„Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Jannik Sinner gerði samkomulag við lyfjaeftirlitið sem Liam Broady er lítt hrifinn af. getty Breski tenniskappinn Liam Broady segir keppnisbann Jannik Sinner hafa verið útfært þannig að það hefði sem minnst áhrif á feril hans, og líkir því við að setja leikmann í ensku úrvalsdeildinni í bann að sumri til. Broady er svekktur með niðurstöðu dómstóla og veltir því fyrir sér hvort hann hefði fengið sömu meðferð. Jannik Sinner gerði í síðustu viku samkomulag við alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA), um að taka út þriggja mánaða bann, eftir að hafi fallið á lyfjaprófi í mars á síðasta ári. Bannið tók gildi 9. febrúar og lýkur þann 4. maí næstkomandi. „Ég held að mikil áhersla hafi verið lögð á að bannið myndi hafa sem minnst áhrif á feril hans. Banninu lýkur daginn fyrir opna meistaramótið í Róm, sem er stærsta mótið í hans heimalandi, og fullkomið fyrir hann að fá að keppa þar rétt fyrir opna franska meistaramótið [sem hefst 19. maí],“ sagði Liam Broady. „Ég held að hann tapi ekki sinni stigum eða falli niður um sæti á heimslistanum. Þetta er mjög undarlegt bann.“ „Ég var að tala við fólk sem líkti þessu við ensku úrvalsdeildina. Þetta er eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til.“ Didn’t realise you could reach a settlement regarding a doping ban… Interesting. Back in time for French Open I guess? 👀— Liam Broady (@Liambroady) February 15, 2025 Broady sagðist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WADA gerði samkomulag við Sinner, í stað þess að halda áfram að sækjast eftir tveggja ára refsinu eins og upphaflega stóð til. Það var gert eftir að sjálfstæður dómstóll úrskurðaði að Sinner hafi ekki innbyrt ólöglega efnið viljandi, það hafi smitast í gegnum krem sem nuddari hans notaði. „Það virðist vera gert upp á milli manna. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi. En ef þetta hefði gerst við einhvern annan, hefðum við fengið sömu meðferð? Væri okkur veittur sams konar skilningur?“ bætti Broady við en hann situr í 766. sæti heimslistans. Tennis Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Jannik Sinner gerði í síðustu viku samkomulag við alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA), um að taka út þriggja mánaða bann, eftir að hafi fallið á lyfjaprófi í mars á síðasta ári. Bannið tók gildi 9. febrúar og lýkur þann 4. maí næstkomandi. „Ég held að mikil áhersla hafi verið lögð á að bannið myndi hafa sem minnst áhrif á feril hans. Banninu lýkur daginn fyrir opna meistaramótið í Róm, sem er stærsta mótið í hans heimalandi, og fullkomið fyrir hann að fá að keppa þar rétt fyrir opna franska meistaramótið [sem hefst 19. maí],“ sagði Liam Broady. „Ég held að hann tapi ekki sinni stigum eða falli niður um sæti á heimslistanum. Þetta er mjög undarlegt bann.“ „Ég var að tala við fólk sem líkti þessu við ensku úrvalsdeildina. Þetta er eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til.“ Didn’t realise you could reach a settlement regarding a doping ban… Interesting. Back in time for French Open I guess? 👀— Liam Broady (@Liambroady) February 15, 2025 Broady sagðist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WADA gerði samkomulag við Sinner, í stað þess að halda áfram að sækjast eftir tveggja ára refsinu eins og upphaflega stóð til. Það var gert eftir að sjálfstæður dómstóll úrskurðaði að Sinner hafi ekki innbyrt ólöglega efnið viljandi, það hafi smitast í gegnum krem sem nuddari hans notaði. „Það virðist vera gert upp á milli manna. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi. En ef þetta hefði gerst við einhvern annan, hefðum við fengið sömu meðferð? Væri okkur veittur sams konar skilningur?“ bætti Broady við en hann situr í 766. sæti heimslistans.
Tennis Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira