Ræddi við Arnór en ekki um peninga Aron Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 10:30 Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, er að leita sér að nýju liði. Hann hefur rætt við IFK Norrköping en þar er Íslendingurinn Magni Fannberg yfirmaður knattspyrnumála. Vísir/Samsett mynd Magni Fannberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping hefur ekki gefið upp vonina gagnvart því að fá Arnór Sigurðsson á ný til liðs við félagið. Mikill áhugi er á íslenska landsliðsmanninnum Arnóri Sigurðssyni hjá félögum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Aftonbladet gengur meðal annars svo langt að segja að Arnór hafi samþykkt samningstilboð frá Svíþjóðarmeisturum Malmö. Arnór fékk samningi sínum hjá enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers rift eftir að hann var ekki skráður í keppnishóp liðsins í B-deildinni eftir nýafstaðinn félagsskiptaglugga. Í samtali við Vísi sagði Arnór félagið hafa sett sig í „skítastöðu.“ Norrköping er félag sem Arnór þekkir vel til hjá eftir að hafa spilað undir merkjum félagsins. Fyrst frá árunum 2017-2018 og svo frá 2022-23. Félagið er eitt þeirra sem vill fá Arnór til liðs við sig. Magni segist hafa rætt við Arnór og segir ekkert gefið í svona málum. „Samningaviðræður eru samningaviðræður og það getur margt gerst frá því á þú sýnir áhuga og átt í samræðum við leikmann, þar til skrifað er undir samning,“ segir Magni í samtali við Fotbollskanalen. „Ég hef lært að ekkert er klárt fyrr en það er klárt. Þangað til getur allt breyst.“ Magni segist skilja það út frá samtölum sínum við Arnór að peningar skipti Skagamanninn ekki mestu máli. „Ekkert af því sem við töluðum um hefur með peninga að gera. Það eru aðrir hlutir sem við höfum rætt sem eru mikilvægari fyrir hann og einnig mikilvægari fyrir Norrköping.“ Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Mikill áhugi er á íslenska landsliðsmanninnum Arnóri Sigurðssyni hjá félögum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Aftonbladet gengur meðal annars svo langt að segja að Arnór hafi samþykkt samningstilboð frá Svíþjóðarmeisturum Malmö. Arnór fékk samningi sínum hjá enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers rift eftir að hann var ekki skráður í keppnishóp liðsins í B-deildinni eftir nýafstaðinn félagsskiptaglugga. Í samtali við Vísi sagði Arnór félagið hafa sett sig í „skítastöðu.“ Norrköping er félag sem Arnór þekkir vel til hjá eftir að hafa spilað undir merkjum félagsins. Fyrst frá árunum 2017-2018 og svo frá 2022-23. Félagið er eitt þeirra sem vill fá Arnór til liðs við sig. Magni segist hafa rætt við Arnór og segir ekkert gefið í svona málum. „Samningaviðræður eru samningaviðræður og það getur margt gerst frá því á þú sýnir áhuga og átt í samræðum við leikmann, þar til skrifað er undir samning,“ segir Magni í samtali við Fotbollskanalen. „Ég hef lært að ekkert er klárt fyrr en það er klárt. Þangað til getur allt breyst.“ Magni segist skilja það út frá samtölum sínum við Arnór að peningar skipti Skagamanninn ekki mestu máli. „Ekkert af því sem við töluðum um hefur með peninga að gera. Það eru aðrir hlutir sem við höfum rætt sem eru mikilvægari fyrir hann og einnig mikilvægari fyrir Norrköping.“
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira