Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2025 21:37 Svali hjá Tenerife ferðum hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti Íslendingum og fara í ferðir með þá um eyjuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins. Það myndast oft langar biðraðir í Leifsstöð þegar Íslendingar bíða eftir því að komast upp í flugvél og fljúga til Tenerife í sólina. Eyjan hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða en íbúar á Tenerife er um ein milljón en á hverju ári koma þangað um sjö milljónir ferðamanna. Það er alveg ljóst að Íslendingar elska að vera í sólinni á Tenerife einhvern tímann yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er alltaf kallaður hjá Tenerife ferðum þekkir eyjuna allra manna best enda með fjölbreyttar ferðir fyrir Íslendinga. „Íslenskir ferðamenn eru náttúrulega mjög vel liðnir og það er aðallega vegna þess að við erum að skilja eftir einhverja aura hérna. Við erum dugleg að fara út að borða, í skoðunarferðir og erum ekki bara bundin við hótel garðinn,” segir Svali. En veit Svali hvað það eru margir Íslendingar á eyjunni yfir vetrartímann? „Ég myndi typpa á að í hverri viku séu hérna einhversstaðar í kringum átján hundruð til tvö þúsund manns. Það er bara eins og gott byggðafélag,” segir Svali hlæjandi. Það er mjög vinsælt hjá hjónum að láta teikna skopmynd af sér á Tenerife en allskonar listamenn taka á móti fólki og bjóða því þjónustu sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg ljóst að Íslendingar elska Tenerife enda íslenska fánanum flaggað víða. „Já, það er fullmikið af Íslendingum hérna, maður getur varla verið að grínast á íslensku þá skilur það einhver,” segir Matthías Bjarnason og hlær en hann er núna ferðamaður á Tenerife. Matthías Bjarnason frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi nýtur þess að vera á Tenerife með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við þennan stað? „Bara sólin og strendurnar og tær sjór. Verðlagið er líka fínt hérna og bjórinn er ódýr”, segir Lára systir Matthíasar. Lára Bjarnadóttir frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem elskar eins og bróðir sinn að vera á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur líst bara mjög vel á Tenerife, hér er bara dásamlegt að vera, ótrúlega huggulegt að brjóta veturinn svona upp og koma hérna í febrúar, við mælum með því. Og hér eru Íslendingar út um allt,” segja vinkonurnar og ferðamennirnir frá Akranesi eða þær Helga Sjöfn Jónasdóttir og Vigdís Elfa Jónsdóttir. Vinkonurnar frá Akranesi, sem fóru þangað með fjölskyldum sínum til að fagna 40 ára afmælinu sínu báðar tvær. Helga Sjöfn til vinstri og Vigdís Elfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólarlagið á Tenerife er engu líkt.Magnús Hlynur Hreiðarsson McDonalds er einn af vinsælustu veitingastöðunum hjá Íslendingum á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Það myndast oft langar biðraðir í Leifsstöð þegar Íslendingar bíða eftir því að komast upp í flugvél og fljúga til Tenerife í sólina. Eyjan hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða en íbúar á Tenerife er um ein milljón en á hverju ári koma þangað um sjö milljónir ferðamanna. Það er alveg ljóst að Íslendingar elska að vera í sólinni á Tenerife einhvern tímann yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er alltaf kallaður hjá Tenerife ferðum þekkir eyjuna allra manna best enda með fjölbreyttar ferðir fyrir Íslendinga. „Íslenskir ferðamenn eru náttúrulega mjög vel liðnir og það er aðallega vegna þess að við erum að skilja eftir einhverja aura hérna. Við erum dugleg að fara út að borða, í skoðunarferðir og erum ekki bara bundin við hótel garðinn,” segir Svali. En veit Svali hvað það eru margir Íslendingar á eyjunni yfir vetrartímann? „Ég myndi typpa á að í hverri viku séu hérna einhversstaðar í kringum átján hundruð til tvö þúsund manns. Það er bara eins og gott byggðafélag,” segir Svali hlæjandi. Það er mjög vinsælt hjá hjónum að láta teikna skopmynd af sér á Tenerife en allskonar listamenn taka á móti fólki og bjóða því þjónustu sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg ljóst að Íslendingar elska Tenerife enda íslenska fánanum flaggað víða. „Já, það er fullmikið af Íslendingum hérna, maður getur varla verið að grínast á íslensku þá skilur það einhver,” segir Matthías Bjarnason og hlær en hann er núna ferðamaður á Tenerife. Matthías Bjarnason frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi nýtur þess að vera á Tenerife með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við þennan stað? „Bara sólin og strendurnar og tær sjór. Verðlagið er líka fínt hérna og bjórinn er ódýr”, segir Lára systir Matthíasar. Lára Bjarnadóttir frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem elskar eins og bróðir sinn að vera á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur líst bara mjög vel á Tenerife, hér er bara dásamlegt að vera, ótrúlega huggulegt að brjóta veturinn svona upp og koma hérna í febrúar, við mælum með því. Og hér eru Íslendingar út um allt,” segja vinkonurnar og ferðamennirnir frá Akranesi eða þær Helga Sjöfn Jónasdóttir og Vigdís Elfa Jónsdóttir. Vinkonurnar frá Akranesi, sem fóru þangað með fjölskyldum sínum til að fagna 40 ára afmælinu sínu báðar tvær. Helga Sjöfn til vinstri og Vigdís Elfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólarlagið á Tenerife er engu líkt.Magnús Hlynur Hreiðarsson McDonalds er einn af vinsælustu veitingastöðunum hjá Íslendingum á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira