Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 16:23 Svona líta bílarnir út. Bílstjórinn situr í að framan en gafflarnir lyfta að framan. Terra varar við því að fólk gangi undir þegar tæming fer fram. Terra Terra umhverfisþjónusta varar við því að fólk gangi undir gáma þegar bílstjórar þeirra vinna við að tæma þá. Í tilkynningu kemur fram að bílstjórar Terra umhverfisþjónustu hafi undanfarið orðið varir við það að fólk gangi undir gáma þegar verið er að hífa þá upp til að tæma. Markaðsstjóri segir málið alvarlegt og þau vilja vara við þessari hegðun. „Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef eitthvað kemur upp á og gámurinn fellur á viðkomandi. Umgöngumst stór ökutæki með varúð og förum aldrei undir hluti sem verið er að lyfta eða hífa,“ segir í tilkynningu frá Terra í gær. Gámarnir sem um ræðir.Terra Erna Björk Häsler markaðsstjóri Terra segir þetta ekki eiga við þegar bílarnir eru að hífa upp djúpgámana til að tæma þá heldur eigi þetta frekar við þegar bílarnir taki minni gáma með göfflum að framan til að tæma þá ofan í bílinn. „Bílarnir eru með gafla sem þeir nota til að lyfta og sturta aftur fyrir sig,“ segir Erna Björk. Geta lítið gert einir í bílnum Í þessum bílum þurfi bílstjórarnir að sitja inni í bílnum á meðan bílstjórar sem tæmi djúpgáma standi úti og geti gripið fyrr inn í. „Bílstjórinn er einn og getur lítið gert þegar einhver hleypur undir. Nú er þetta búið að gerast það oft að við ákváðum að setja út þessa færslu til að vara við þessu. Þannig fólk geti talað við börn og aðra. Gámarnir eru auðvitað svakalega þungir og sérstaklega þegar þeir eru fullir. Svo er þetta ágætis hæð sem er verið að lyfta þeim í. Eftir að við vorum komin með nokkrar tilkynningar þá bað öryggisstjóri að það yrði eitthvað gert. Svo fólk átti sig á því hversu alvarlegt það er. Það þarf ekki nema nokkrar sekúndur. Búnaðurinn getur klikkað og þetta gæti dottið.“ Bæði börn og fullorðnir Hún segir bílstjórana bæði hafa staðið börn og fullorðna að því að hlaupa undir gámana. „Börnin kannski fatta ekki hversu hættulegt þetta er. En við viljum minna á þetta því okkur finnst það okkar ábyrgð að upplýsa um það þegar eitthvað svona er að koma ítrekað upp. Það skiptir okkur máli.“ Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
„Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef eitthvað kemur upp á og gámurinn fellur á viðkomandi. Umgöngumst stór ökutæki með varúð og förum aldrei undir hluti sem verið er að lyfta eða hífa,“ segir í tilkynningu frá Terra í gær. Gámarnir sem um ræðir.Terra Erna Björk Häsler markaðsstjóri Terra segir þetta ekki eiga við þegar bílarnir eru að hífa upp djúpgámana til að tæma þá heldur eigi þetta frekar við þegar bílarnir taki minni gáma með göfflum að framan til að tæma þá ofan í bílinn. „Bílarnir eru með gafla sem þeir nota til að lyfta og sturta aftur fyrir sig,“ segir Erna Björk. Geta lítið gert einir í bílnum Í þessum bílum þurfi bílstjórarnir að sitja inni í bílnum á meðan bílstjórar sem tæmi djúpgáma standi úti og geti gripið fyrr inn í. „Bílstjórinn er einn og getur lítið gert þegar einhver hleypur undir. Nú er þetta búið að gerast það oft að við ákváðum að setja út þessa færslu til að vara við þessu. Þannig fólk geti talað við börn og aðra. Gámarnir eru auðvitað svakalega þungir og sérstaklega þegar þeir eru fullir. Svo er þetta ágætis hæð sem er verið að lyfta þeim í. Eftir að við vorum komin með nokkrar tilkynningar þá bað öryggisstjóri að það yrði eitthvað gert. Svo fólk átti sig á því hversu alvarlegt það er. Það þarf ekki nema nokkrar sekúndur. Búnaðurinn getur klikkað og þetta gæti dottið.“ Bæði börn og fullorðnir Hún segir bílstjórana bæði hafa staðið börn og fullorðna að því að hlaupa undir gámana. „Börnin kannski fatta ekki hversu hættulegt þetta er. En við viljum minna á þetta því okkur finnst það okkar ábyrgð að upplýsa um það þegar eitthvað svona er að koma ítrekað upp. Það skiptir okkur máli.“
Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira