Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 08:59 Þrjár af tíu vélum í flota flugfélagsins Play verða í útleigu á næstu árum. Vísir/Vilhelm Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. Líkt og fram kom í fréttum í gær tapaði flugfélagið níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play að skýr merki séu í uppgjöri fjórða ársfjórðungs um að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Einar var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi nánar eina af þeim breytingum sem eru í farvatninu og tilkynnt var um í gær. „Staðan er bara nokkuð góð hjá okkur núna,” segir Einar. „Við erum heldur að draga úr eigin framleiðslu eins og það heitir, eigin flugum, og erum farin að leigja frá okkur vélar.“ Spurður hvort nægilega góður markaður sé fyrir útleigu véla segir Einar svo vera. „Það eru nokkur hundruð flugvélar sem gera ekkert annað heldur en þetta þannig það er markaður fyrir svona. Bæði eru flugfélög sem vilja taka inn vélar þegar það vantar, annað hvort þegar það bilar eða pantanir skila sér ekki eða menn eru að vaxa hraðar en þeir fá vélar,“ segir Einar. „Okkar vélar henta prýðilega í svona verkefni þannig það hefur verið ágætis eftirspurn eftir þessu og við vorum sem sagt í gær að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um verkefni fyrir þrjár af okkar tíu vélum í nánast út árið 2027, þetta er langtíma verkefni.“ Leigja vélarnar áfram á hærra verði Þessi ráðstöfun muni miklu fyrir reksturinn. „Já heldur betur. Þetta er auðvitað bara annars konar rekstur heldur en þessi rekstur sem við höfum verið í sem er að selja eigin flugmiða. Þarna erum við bara að leigja öðrum vélar sem að sjá um að selja flugmiðana og þetta eru mjög fyrirsjáanlegar tekjur. Þetta er býsna arðbært fyrir okkur. Við erum auðvitað með vélarnar á leigu til okkar á mjög hagstæðum kjörum, af því við tókum þær í og upp úr covid þegar að flugbransinn var í miklum sárum,“ segir Einar. Þar sem Play hafi leigt vélarnar til sín á góðum kjörum komi reiknisdæmið vel út fyrir félagið miðað við þær forsendur sem uppi eru nú. „Okkur er í lófa lagið að leigja þær frá okkur, reyndar þannig að við rekum þær, flugmennirnir eru okkar og eitthvað af fólkinu aftur í. Við sem sagt getum gert þetta með býsna arðbærum hætti og það er mjög fyrirsjáanlegt.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Líkt og fram kom í fréttum í gær tapaði flugfélagið níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play að skýr merki séu í uppgjöri fjórða ársfjórðungs um að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Einar var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi nánar eina af þeim breytingum sem eru í farvatninu og tilkynnt var um í gær. „Staðan er bara nokkuð góð hjá okkur núna,” segir Einar. „Við erum heldur að draga úr eigin framleiðslu eins og það heitir, eigin flugum, og erum farin að leigja frá okkur vélar.“ Spurður hvort nægilega góður markaður sé fyrir útleigu véla segir Einar svo vera. „Það eru nokkur hundruð flugvélar sem gera ekkert annað heldur en þetta þannig það er markaður fyrir svona. Bæði eru flugfélög sem vilja taka inn vélar þegar það vantar, annað hvort þegar það bilar eða pantanir skila sér ekki eða menn eru að vaxa hraðar en þeir fá vélar,“ segir Einar. „Okkar vélar henta prýðilega í svona verkefni þannig það hefur verið ágætis eftirspurn eftir þessu og við vorum sem sagt í gær að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um verkefni fyrir þrjár af okkar tíu vélum í nánast út árið 2027, þetta er langtíma verkefni.“ Leigja vélarnar áfram á hærra verði Þessi ráðstöfun muni miklu fyrir reksturinn. „Já heldur betur. Þetta er auðvitað bara annars konar rekstur heldur en þessi rekstur sem við höfum verið í sem er að selja eigin flugmiða. Þarna erum við bara að leigja öðrum vélar sem að sjá um að selja flugmiðana og þetta eru mjög fyrirsjáanlegar tekjur. Þetta er býsna arðbært fyrir okkur. Við erum auðvitað með vélarnar á leigu til okkar á mjög hagstæðum kjörum, af því við tókum þær í og upp úr covid þegar að flugbransinn var í miklum sárum,“ segir Einar. Þar sem Play hafi leigt vélarnar til sín á góðum kjörum komi reiknisdæmið vel út fyrir félagið miðað við þær forsendur sem uppi eru nú. „Okkur er í lófa lagið að leigja þær frá okkur, reyndar þannig að við rekum þær, flugmennirnir eru okkar og eitthvað af fólkinu aftur í. Við sem sagt getum gert þetta með býsna arðbærum hætti og það er mjög fyrirsjáanlegt.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent