Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 10:18 Bíllinn er af gerðinni Mini Cooper. Getty/Christoph Trost Að minnsta kosti 27 eru særðir eftir að hælisleitandi frá Afganistan ók inn í hóp mótmælenda á götum München í Þýskalandi í morgun. Ökumaður bílsins var handtekinn á staðnum en yfirvöld telja að um árás sé að ræða. Fram kom á blaðamannafundi í morgun að árásarmaðurinn sé 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan en hann ku vera þekktur af lögreglu vegna smáglæpa. Fregnir hafa borist af því að ein kona hafi látið lífið en það hefur ekki verið staðfest. Þá munu börn vera meðal þeirra sem særðust í árásinni. Í frétt Bild segir að bíllinn sé af gerðinni Mini Cooper en honum mun hafa verið ekið á fólk sem var að taka þátt í mótmælum á vegum verkalýðsfélags starfsmanna í samgöngugeiranum. Bílnum var ekið inn í hóp mótmælenda á götum München.Getty/Michael Fischer Vitni sögðu fyrr í morgun að ökumaðurinn hefði gefið í áður en hann ók inn í þvöguna. Þá hefur Bild eftir heimildarmönnum að lögregluþjónar hafi skotið í rúðu bílsins til að geta opnað hann, vegna þess að hurðunum var læst. Lögreglan segist ekki geta staðfest sögusagnir um að fleiri hafi verið að verki en ökumaðurinn sem búið er að handtaka. Ekkert bendi til annars. Verdi Demo in München.Auto rast in die Demo. pic.twitter.com/cLBHaDebfi— AlternativeMitte (@ZamirSh11842484) February 13, 2025 Stór öryggisráðstefna fer fram í borginni um helgina, þar sem ráðamenn Vesturlanda munu meðal annars ræða innrás Rússa í Úkraínu og önnur öryggismál. Atvikið er sagt hafa átt sér stað tiltölulega skammt frá staðnum þar sem ráðstefnan verður haldin. Í desember keyrði maður inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg en þá létu sex lífið. Fréttin hefur verið uppfærð. Aktuell werden ca. 20 verletzte Personen durch die Rettungskräfte versorgt. Über die Schwere der Verletzungen liegen uns noch keine Informationen vor.Deshalb sind unter anderem Rettungshubschrauber im Einsatz.#muc1302 pic.twitter.com/deYRQIrmug— Polizei München (@PolizeiMuenchen) February 13, 2025 Þýskaland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Fram kom á blaðamannafundi í morgun að árásarmaðurinn sé 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan en hann ku vera þekktur af lögreglu vegna smáglæpa. Fregnir hafa borist af því að ein kona hafi látið lífið en það hefur ekki verið staðfest. Þá munu börn vera meðal þeirra sem særðust í árásinni. Í frétt Bild segir að bíllinn sé af gerðinni Mini Cooper en honum mun hafa verið ekið á fólk sem var að taka þátt í mótmælum á vegum verkalýðsfélags starfsmanna í samgöngugeiranum. Bílnum var ekið inn í hóp mótmælenda á götum München.Getty/Michael Fischer Vitni sögðu fyrr í morgun að ökumaðurinn hefði gefið í áður en hann ók inn í þvöguna. Þá hefur Bild eftir heimildarmönnum að lögregluþjónar hafi skotið í rúðu bílsins til að geta opnað hann, vegna þess að hurðunum var læst. Lögreglan segist ekki geta staðfest sögusagnir um að fleiri hafi verið að verki en ökumaðurinn sem búið er að handtaka. Ekkert bendi til annars. Verdi Demo in München.Auto rast in die Demo. pic.twitter.com/cLBHaDebfi— AlternativeMitte (@ZamirSh11842484) February 13, 2025 Stór öryggisráðstefna fer fram í borginni um helgina, þar sem ráðamenn Vesturlanda munu meðal annars ræða innrás Rússa í Úkraínu og önnur öryggismál. Atvikið er sagt hafa átt sér stað tiltölulega skammt frá staðnum þar sem ráðstefnan verður haldin. Í desember keyrði maður inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg en þá létu sex lífið. Fréttin hefur verið uppfærð. Aktuell werden ca. 20 verletzte Personen durch die Rettungskräfte versorgt. Über die Schwere der Verletzungen liegen uns noch keine Informationen vor.Deshalb sind unter anderem Rettungshubschrauber im Einsatz.#muc1302 pic.twitter.com/deYRQIrmug— Polizei München (@PolizeiMuenchen) February 13, 2025
Þýskaland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira