„Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 12:33 Magnús Kjartan Eyjólfsson tónlistarmaður birti einlæga og fallega færslu á Facebook þar sem hann fer yfir liðið ár en í dag er akkúrat ár frá því að hann greindist með krabbamein. Facebook Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson greindist með krabbamein fyrir akkúrat ári síðan. Það sem átti að vera stutt læknisheimsókn endaði sem fimm vikna innlögn en í dag hefur hann verið í sjúkdómshléi í tæpa tíu mánuði. Magnús Kjartan hefur vakið mikla athygli sem söngvari Stuðlabandsins og komið fram víða um landið. Hann birti færslu á Facebook síðu sinni í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá því að allt breyttist og gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að skrifa upp úr færslunni. „Eitt ár. Í dag er eitt ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í fimm vikur. Eitt ár síðan ég fékk þær súrrealísku fréttir að ég væri með bráðaeitilfrumuhvítblæði sem „btw“ er svakalega langt orð. En það er líka eitt ár síðan ég fékk það staðfest að á Íslandi er til alveg svakalega margt hjartahlýtt og hjálpsamt fólk. Hvort sem það voru hughreystandi orð eða óumbeðnar gjörðir þá gjörsamlega rigndi þeim yfir okkur og fyrir það get ég líklegast seint fullþakkað,“ skrifar Magnús Kjartan meðal annars. Hann segist ofboðslega heppinn með fólkið sitt og finnur ekki réttu orðin til að lýsa styrknum sem Sigríður Jónsdóttir konan hans býr yfir. Sigríður kona Magnúsar hefur staðið eins og klettur við hliðina á honum síðastliðin ár.Facebook „Nánasta fjölskylda og vinir hafa sýnt hreint út sagt ótrúlegan styrk á erfiðum og krefjandi tímum og séð til þess að ég hafi getað sett allan minn kraft í að verða betri. Og Sigríður mín. Ég held að ég eigi engin orð til að lýsa þeim styrk sem hún hefur sýnt. Ég veit ekki um margar manneskjur sem gætu tekið svona álag á bakið og staðið uppréttar. Þú ert sterkasta og besta manneskja sem ég þekki og ég elska þig óendanlega.“ Síðastliðið ár hefur einkennst af hæðum og lægðum hjá Magnúsi og hans fólki. „Auðvitað hafa þetta ekki alltaf verið sólskin og sleikipinnar en eins og staðan er núna styttist í endamarkið. Ég hef verið í sjúkdómshléi síðan í apríl og byrjaði í viðhaldsmeðferð í desember svo ég vil meina að ég sé lagður af stað niður brekkuna. Mig langar í lokin á þessum pistli að þakka fyrir öll fallegu orðin og alla aðstoðina, ég myndi vilja merkja alla þá aðila í þessari færslu en ég hef bara ekki pláss. Ég vona bara að ég geti seinna meir veitt sömu aðstoð og haldið keðjunni gangandi. Munið að lífið er núna krakkar mínir. Ég elska ykkur öll,“ skrifar Magnús að lokum. Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Sjá meira
Magnús Kjartan hefur vakið mikla athygli sem söngvari Stuðlabandsins og komið fram víða um landið. Hann birti færslu á Facebook síðu sinni í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá því að allt breyttist og gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að skrifa upp úr færslunni. „Eitt ár. Í dag er eitt ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í fimm vikur. Eitt ár síðan ég fékk þær súrrealísku fréttir að ég væri með bráðaeitilfrumuhvítblæði sem „btw“ er svakalega langt orð. En það er líka eitt ár síðan ég fékk það staðfest að á Íslandi er til alveg svakalega margt hjartahlýtt og hjálpsamt fólk. Hvort sem það voru hughreystandi orð eða óumbeðnar gjörðir þá gjörsamlega rigndi þeim yfir okkur og fyrir það get ég líklegast seint fullþakkað,“ skrifar Magnús Kjartan meðal annars. Hann segist ofboðslega heppinn með fólkið sitt og finnur ekki réttu orðin til að lýsa styrknum sem Sigríður Jónsdóttir konan hans býr yfir. Sigríður kona Magnúsar hefur staðið eins og klettur við hliðina á honum síðastliðin ár.Facebook „Nánasta fjölskylda og vinir hafa sýnt hreint út sagt ótrúlegan styrk á erfiðum og krefjandi tímum og séð til þess að ég hafi getað sett allan minn kraft í að verða betri. Og Sigríður mín. Ég held að ég eigi engin orð til að lýsa þeim styrk sem hún hefur sýnt. Ég veit ekki um margar manneskjur sem gætu tekið svona álag á bakið og staðið uppréttar. Þú ert sterkasta og besta manneskja sem ég þekki og ég elska þig óendanlega.“ Síðastliðið ár hefur einkennst af hæðum og lægðum hjá Magnúsi og hans fólki. „Auðvitað hafa þetta ekki alltaf verið sólskin og sleikipinnar en eins og staðan er núna styttist í endamarkið. Ég hef verið í sjúkdómshléi síðan í apríl og byrjaði í viðhaldsmeðferð í desember svo ég vil meina að ég sé lagður af stað niður brekkuna. Mig langar í lokin á þessum pistli að þakka fyrir öll fallegu orðin og alla aðstoðina, ég myndi vilja merkja alla þá aðila í þessari færslu en ég hef bara ekki pláss. Ég vona bara að ég geti seinna meir veitt sömu aðstoð og haldið keðjunni gangandi. Munið að lífið er núna krakkar mínir. Ég elska ykkur öll,“ skrifar Magnús að lokum.
Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Sjá meira
Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28