„Sorgleg þróun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 12:30 Bæði Elísabet Reynis og Kristján eru hugsi yfir matnum sem börnin okkar fá að borða. Á dögunum var fjallað um næringargildi í skólamat í grunnskólanum landsins í Íslandi í dag. En þar ræddi Vala Matt við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur sem sendir börnin sín einfaldlega í skólann með mat, í stað þess að borða það sem er á boðstólum. Um er að ræða mat sem fyrirtækið Skólamatur skaffar en forsvarsmenn fyrirtækisins veittu Íslandi í dag ekki viðtal vegna málsins. En í innslagi gærkvöldsins heldur Vala Matt áfram að fjalla um málið og ræðir þar við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur. Kristján er sjálfur í lýðheilsuráði læknafélags Íslands. „Börn á Íslandi er að borða of mikinn gjörunninn mat og það er bara þannig, þetta er ekki bara einhver tilfinning sem ég hef. Við vitum það út frá nýjustu könnunum um mataræði Íslendinga,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við sem heild, Íslendingar, erum að borða að meðaltali fjörutíu prósent af okkar mat sem er gjörunninn en börn og unglingar alveg upp í sextíu prósent,“ segir Kristján sem útskýrir gjörunninn mat út frá því að í honum séu þá fimm eða fleiri aukaefni. „En í raun er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. En eftir því sem aukaefnin eru fleiri því líklegra er að maturinn sé gjörunninn.“ Aftur til fortíðar En svo er mikill munur á því hvort matvælin séu unnin eða gjörunnin. „Þar er mikill munur á. Við þurfum unnin matvæli og snýst það út frá fæðuöryggi. Við höfum séð það í gegnum þróunina. Þorramaturinn er súrsaður svo að hann geymist og það þarf að vinna mat að einhverju leyti. Það er hægt að niðursjóða mat án þess að bæta nokkru í hann og þá er búið að vinna hann. En það er þetta lokastig í vinnslunni sem er kallað gjörunnið.“ Elísabet Reynisdóttir hefur skoðað innihaldsefnin í skólamat í borginni og víðar. „Þegar ég skoðaði þetta þá hugsaði ég að við erum komin langt frá uppruna matarins. Þetta er orðinn unninn matur og það sem mér finnst, og ég hef skoðað undanfarin ár, er að við þurfum að fara aftur til fortíðar. Að maturinn sé eldaður frá grunni. Mér finnst þetta sorgleg þróun en ég er búin að fylgjast með henni í nokkur ár,“ segir Elísabet sem gerði sjálf úttekt á skólamötuneyti á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég að við erum að fara inn í hraða og farin að kaupa vörur sem er auðvelt að hita og bera fram. Þar að leiðandi eru vörurnar unnar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Matur Ísland í dag Grunnskólar Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
En þar ræddi Vala Matt við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur sem sendir börnin sín einfaldlega í skólann með mat, í stað þess að borða það sem er á boðstólum. Um er að ræða mat sem fyrirtækið Skólamatur skaffar en forsvarsmenn fyrirtækisins veittu Íslandi í dag ekki viðtal vegna málsins. En í innslagi gærkvöldsins heldur Vala Matt áfram að fjalla um málið og ræðir þar við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur. Kristján er sjálfur í lýðheilsuráði læknafélags Íslands. „Börn á Íslandi er að borða of mikinn gjörunninn mat og það er bara þannig, þetta er ekki bara einhver tilfinning sem ég hef. Við vitum það út frá nýjustu könnunum um mataræði Íslendinga,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við sem heild, Íslendingar, erum að borða að meðaltali fjörutíu prósent af okkar mat sem er gjörunninn en börn og unglingar alveg upp í sextíu prósent,“ segir Kristján sem útskýrir gjörunninn mat út frá því að í honum séu þá fimm eða fleiri aukaefni. „En í raun er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. En eftir því sem aukaefnin eru fleiri því líklegra er að maturinn sé gjörunninn.“ Aftur til fortíðar En svo er mikill munur á því hvort matvælin séu unnin eða gjörunnin. „Þar er mikill munur á. Við þurfum unnin matvæli og snýst það út frá fæðuöryggi. Við höfum séð það í gegnum þróunina. Þorramaturinn er súrsaður svo að hann geymist og það þarf að vinna mat að einhverju leyti. Það er hægt að niðursjóða mat án þess að bæta nokkru í hann og þá er búið að vinna hann. En það er þetta lokastig í vinnslunni sem er kallað gjörunnið.“ Elísabet Reynisdóttir hefur skoðað innihaldsefnin í skólamat í borginni og víðar. „Þegar ég skoðaði þetta þá hugsaði ég að við erum komin langt frá uppruna matarins. Þetta er orðinn unninn matur og það sem mér finnst, og ég hef skoðað undanfarin ár, er að við þurfum að fara aftur til fortíðar. Að maturinn sé eldaður frá grunni. Mér finnst þetta sorgleg þróun en ég er búin að fylgjast með henni í nokkur ár,“ segir Elísabet sem gerði sjálf úttekt á skólamötuneyti á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég að við erum að fara inn í hraða og farin að kaupa vörur sem er auðvelt að hita og bera fram. Þar að leiðandi eru vörurnar unnar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Matur Ísland í dag Grunnskólar Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira