Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 20:15 Manchester United goðsögnin Denis Law var jarðaður í dag. Getty/ Alan Harvey Manchester United goðsögninni Denis Law var fylgt til grafar í dag en hann lést í síðasta mánuði 84 ára gamall. 750 sóttu jarðarförina hans en líkbíll kom líka við á Old Trafford áður en hann fór í kirkjugarðinn. BBC segir frá. Þúsund manns veittu Law virðingu sína við leikhús draumanna þar sem hann fór á kostum á sjöunda áratugi síðustu aldar. Bíllinn keyrði meðal annast upp að hinni frægu styttu af þeim Law, Sir Bobby Charlton og George Best sem náðu allir að fá Gullknöttinn sem samherjar hjá United, Law árið 1964, Charlton árið 1966 og Best árið 1968. Stytta af þeim félögum, sem heitir United Trinity, hefur verið fyrir utan Old Trafford síðan 2008. Þá voru þrjú ár liðin frá fráfalli Best. Charlton lifði til 2023 og Law dó 17. janúar síðastliðinn. Meðal gesta í jarðarförinni voru Sir Alex Ferguson og Ruben Amorim, núverandi hæstráðandi liðsins. Sir Alex minntist Law með því að vitna í orð Pele. „Það er mjög erfitt að koma Denis fyrir í musteri þeirra allra bestu í fótboltasögunni en Pele gerði það auðveldara. Þegar hann var spurður um hvaða breska leikmann hann vildi frá í hið frábæra brasilíska landsliðið þá nefndi hann Denis Law. Það segir mikið,“ sagði Sir Alex Ferguson. Það má sjá mótttökurnar sem Denis Law fékk við Old Trafford hér fyrir neðan. Saying goodbye to a legend 🕊️Denis Law’s funeral procession passed Old Trafford earlier today, allowing fans and club staff to observe a final farewell ❤️ pic.twitter.com/9VuDmAhuiE— Manchester United (@ManUtd) February 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
750 sóttu jarðarförina hans en líkbíll kom líka við á Old Trafford áður en hann fór í kirkjugarðinn. BBC segir frá. Þúsund manns veittu Law virðingu sína við leikhús draumanna þar sem hann fór á kostum á sjöunda áratugi síðustu aldar. Bíllinn keyrði meðal annast upp að hinni frægu styttu af þeim Law, Sir Bobby Charlton og George Best sem náðu allir að fá Gullknöttinn sem samherjar hjá United, Law árið 1964, Charlton árið 1966 og Best árið 1968. Stytta af þeim félögum, sem heitir United Trinity, hefur verið fyrir utan Old Trafford síðan 2008. Þá voru þrjú ár liðin frá fráfalli Best. Charlton lifði til 2023 og Law dó 17. janúar síðastliðinn. Meðal gesta í jarðarförinni voru Sir Alex Ferguson og Ruben Amorim, núverandi hæstráðandi liðsins. Sir Alex minntist Law með því að vitna í orð Pele. „Það er mjög erfitt að koma Denis fyrir í musteri þeirra allra bestu í fótboltasögunni en Pele gerði það auðveldara. Þegar hann var spurður um hvaða breska leikmann hann vildi frá í hið frábæra brasilíska landsliðið þá nefndi hann Denis Law. Það segir mikið,“ sagði Sir Alex Ferguson. Það má sjá mótttökurnar sem Denis Law fékk við Old Trafford hér fyrir neðan. Saying goodbye to a legend 🕊️Denis Law’s funeral procession passed Old Trafford earlier today, allowing fans and club staff to observe a final farewell ❤️ pic.twitter.com/9VuDmAhuiE— Manchester United (@ManUtd) February 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira