Ekki síst þáverandi fjármálaráðherra sem sagði kaupin ekki myndu ganga í gegn á hans vakt. Þá lýsti Bankasýsla ríkisins yfir andstöðu sinni við áformin og þingmaður Viðreisnar sagði brýnt að fallið yrði frá kaupunum. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að ástæða væri fyrir því að Landsbankinn er í ríkiseigu. Tryggja þyrfti aðhald á bankamarkaði og sjá til þess að þar væri banki sem gengdi samfélagslegu hlutverki. Ríkið skipti sér ekki af um of Hann segir þó að armslengdarsjónarmið gildi í sambandi ríkisins og Landsbankans. Þannig hafi stjórn bankans getað gert tilboð í TM án aðkomu ríkisins. „Sú armslengd gerir það að verkum að stjórnin er sjálfstæðari, innan þó eigendastefnu ríkisins, í þeim ákvörðunum sem hún tekur. Þessi ákvörðun um kaup á tryggingafélagi getum við sagt að gangi gegn því meginmarkmiði að afskipti ríkisins á samkeppnismarkaði séu sem minnst.“ Nýja bankaráðið á sömu skoðun Þrátt fyrir að kaupin gangi gegn eigendastefnu ríkisins verði þeim ekki hnekkt. „Það er líka samt þannig að það var mat stjórnar bankans og á því hefur ekki orðið nein breyting, að það kæmi viðskiptavinum bankans vel, að hann ætti tryggingarfélag. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað mjög víða, að bankar séu að eignast tryggingarfélög, enda er starfsemi þeirra ekki alveg ótengd.“ Athygli vekur að afstaða stjórnar bankans hafi ekki breyst hvað kaup á tryggingafélagi varðar, enda var öllu bankaráði Landsbankans skipt út í kjölfar tilkynningar um kaupin á TM. „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn. Hvort að síðan sambærileg þjöppun sé æskileg eða eitthvað sem við myndum styðja í framtíðinni er önnur spurning,“ segir Daði Már að lokum.
Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Tryggingar Landsbankinn Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04